Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar 18. mars 2025 10:16 Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það. Raunin er sú að bætur hafa sannarlega haldið í við laun og gott betur, enda er það bundið í lög nú þegar. Fyrirhuguð breyting ráðherra myndi hins vegar þýða að bætur hækki framvegis hraðar en laun. Frá árinu 1997 hefur örorkulífeyrir sjöfaldast á meðan laun skv. launavísitölu hafa sexfaldast. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi þar sem eftirfarandi mynd fylgir með.[i] Þá hafa örorkubætur og ellilífeyrir sexfaldast frá árinu 2000 samkvæmt upplýsingum úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, ráðuneytinu sem Inga Sæland fer fyrir.[ii] Yfir sama tímabil hefur launavísitalan ríflega fimmfaldast.[iii] Í báðum tilfellum hafa bætur hækkað um það bil 20% umfram laun, sem er öfugt við það sem ráðherra heldur fram. Þá segir ráðherra að hagur flestra annarra en örorkulífeyrisþega hafi vænkast eftir hrunið og „þegar uppi var staðið jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, […] á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna jókst um 15%“. Ráðherra vísar hér í úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Öryrkjabandalagið. Þessi staðhæfing ráðherra og tímabilið sem vísað er til ber merki þess sem nefnist á góðri íslensku kirsuberjatínsla (e. cherry-picking). Annars vegar vegna þess að mikil kaupmáttarskerðing launa vinnandi fólks átti sér stað árin þar á undan. Á milli áranna 2006 og 2009 lækkaði vísitala launa um 7% að raunvirði á meðan örorkulífeyrir hækkaði um 1%. Og hins vegar eru árin 2016 og 2017, þegar bætur voru hækkaðar verulega, undanskilin frá tímabili ráðherrans. Í fjárlagafrumvarpi 2017 segir að „uppsöfnuð hækkun [bóta almannatrygginga] á þessum tveimur árum sé 17,9%.“[1] Samandregið hafa bætur hækkað um 43% að raunvirði frá 2007 til 2024 og vísitala launa hækkað um 42% yfir sama tímabil. Þá hafa bætur hækkað um 20% umfram launavísitölu frá árinu 1997. Ágætt er að taka hér fram að launavísitala mælir einnig aðrar kjarabætur, t.d. styttingu vinnuvikunnar og starfsaldurshækkanir, og hækkar því hraðar en laun skv. kjarasamningum. Gliðnunin sem ráðherra talar um hefur því sannarlega ekki átt sér stað, enda tryggir núverandi löggjöf nú þegar að kjör bótaþega haldi í við laun. Ég setti ekki út á þessa þróun í fyrri grein minni heldur benti á vankanta í fyrirhuguðum breytingum ráðherra. Í dag eru bætur tvítryggðar og taka mið af þróun bæði launa og verðlags. Í áformum ráðherra felst að í stað þess að taka mið af kjarasamningsbundnum hækkunum á vinnumarkaði skuli þess í stað miða við launavísitölu. Ráðherra segir að frumvarpið „[tryggi] öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við borðið“. Með þessu hækka bætur hins vegar sjálfkrafa umfram laun í efnahagslægðum. Um hvort tveggja er fjallað í greinargerð frumvarpsins. Þeir sem þiggja bætur munu þannig sitja framvegis skör ofar en vinnandi fólk. Í greinargerðinni segir einnig að „atvinnuleysisbætur [hafa] oftast tekið sömu hækkunum og bætur almannatrygginga.“ Þannig mun fyrirhuguð breyting ekki aðeins leiða til þess að bætur almannatrygginga hækki hraðar en laun heldur munu atvinnuleysisbætur gera það líka. Hér ættu viðvörunarbjöllur að byrja að hringja. Komi til þess að atvinnuleysisbætur verði hærri en lágmarkslaun eru hvatar til að taka að sér sum störf orðnir neikvæðir. Slíkt fyrirkomulag myndi seint teljast sjálfbært. Ráðherra segist stoltur leggja fram frumvarp sem „stöðvar kjaragliðnun lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði“ en raunin sýnir að þeirri niðurstöðu er þegar náð með núverandi kerfi og gott betur en það. Undirritaður telur að betur færi á því að stuðla að aðgerðum sem auka verðmætasköpun og með því velferð allra. Í þessu ferðalagi ráðherra er betur heima setið en af stað farið. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [i] Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útreikning launaþróunar.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2193.pdf [ii] Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0871.pdf [iii] Hagstofa íslands (2024). „Launavísitala, ársmeðaltöl frá árinu 1989“. Slóð: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/launavisitala/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Úlfarsson Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það. Raunin er sú að bætur hafa sannarlega haldið í við laun og gott betur, enda er það bundið í lög nú þegar. Fyrirhuguð breyting ráðherra myndi hins vegar þýða að bætur hækki framvegis hraðar en laun. Frá árinu 1997 hefur örorkulífeyrir sjöfaldast á meðan laun skv. launavísitölu hafa sexfaldast. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi þar sem eftirfarandi mynd fylgir með.[i] Þá hafa örorkubætur og ellilífeyrir sexfaldast frá árinu 2000 samkvæmt upplýsingum úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, ráðuneytinu sem Inga Sæland fer fyrir.[ii] Yfir sama tímabil hefur launavísitalan ríflega fimmfaldast.[iii] Í báðum tilfellum hafa bætur hækkað um það bil 20% umfram laun, sem er öfugt við það sem ráðherra heldur fram. Þá segir ráðherra að hagur flestra annarra en örorkulífeyrisþega hafi vænkast eftir hrunið og „þegar uppi var staðið jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, […] á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna jókst um 15%“. Ráðherra vísar hér í úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Öryrkjabandalagið. Þessi staðhæfing ráðherra og tímabilið sem vísað er til ber merki þess sem nefnist á góðri íslensku kirsuberjatínsla (e. cherry-picking). Annars vegar vegna þess að mikil kaupmáttarskerðing launa vinnandi fólks átti sér stað árin þar á undan. Á milli áranna 2006 og 2009 lækkaði vísitala launa um 7% að raunvirði á meðan örorkulífeyrir hækkaði um 1%. Og hins vegar eru árin 2016 og 2017, þegar bætur voru hækkaðar verulega, undanskilin frá tímabili ráðherrans. Í fjárlagafrumvarpi 2017 segir að „uppsöfnuð hækkun [bóta almannatrygginga] á þessum tveimur árum sé 17,9%.“[1] Samandregið hafa bætur hækkað um 43% að raunvirði frá 2007 til 2024 og vísitala launa hækkað um 42% yfir sama tímabil. Þá hafa bætur hækkað um 20% umfram launavísitölu frá árinu 1997. Ágætt er að taka hér fram að launavísitala mælir einnig aðrar kjarabætur, t.d. styttingu vinnuvikunnar og starfsaldurshækkanir, og hækkar því hraðar en laun skv. kjarasamningum. Gliðnunin sem ráðherra talar um hefur því sannarlega ekki átt sér stað, enda tryggir núverandi löggjöf nú þegar að kjör bótaþega haldi í við laun. Ég setti ekki út á þessa þróun í fyrri grein minni heldur benti á vankanta í fyrirhuguðum breytingum ráðherra. Í dag eru bætur tvítryggðar og taka mið af þróun bæði launa og verðlags. Í áformum ráðherra felst að í stað þess að taka mið af kjarasamningsbundnum hækkunum á vinnumarkaði skuli þess í stað miða við launavísitölu. Ráðherra segir að frumvarpið „[tryggi] öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við borðið“. Með þessu hækka bætur hins vegar sjálfkrafa umfram laun í efnahagslægðum. Um hvort tveggja er fjallað í greinargerð frumvarpsins. Þeir sem þiggja bætur munu þannig sitja framvegis skör ofar en vinnandi fólk. Í greinargerðinni segir einnig að „atvinnuleysisbætur [hafa] oftast tekið sömu hækkunum og bætur almannatrygginga.“ Þannig mun fyrirhuguð breyting ekki aðeins leiða til þess að bætur almannatrygginga hækki hraðar en laun heldur munu atvinnuleysisbætur gera það líka. Hér ættu viðvörunarbjöllur að byrja að hringja. Komi til þess að atvinnuleysisbætur verði hærri en lágmarkslaun eru hvatar til að taka að sér sum störf orðnir neikvæðir. Slíkt fyrirkomulag myndi seint teljast sjálfbært. Ráðherra segist stoltur leggja fram frumvarp sem „stöðvar kjaragliðnun lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði“ en raunin sýnir að þeirri niðurstöðu er þegar náð með núverandi kerfi og gott betur en það. Undirritaður telur að betur færi á því að stuðla að aðgerðum sem auka verðmætasköpun og með því velferð allra. Í þessu ferðalagi ráðherra er betur heima setið en af stað farið. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [i] Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útreikning launaþróunar.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2193.pdf [ii] Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0871.pdf [iii] Hagstofa íslands (2024). „Launavísitala, ársmeðaltöl frá árinu 1989“. Slóð: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/launavisitala/
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun