Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir, Laufey Elísabet Gissurardóttir, Magnús Þór Jónsson, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 19. mars 2025 15:30 Undirritaðir formenn fagfélaga innan heilbrigðis- og menntagreina harma þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin og varðar geðendurhæfingu ungs fólks sem nýtur þjónustu Janusar endurhæfingar. Við lýsum yfir djúpum áhyggjum af stöðu og heilsu unga fólksins sem býr við flókinn og fjölþættan vanda. Samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Sjúkratrygginga Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs þann 3. mars, verður gildandi þjónustusamningur ekki endurnýjaður. Janus endurhæfing sem hefur rekið starfsemi sína í 25 ár hefur nú sagt upp öllu starfsfólki og eru nauðbeygð til að skella í lás 1. júní næstkomandi. Ekkert sambærilegt úrræði til staðar Hjá Janusi er veitt þverfagleg geðendurhæfing sem hefur sannað gildi sitt með því að veita ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda er hamlar þátttöku þeirra í daglegu lífi, þverfaglegan stuðning, úrræði og tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu. Ýmislegt liggur að baki svo sem þroskaraskanir, geðrænar áskoranir, áföll og viðkvæm félagsleg staða. Mörg eru á einhverfurófi og hafa komið að lokuðum dyrum víðast hvar í kerfinu eftir að grunn- eða framhaldsskóla sleppir. Unga fólkið á oft langa sögu um félagslega einangrun og vanlíðan auk þess sem þátttaka í námi eða vinnu hefur verið takmörkuð. Óvissan um framtíðina veldur alvarlegu bakslagi í færni og líðan. Sérstaða geðendurhæfingar á vegum Janusar er sú að þjónustan er einstaklingsmiðuð, heildstæð og samþætt, veitt af fagfólki með sérþekkingu á málaflokknum. Má þar nefna félagsráðgjafa, geðlækna, iðjuþjálfa og sálfræðinga. Starfsemin er öll undir sama þaki og staðsetning í nálægð við almenningssamgöngur. Byggt á vísindum Þjónusta Janusar byggir á gagnreyndum aðferðum endurhæfingar og nýjustu þekkingu. Nýsköpun og þróun er í forgrunni þar sem nýttar eru tæknilausnir til að bæta aðferðir, þjónustuferli og skilvirkni. Áhersla er lögð á að efla færni þáttakenda til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi, miðað við þarfir og aðstæður hvers og eins. Þekkt er að endurhæfing hjá þessum hópi tekur lengri tíma en almennt gerist, ferlið er brothættara og þörf er fyrir öflugri stuðning og eftirfylgd. Í öllu endurhæfingarferlinu er unnið í nánu samstarfi fagfólks, þátttakanda og aðstandenda hans. Markmiðið er að útskrifa þátttakendur þegar það er raunhæft og nám, atvinna eða virk atvinnuleit taki við. Á undanförnum árum hafa að jafnaði 50-60% þátttakenda náð markmiðum sínum, sjá hér. Fjárfestum í unga fólkinu Við þurfum sem samfélag að gera betur til að mæta þörfum ungs fólks í viðkvæmri stöðu. Þau sem hvorki eru í vinnu eða námi, NEET hópurinn (e.Not in Education, Employment, or Training) er um 6% fólks á aldrinum 16-29 ára, sjá hér. Ef ekkert er að gert getur samfélagslegur kostnaður numið allt að 1-2% af landsframleiðslu. Á Íslandi gæti þessi tala hlaupið átugum milljarða króna árlega. Það er bæði félagslega og efnahagslega skynsamlegt að fjárfesta í endurhæfingu og stuðningi við þennan hóp ungs fólks. Starfsemi eins og Janus endurhæfing, getur skilað margföldum samfélagslegum ávinningi. Skorað er á ríkisstjórn Íslands að standa við stefnuyfirlýsingar sínar og veita nægjanlegu fjármagni til áframhaldandi reksturs Janusar endurhæfingar. Þannig er unnt að tryggja starfstengda geðendurhæfingu fyrir ungt fólk með fjölþættar áskoranir! Verði þetta mikilvæga úrræði lagt niður mun ómetanleg fagþekking og reynsla tapast. Höfundar eru Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og Þóra Leósdóttir, formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Undirritaðir formenn fagfélaga innan heilbrigðis- og menntagreina harma þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin og varðar geðendurhæfingu ungs fólks sem nýtur þjónustu Janusar endurhæfingar. Við lýsum yfir djúpum áhyggjum af stöðu og heilsu unga fólksins sem býr við flókinn og fjölþættan vanda. Samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu Sjúkratrygginga Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs þann 3. mars, verður gildandi þjónustusamningur ekki endurnýjaður. Janus endurhæfing sem hefur rekið starfsemi sína í 25 ár hefur nú sagt upp öllu starfsfólki og eru nauðbeygð til að skella í lás 1. júní næstkomandi. Ekkert sambærilegt úrræði til staðar Hjá Janusi er veitt þverfagleg geðendurhæfing sem hefur sannað gildi sitt með því að veita ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda er hamlar þátttöku þeirra í daglegu lífi, þverfaglegan stuðning, úrræði og tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu. Ýmislegt liggur að baki svo sem þroskaraskanir, geðrænar áskoranir, áföll og viðkvæm félagsleg staða. Mörg eru á einhverfurófi og hafa komið að lokuðum dyrum víðast hvar í kerfinu eftir að grunn- eða framhaldsskóla sleppir. Unga fólkið á oft langa sögu um félagslega einangrun og vanlíðan auk þess sem þátttaka í námi eða vinnu hefur verið takmörkuð. Óvissan um framtíðina veldur alvarlegu bakslagi í færni og líðan. Sérstaða geðendurhæfingar á vegum Janusar er sú að þjónustan er einstaklingsmiðuð, heildstæð og samþætt, veitt af fagfólki með sérþekkingu á málaflokknum. Má þar nefna félagsráðgjafa, geðlækna, iðjuþjálfa og sálfræðinga. Starfsemin er öll undir sama þaki og staðsetning í nálægð við almenningssamgöngur. Byggt á vísindum Þjónusta Janusar byggir á gagnreyndum aðferðum endurhæfingar og nýjustu þekkingu. Nýsköpun og þróun er í forgrunni þar sem nýttar eru tæknilausnir til að bæta aðferðir, þjónustuferli og skilvirkni. Áhersla er lögð á að efla færni þáttakenda til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi, miðað við þarfir og aðstæður hvers og eins. Þekkt er að endurhæfing hjá þessum hópi tekur lengri tíma en almennt gerist, ferlið er brothættara og þörf er fyrir öflugri stuðning og eftirfylgd. Í öllu endurhæfingarferlinu er unnið í nánu samstarfi fagfólks, þátttakanda og aðstandenda hans. Markmiðið er að útskrifa þátttakendur þegar það er raunhæft og nám, atvinna eða virk atvinnuleit taki við. Á undanförnum árum hafa að jafnaði 50-60% þátttakenda náð markmiðum sínum, sjá hér. Fjárfestum í unga fólkinu Við þurfum sem samfélag að gera betur til að mæta þörfum ungs fólks í viðkvæmri stöðu. Þau sem hvorki eru í vinnu eða námi, NEET hópurinn (e.Not in Education, Employment, or Training) er um 6% fólks á aldrinum 16-29 ára, sjá hér. Ef ekkert er að gert getur samfélagslegur kostnaður numið allt að 1-2% af landsframleiðslu. Á Íslandi gæti þessi tala hlaupið átugum milljarða króna árlega. Það er bæði félagslega og efnahagslega skynsamlegt að fjárfesta í endurhæfingu og stuðningi við þennan hóp ungs fólks. Starfsemi eins og Janus endurhæfing, getur skilað margföldum samfélagslegum ávinningi. Skorað er á ríkisstjórn Íslands að standa við stefnuyfirlýsingar sínar og veita nægjanlegu fjármagni til áframhaldandi reksturs Janusar endurhæfingar. Þannig er unnt að tryggja starfstengda geðendurhæfingu fyrir ungt fólk með fjölþættar áskoranir! Verði þetta mikilvæga úrræði lagt niður mun ómetanleg fagþekking og reynsla tapast. Höfundar eru Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og Þóra Leósdóttir, formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun