Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar 4. mars 2025 13:02 Mikill áhugi en óvissa meðal norrænna sérfræðinga Um 63% félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) nota gervigreindina í störfum sínum og þá helst til að fá nýjar hugmyndir, við efnis- og textagerð og í skapandi vinnuferli. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem gerð var á meðal norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga og varpar ljósi á notkun, þróun og áskoranir sem gervigreindinni fylgja. Hlutfall þátttakenda í könnuninni var hæst meðal félagsmanna VFÍ sem endurspeglar mikinn áhuga á málefninu hér á landi. Niðurstöðurnar sýna að gervigreind er orðin hluti af vinnuumhverfi margra verkfræðinga og tæknifræðinga, en nokkur óvissa ríkir um áhrif og framtíðarmöguleika sem henni tengjast. Helstu niðurstöður norrænu könnunarinnar: 59% nota gervigreind í starfi. Helstu notkunarsviðin eru aðstoð við að fá nýjar hugmyndir, efnis- og textagerð og skapandi vinnuferli. 35% telja að gervigreind hafi aukið afkastagetu þeirra, en 45% eru óviss um hver áhrifin séu. Aðeins 6% telja að gervigreind hafi dregið úr starfsöryggi. Einungis 23% segja að vinnuveitandi þeirra hafi sett skýra stefnu og reglur um notkun gervigreindar. Það er því ljóst að marga skortir leiðbeiningar um ábyrga notkun. Einungis 8% telja sig hafa nægilega þjálfun og hæfni í notkun gervigreindar, sem undirstrikar þörfina fyrir frekari fræðslu. 36% hafa áhyggjur af hlutdrægni og mismunun í tengslum við gervigreind og 39% telja öryggi persónuupplýsinga ótryggt þegar gervigreind er notuð. Sérstaða Íslands Það er einungis í örfáum atriðum sem félagsmenn VFÍ skilja sig frá félögum sínum á Norðurlöndunum. Hlutfall félagsmanna VFÍ sem notar gervigreind í störfum sínum er sem fyrr segir 63% og því yfir fyrrnefndu meðaltali á Norðurlöndunum. Þá hafa 46% félagsmanna VFÍ áhyggjur af hlutdrægni og mismunum í gervigreindinni sem er það hæsta á Norðurlöndunum. Annars staðar mælist það á bilinu 22-36%. Skortur á þjálfun og stefnumótun er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar taka verkfræðingar og tæknifræðingar á Íslandi lítinn þátt í þróun gervigreindarverkfæra, þrátt fyrir að nota þau mikið. Spyrjum gervigreindina Hverjar eru þá helstu niðurstöður könnunarinnar, ef við spyrjum ChatGPT? Eins og gefur að skilja stóð ekki á svari: „Ísland stendur vel hvað varðar innleiðingu AI í verkfræðistörf en skortur á stefnumótun og þjálfun gæti hamlað þróuninni. Sérstaklega vekur athygli að áhyggjur af hlutdrægni í AI eru meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum, sem gæti kallað á aukna umræðu og úrbætur.” Þörf á stefnumótun, fræðslu og ábyrgri innleiðingu Niðurstöður könnunarinnar sýna að gervigreind gegnir æ mikilvægara hlutverki í vinnuumhverfi tæknimenntaðra, en einnig að mikil þörf er fyrir stefnumótun, fræðslu og ábyrga innleiðingu til að tryggja sem best notagildi hennar. VFÍ hefur brugðist við vaxandi áhuga með því að bjóða upp á námskeið í ChatGPT. Greinilegt er að þörfin er mikil því fullt hefur verið á öll námskeiðin. Félagsmenn hafa ekki einungis áhuga á að nútímavæða vinnubrögð sín heldur einnig að skilja tæknina betur og nota hana á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Mikill áhugi en óvissa meðal norrænna sérfræðinga Um 63% félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) nota gervigreindina í störfum sínum og þá helst til að fá nýjar hugmyndir, við efnis- og textagerð og í skapandi vinnuferli. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem gerð var á meðal norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga og varpar ljósi á notkun, þróun og áskoranir sem gervigreindinni fylgja. Hlutfall þátttakenda í könnuninni var hæst meðal félagsmanna VFÍ sem endurspeglar mikinn áhuga á málefninu hér á landi. Niðurstöðurnar sýna að gervigreind er orðin hluti af vinnuumhverfi margra verkfræðinga og tæknifræðinga, en nokkur óvissa ríkir um áhrif og framtíðarmöguleika sem henni tengjast. Helstu niðurstöður norrænu könnunarinnar: 59% nota gervigreind í starfi. Helstu notkunarsviðin eru aðstoð við að fá nýjar hugmyndir, efnis- og textagerð og skapandi vinnuferli. 35% telja að gervigreind hafi aukið afkastagetu þeirra, en 45% eru óviss um hver áhrifin séu. Aðeins 6% telja að gervigreind hafi dregið úr starfsöryggi. Einungis 23% segja að vinnuveitandi þeirra hafi sett skýra stefnu og reglur um notkun gervigreindar. Það er því ljóst að marga skortir leiðbeiningar um ábyrga notkun. Einungis 8% telja sig hafa nægilega þjálfun og hæfni í notkun gervigreindar, sem undirstrikar þörfina fyrir frekari fræðslu. 36% hafa áhyggjur af hlutdrægni og mismunun í tengslum við gervigreind og 39% telja öryggi persónuupplýsinga ótryggt þegar gervigreind er notuð. Sérstaða Íslands Það er einungis í örfáum atriðum sem félagsmenn VFÍ skilja sig frá félögum sínum á Norðurlöndunum. Hlutfall félagsmanna VFÍ sem notar gervigreind í störfum sínum er sem fyrr segir 63% og því yfir fyrrnefndu meðaltali á Norðurlöndunum. Þá hafa 46% félagsmanna VFÍ áhyggjur af hlutdrægni og mismunum í gervigreindinni sem er það hæsta á Norðurlöndunum. Annars staðar mælist það á bilinu 22-36%. Skortur á þjálfun og stefnumótun er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar taka verkfræðingar og tæknifræðingar á Íslandi lítinn þátt í þróun gervigreindarverkfæra, þrátt fyrir að nota þau mikið. Spyrjum gervigreindina Hverjar eru þá helstu niðurstöður könnunarinnar, ef við spyrjum ChatGPT? Eins og gefur að skilja stóð ekki á svari: „Ísland stendur vel hvað varðar innleiðingu AI í verkfræðistörf en skortur á stefnumótun og þjálfun gæti hamlað þróuninni. Sérstaklega vekur athygli að áhyggjur af hlutdrægni í AI eru meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum, sem gæti kallað á aukna umræðu og úrbætur.” Þörf á stefnumótun, fræðslu og ábyrgri innleiðingu Niðurstöður könnunarinnar sýna að gervigreind gegnir æ mikilvægara hlutverki í vinnuumhverfi tæknimenntaðra, en einnig að mikil þörf er fyrir stefnumótun, fræðslu og ábyrga innleiðingu til að tryggja sem best notagildi hennar. VFÍ hefur brugðist við vaxandi áhuga með því að bjóða upp á námskeið í ChatGPT. Greinilegt er að þörfin er mikil því fullt hefur verið á öll námskeiðin. Félagsmenn hafa ekki einungis áhuga á að nútímavæða vinnubrögð sín heldur einnig að skilja tæknina betur og nota hana á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun