Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar 19. mars 2025 07:00 Það hefur komið á óvart, en þó um leið ekki, að sjá hvernig umræða um kílómetragjaldið hefur þróast, nú þegar frumvarp um málið er komið fram á ný. Þau sjónarmið hafa heyrst að vont sé að gjöld á jarðefnaeldsneyti, önnur en kolefnisgjaldið, verði afnumin. Ég taldi persónulega að fólk myndi taka því fagnandi að greiða minna við dæluna í hvert sinn sem það fyllti á tankinn, en hef orðið var við áhyggjur af því að olíufélögin muni nýta tækifærið til að maka krókinn á kostnað almennings. Það litla traust sem margir virðast bera til fyrirtækjanna sem selja okkur eldsneyti er kannski skiljanlegt. Fólk sem komið er yfir miðjan aldur talar stundum um sig sem kaldastríðsbörn. Ef þau eru það, þá má mögulega kalla mína kynslóð samráðsbörn. Fá innlend málefni voru meira í deiglunni þegar ég var að komast til meðvitundar um samfélagið upp úr aldamótum en ólögmætt samráð olíufélaganna. Til upprifjunar, þá höfðu stóru olíufélögin þrjú með sér ólögmætt samráð, sem stóð yfir í um áratug, frá því að frelsi var komið á með olíuviðskipti hérlendis á árunum 1991 til 1992. Þá hætti ríkið að hafa afskipti af verðlagningu og samningum um innflutning á eldsneyti. Samkeppni á markaði átti að tryggja hag neytenda og annarra viðskiptavina olíufélaganna. Það gerði hún því miður ekki. Félögin brugðust við nýfengnu frelsi með ólögmætu samráði sín á milli sem stóð linnulaust yfir, að minnsta kosti frá gildistöku samkeppnislaga árið 1993 og til loka árs 2001. Þegar skýrsla Samkeppnisstofnunar lá fyrir árið 2004 var niðurstaðan skýr. Brotin voru þaulskipulögð. Almenningi blöskraði. Fréttablaðið framkvæmdi viðhorfskönnun og spurði hvort forstjórar olíufélaganna ættu að svara til saka vegna samráðsins. Níutíu og níu prósent svarenda voru því sammála. Íslendingar hafa sjaldan verið jafn sammála um nokkurn hlut. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra kallaði málið eitt „grófasta og svívirðilegasta þjófnaðarmál sögunnar“ í umræðum um skýrslu Samkeppnisstofnunar á þingi. Eðlilega. Beinn ávinningur olíufélaganna þriggja af samráðinu var sagður ekki minni en 6,5 milljarðar króna (17 milljarðar núvirt) og heildarkostnaður samfélagsins vegna samráðsins var talinn um 40 milljarðar króna (111 milljarðar núvirt). Vantraustið gagnvart olíufélögunum situr greinilega enn í fólki. Kannski ekki okkur samráðsbörnunum, sem höfðum ekki fjárráð á þessum tíma, en mörgum af eldri kynslóðum. Aðhaldið er í okkar höndum Mér er þó mjög til efs að þetta sama fólk vilji snúa aftur til þeirra tíma er ríkisvaldið handstýrði verðinu á eldsneyti til neytenda og annaðist samninga um olíukaup fyrir bensínstöðvar á Íslandi. Samkeppnisumhverfi olíufélaganna hefur færst til betri vegar frá fyrri tímum undir vökulu auga Samkeppniseftirlitsins og fleiri aðila eins og hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, samtaka neytenda og svo auðvitað fjölmiðla. Nýir aðilar hafa komið inn á markaðinn og hrist upp í honum. Stór hluti eldneytismarkaðarins er í eigu skráðra félaga sem eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Það má þó, sem áður segir, hafa skilning á því að fólk vantreysti olíufélögunum í ljósi sögunnar. Að sama skapi má segja að þau sem stýra verðlagningunni á eldsneyti standi frammi fyrir ákveðnum freistnivanda þegar álögur ríkisins á eldsneytið sem þau selja minnka snarlega með einu pennastriki. Það mun eflaust brengla verðvitund neytenda. Um 450 milljón lítrum eldsneytis er dælt á ökutæki landsins á hverju ári. Hver króna í hækkuðu meðalútsöluverði samsvarar því 450 milljónum króna árlega, sem myndu renna frá almenningi og atvinnulífi í landinu til olíufélaganna. Það er mikilvægt að olíufélögin finni fyrir aðhaldi við þessar aðstæður. Það var því gott að heyra frá ráðherra nýlega að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði átt í samtali við verðlagseftirlit ASÍ um að viðhafa eftirlit með verði á eldsneyti í tengslum við þessar breytingar. Afgangurinn af aðhaldinu er svo í höndum okkar neytenda. Verum vakandi fyrir þróuninni. Afnám opinberra gjalda samhliða upptöku nýs og skynsamlegs kílómetragjalds á ekki að fela í sér tækifæri fyrir olíufélög til að auka framlegð sína. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar, fæddur 1991 og keyrir dísilbíl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Bensín og olía Kílómetragjald Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Sjá meira
Það hefur komið á óvart, en þó um leið ekki, að sjá hvernig umræða um kílómetragjaldið hefur þróast, nú þegar frumvarp um málið er komið fram á ný. Þau sjónarmið hafa heyrst að vont sé að gjöld á jarðefnaeldsneyti, önnur en kolefnisgjaldið, verði afnumin. Ég taldi persónulega að fólk myndi taka því fagnandi að greiða minna við dæluna í hvert sinn sem það fyllti á tankinn, en hef orðið var við áhyggjur af því að olíufélögin muni nýta tækifærið til að maka krókinn á kostnað almennings. Það litla traust sem margir virðast bera til fyrirtækjanna sem selja okkur eldsneyti er kannski skiljanlegt. Fólk sem komið er yfir miðjan aldur talar stundum um sig sem kaldastríðsbörn. Ef þau eru það, þá má mögulega kalla mína kynslóð samráðsbörn. Fá innlend málefni voru meira í deiglunni þegar ég var að komast til meðvitundar um samfélagið upp úr aldamótum en ólögmætt samráð olíufélaganna. Til upprifjunar, þá höfðu stóru olíufélögin þrjú með sér ólögmætt samráð, sem stóð yfir í um áratug, frá því að frelsi var komið á með olíuviðskipti hérlendis á árunum 1991 til 1992. Þá hætti ríkið að hafa afskipti af verðlagningu og samningum um innflutning á eldsneyti. Samkeppni á markaði átti að tryggja hag neytenda og annarra viðskiptavina olíufélaganna. Það gerði hún því miður ekki. Félögin brugðust við nýfengnu frelsi með ólögmætu samráði sín á milli sem stóð linnulaust yfir, að minnsta kosti frá gildistöku samkeppnislaga árið 1993 og til loka árs 2001. Þegar skýrsla Samkeppnisstofnunar lá fyrir árið 2004 var niðurstaðan skýr. Brotin voru þaulskipulögð. Almenningi blöskraði. Fréttablaðið framkvæmdi viðhorfskönnun og spurði hvort forstjórar olíufélaganna ættu að svara til saka vegna samráðsins. Níutíu og níu prósent svarenda voru því sammála. Íslendingar hafa sjaldan verið jafn sammála um nokkurn hlut. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra kallaði málið eitt „grófasta og svívirðilegasta þjófnaðarmál sögunnar“ í umræðum um skýrslu Samkeppnisstofnunar á þingi. Eðlilega. Beinn ávinningur olíufélaganna þriggja af samráðinu var sagður ekki minni en 6,5 milljarðar króna (17 milljarðar núvirt) og heildarkostnaður samfélagsins vegna samráðsins var talinn um 40 milljarðar króna (111 milljarðar núvirt). Vantraustið gagnvart olíufélögunum situr greinilega enn í fólki. Kannski ekki okkur samráðsbörnunum, sem höfðum ekki fjárráð á þessum tíma, en mörgum af eldri kynslóðum. Aðhaldið er í okkar höndum Mér er þó mjög til efs að þetta sama fólk vilji snúa aftur til þeirra tíma er ríkisvaldið handstýrði verðinu á eldsneyti til neytenda og annaðist samninga um olíukaup fyrir bensínstöðvar á Íslandi. Samkeppnisumhverfi olíufélaganna hefur færst til betri vegar frá fyrri tímum undir vökulu auga Samkeppniseftirlitsins og fleiri aðila eins og hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, samtaka neytenda og svo auðvitað fjölmiðla. Nýir aðilar hafa komið inn á markaðinn og hrist upp í honum. Stór hluti eldneytismarkaðarins er í eigu skráðra félaga sem eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Það má þó, sem áður segir, hafa skilning á því að fólk vantreysti olíufélögunum í ljósi sögunnar. Að sama skapi má segja að þau sem stýra verðlagningunni á eldsneyti standi frammi fyrir ákveðnum freistnivanda þegar álögur ríkisins á eldsneytið sem þau selja minnka snarlega með einu pennastriki. Það mun eflaust brengla verðvitund neytenda. Um 450 milljón lítrum eldsneytis er dælt á ökutæki landsins á hverju ári. Hver króna í hækkuðu meðalútsöluverði samsvarar því 450 milljónum króna árlega, sem myndu renna frá almenningi og atvinnulífi í landinu til olíufélaganna. Það er mikilvægt að olíufélögin finni fyrir aðhaldi við þessar aðstæður. Það var því gott að heyra frá ráðherra nýlega að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði átt í samtali við verðlagseftirlit ASÍ um að viðhafa eftirlit með verði á eldsneyti í tengslum við þessar breytingar. Afgangurinn af aðhaldinu er svo í höndum okkar neytenda. Verum vakandi fyrir þróuninni. Afnám opinberra gjalda samhliða upptöku nýs og skynsamlegs kílómetragjalds á ekki að fela í sér tækifæri fyrir olíufélög til að auka framlegð sína. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar, fæddur 1991 og keyrir dísilbíl
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun