Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson og Sigríður Mogensen skrifa 7. mars 2025 18:32 Heimurinn er á áhugaverðum krossgötum. Alþjóðavæðing síðustu áratuga er á undanhaldi og stærstu þjóðir og efnahagsveldi heims farin að horfa meira á vernd eigin hagsmuna. Heimsmyndin er breytt. Margt bendir til þess að Bandaríkin líti síður á sig sem „leiðtoga hins frjálsa heims“ en áður með rofi á áherslum á frjáls viðskipti, byggingu tollamúra og viðskiptalegum refsiaðgerðum til að draga úr viðskiptahalla. Evrópa stendur því mögulega frammi fyrir því að geta síður reitt sig á sameiginlegar áherslur Evrópu og Bandaríkja og þarf sjálf að taka stærra hlutverk en áður, sérstaklega þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og samkeppnishæfni. Auk geópólítískra áskorana vofir yfir breytingaský, en nú stendur yfir ein stærsta iðnbylting allra tíma. Gervigreindarkapphlaup er hafið og það getur í víðum skilningi ráðið miklu um samkeppnishæfniog stöðu þjóða tilframtíðar. Um er að ræða nútíma vopnakapphlaup. Ljóst er að stórveldin, hvort sem það eru Bandaríkin, Evrópusambandið eða Kína gera öll tilkall til forystu í þróun og hagnýtingu gervigreindar til að treysta sína framtíð. Ríki heims eru betur og betur að gera sér grein fyrir að þau tækifæri og þær ógnanir sem felast í gervigreind eru af stærðargráðu sem krefst samstundis athygli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins alls. Þetta gildir sérstaklega um lítið opið hagkerfi eins og Ísland. Hraðinn í framþróuninni er slíkur að sífellt erfiðara verður fyrir fyrirtæki að bregðast við - að ekki sé talað um stjórnvöld, sem vinna oft í hægari takti en umhverfið sem þau styðja við. Breytt heimsmynd og ljóshraði þróunar á gervigreind krefst athygli og skýrrar stefnumörkunar hér á landi. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka sér leiðtogahlutverk og móta metnaðarfulla stefnu og aðgerðir sem allra fyrst. Í stefnunni þarf að leggja áherslu á eftirfarandi: ○Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands. ○Bandalög á alþjóðavísu. Bæði efnahagsleg og varnarbandalög. ○Innviða-, fjarskipta-, og raforkumál. ○Menningar- og menntamál eigi íslenskan að eiga sér bjarta framtíð. Við þurfum aðpassa að: ●Tryggja okkur aðgengi að þeirri tækni sem þróuð verður. Bandaríkin hafa þegar sett útflutningstakmarkanir á örflögur og aðra mikilvæga tækni líkt og gervigreindarmódel. Rétt eins og hömlur eru á vopnaútflutningi eða annarri tækni sem hefur áhrif á þjóðaröryggi. Án aðgengis að þessari verðmætu tækni er samkeppnishæfni og möguleikar Íslands skert til muna. Verðmætasköpun verður erfiðari. Stjórnvöld þurfa strax að opna samtöl sem snúa að þessu og tryggja veru Íslands á listum yfir lönd sem eru undanþegin slíkum takmörkunum. ●Líta til sérstöðu landsins þegar kemuraðmöguleikum á nýtingugrænnar raforku í rekstri gagnavera. Gagnaverin gegna lykilhlutverki í framþróun gervigreindar. Hafa verður í huga að með uppbyggingu stórra gagnavers-þyrpinga verður Ísland hluti af innviðum þeirra landa sem reiða sig á notkun þeirra. Þetta hefur áhrif á þjóðaröryggiog ný bandalög sem gætu verið að myndast þar. ●Greiða fyrir auknum fjárfestingum í tengdum málaflokkum, með verðmætasköpun í huga, s.s.raforku og fjarskiptainnviðum. ●Líta á málaflokk gervigreindar sem eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar til lengri tíma og horfa þvert yfir alla kima samfélagsins. Hættan er sú að málaflokkurinn lendi á jaðrinum og stjórnvöld líti á þetta sem nokkurs konar tæknimál - án skriðþungans sem þarf til að ná árangri. Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands er háð skýrri og metnaðarfullri stefnu stjórnvalda í þessum víðtæka málaflokki sem gervigreindin er. Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál. Gervigreindarkapphlaupið er hafið. Framundan er einstakt og byltingarkennt tækifæri til að auka enn frekar verðmætasköpun og samkeppnishæfni landsins. Með metnaðarfullum og markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að tryggja Íslandi aðgengi og miða í hlaupið. Ingvar Hjálmarsson er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins Sigríður Mogensen er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Heimurinn er á áhugaverðum krossgötum. Alþjóðavæðing síðustu áratuga er á undanhaldi og stærstu þjóðir og efnahagsveldi heims farin að horfa meira á vernd eigin hagsmuna. Heimsmyndin er breytt. Margt bendir til þess að Bandaríkin líti síður á sig sem „leiðtoga hins frjálsa heims“ en áður með rofi á áherslum á frjáls viðskipti, byggingu tollamúra og viðskiptalegum refsiaðgerðum til að draga úr viðskiptahalla. Evrópa stendur því mögulega frammi fyrir því að geta síður reitt sig á sameiginlegar áherslur Evrópu og Bandaríkja og þarf sjálf að taka stærra hlutverk en áður, sérstaklega þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og samkeppnishæfni. Auk geópólítískra áskorana vofir yfir breytingaský, en nú stendur yfir ein stærsta iðnbylting allra tíma. Gervigreindarkapphlaup er hafið og það getur í víðum skilningi ráðið miklu um samkeppnishæfniog stöðu þjóða tilframtíðar. Um er að ræða nútíma vopnakapphlaup. Ljóst er að stórveldin, hvort sem það eru Bandaríkin, Evrópusambandið eða Kína gera öll tilkall til forystu í þróun og hagnýtingu gervigreindar til að treysta sína framtíð. Ríki heims eru betur og betur að gera sér grein fyrir að þau tækifæri og þær ógnanir sem felast í gervigreind eru af stærðargráðu sem krefst samstundis athygli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins alls. Þetta gildir sérstaklega um lítið opið hagkerfi eins og Ísland. Hraðinn í framþróuninni er slíkur að sífellt erfiðara verður fyrir fyrirtæki að bregðast við - að ekki sé talað um stjórnvöld, sem vinna oft í hægari takti en umhverfið sem þau styðja við. Breytt heimsmynd og ljóshraði þróunar á gervigreind krefst athygli og skýrrar stefnumörkunar hér á landi. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka sér leiðtogahlutverk og móta metnaðarfulla stefnu og aðgerðir sem allra fyrst. Í stefnunni þarf að leggja áherslu á eftirfarandi: ○Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands. ○Bandalög á alþjóðavísu. Bæði efnahagsleg og varnarbandalög. ○Innviða-, fjarskipta-, og raforkumál. ○Menningar- og menntamál eigi íslenskan að eiga sér bjarta framtíð. Við þurfum aðpassa að: ●Tryggja okkur aðgengi að þeirri tækni sem þróuð verður. Bandaríkin hafa þegar sett útflutningstakmarkanir á örflögur og aðra mikilvæga tækni líkt og gervigreindarmódel. Rétt eins og hömlur eru á vopnaútflutningi eða annarri tækni sem hefur áhrif á þjóðaröryggi. Án aðgengis að þessari verðmætu tækni er samkeppnishæfni og möguleikar Íslands skert til muna. Verðmætasköpun verður erfiðari. Stjórnvöld þurfa strax að opna samtöl sem snúa að þessu og tryggja veru Íslands á listum yfir lönd sem eru undanþegin slíkum takmörkunum. ●Líta til sérstöðu landsins þegar kemuraðmöguleikum á nýtingugrænnar raforku í rekstri gagnavera. Gagnaverin gegna lykilhlutverki í framþróun gervigreindar. Hafa verður í huga að með uppbyggingu stórra gagnavers-þyrpinga verður Ísland hluti af innviðum þeirra landa sem reiða sig á notkun þeirra. Þetta hefur áhrif á þjóðaröryggiog ný bandalög sem gætu verið að myndast þar. ●Greiða fyrir auknum fjárfestingum í tengdum málaflokkum, með verðmætasköpun í huga, s.s.raforku og fjarskiptainnviðum. ●Líta á málaflokk gervigreindar sem eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar til lengri tíma og horfa þvert yfir alla kima samfélagsins. Hættan er sú að málaflokkurinn lendi á jaðrinum og stjórnvöld líti á þetta sem nokkurs konar tæknimál - án skriðþungans sem þarf til að ná árangri. Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands er háð skýrri og metnaðarfullri stefnu stjórnvalda í þessum víðtæka málaflokki sem gervigreindin er. Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál. Gervigreindarkapphlaupið er hafið. Framundan er einstakt og byltingarkennt tækifæri til að auka enn frekar verðmætasköpun og samkeppnishæfni landsins. Með metnaðarfullum og markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að tryggja Íslandi aðgengi og miða í hlaupið. Ingvar Hjálmarsson er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins Sigríður Mogensen er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar