Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar 20. mars 2025 15:03 Allt frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð hefur mikil umræða verið um strandveiðar og svokallaða 48 daga sem þeim tengjast. Er engu líkara að hér sé um svo stórt mál að ræða að jafnvel embættisfærslur Bandaríkjaforseta, stríðið í Úkraínu og varnarmál í Evrópu valda minna hugarangri hjá auðugustu öflum í samfélaginu. Það sem einkennt hefur þessa umræðu er aðallega forhert hagsmunagæsla, fordómar og vanþekking og hafa þeir oft haft hæst sem minnst vita um strandveiðar, eðli þeirra og umfang. Hér verður því vakin athygli á nokkrum atriðum sem þeim tengjast. Sjö ára gömul lög Lög um strandveiðar með allt að 12 daga veiðiheimildir í fjóra mánuði að sumarlagi voru fyrst samþykkt á Alþingi 2018. Allmikill meirihluti þingmanna greiddi þeim atkvæði ekki síst vegna þess að „keppnisþáttur“ í kerfinu fram að því hafði augljósa slysahættu í för með sér. Þá var talið nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í kerfinu bæði gagnvart útgerðum smábáta, sjómönnum og fiskkaupendum og tryggja jafnræði milli landsvæða. Þessi lög eru því ekki ný á nálinni eins og oft hefur mátt skilja á upphrópandi umræðu síðustu mánuði. Inn í þessi lög var hins vegar sett ákvæði um að færi heildarstrandveiðiafli umfram tiltekið magn sem áætlað var í þessar veiðar skyldi Fiskistofa stöðva þær. Veiðarnar 2018 og 2019 Fyrstu tvö árin sem þessi lög giltu var afli ekki meiri en svo að allur strandveiðiflotinn fékk að róa þessa 48 daga og stóðu veiðarnar því út ágúst bæði árin. Almenn ánægja var með fyrirkomulagið og gilti þá einu hvaðan menn réru enda fengu allir landshlutar þá jafnt aðgengi að sínum miðum á hagstæðum tíma. Þekkt er að besti veiðitíminn fyrir Vesturlandi er í maí meðan ágúst gefur mest af fiski úti fyrir Austurlandi. Fróðlegt er að skoða hvernig sóknin var á flotanum þegar menn höfðu alla 48 dagana til að róa. Meðalróðrafjöldi á bát á þessum vertíðum báðum var rúmlega 26 (tuttugu og sex). Þannig nýttist mönnum að jafnaði innan við 55% af þeim dögum sem menn máttu róa. Skiptu gæftir þar áreiðanleg miklu en einnig sú staða að ekki þurfti að keppast við að ná róðrum áður en veiðar yrðu stöðvaðar. Rétt er að benda á að einungis um 2-3% af öllum flotanum náði að róa alla 48 dagana! Þá var meðalafli í róðri í kringum 600 kg á þessum árum. Keppniskerfið innleitt aftur Frá árinu 2020 og allt fram á árið 2024 hefur verið aukin þorskgengd á miðunum umhverfis landið. Aukning á aflaheimildum til strandveiða fylgdi hins vegar ekki með, afli varð meiri í hverjum róðri og bátum fjölgaði nokkuð. Þetta leiddi til þess að strandveiðar voru stöðvaðar 19. ágúst 2020. Var þá aftur komin keppnisþáttur inn í kerfið þar sem menn sóttu stíft þegar fyrirsjáanleg stöðvun veiðanna varð ljós fljótlega eftir miðja vertíð. Næstu ár versnaði staðan enn frekar með meiri meðalafla í róðri og jafnvel skerðingum á heimildum. Lítilsháttar aukning varð á bátafjölda en þó skipti sóknarkapp og keppni milli svæða og staða mestu máli. Síðustu ár hefur þessi þróun keyrt um þverbak og vertíð lokið um eða fyrir miðjan júlí með tilheyrandi glæfrasjósókn á stundum, mismunun milli svæða og óhagræði fyrir alla. Hvar á að taka aukningu á strandveiðiafla? Ein allra vinsælsta „mantran“ sem kyrjuð er í hagsmunagæsluhópunum og fjölmiðlum er stóra spurningin um hvar eigi að taka hugsanlega aukinn afla í samskonar 48 daga kerfi eins og var árið 2018 og 2019. Til að svara því er rétt að minna á 1. gr. laga um stjórn fiskveiða en þar segir: “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum”. Samkvæmt þessu ákvæði er augljósa svarið við ofangreindri spurningu sú að strandveiðiaflann á að taka úr sameign þjóðarinnar í sjónum. Núverandi kvótahafar eiga samkvæmt lögum ekki einn einasta fisk á Íslandsmiðum og af þeim verður því ekkert tekið. Minna má á að fyrir tveimur árum var gerð könnun á afstöðu þjóðarinnar til strandveiða og sögðu 72% hennar sig hlynnt því að þær yrðu auknar. Það er því breiður stuðningur við auknar strandveiðar meðal þjóðarinnar, öfugt við það sem er að finna við útgerðir stórfyrirtækjanna. Lokaorð Ég treysti því að stjórnvöld sjái í gegnum málfutning þeirra sem hæst hrópa gegn strandveiðum enda hafa þau mótað skýra stefnu um að festa þessar veiðar í sessi. Það er flestum ljóst að veiðar með handfærum eru umhverfisvænustu veiðar sem til eru, þær geta aldrei ógnað fiskistofnum og þær eru hluti af sögu okkar, menningu og atvinnurétti í meira en 1000 ár. Mikill meirihluti aflans er eftirsótt vara á mörkuðum og er seldur á hæstu fiskverðum hvers sumars. Málflutningur eins og verið hefur á lofti síðustu þrjá mánuði minnir helst á falsfréttir samtímans. Það er mál að linni. Höfundur er veðurfræðingur og formaður Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð hefur mikil umræða verið um strandveiðar og svokallaða 48 daga sem þeim tengjast. Er engu líkara að hér sé um svo stórt mál að ræða að jafnvel embættisfærslur Bandaríkjaforseta, stríðið í Úkraínu og varnarmál í Evrópu valda minna hugarangri hjá auðugustu öflum í samfélaginu. Það sem einkennt hefur þessa umræðu er aðallega forhert hagsmunagæsla, fordómar og vanþekking og hafa þeir oft haft hæst sem minnst vita um strandveiðar, eðli þeirra og umfang. Hér verður því vakin athygli á nokkrum atriðum sem þeim tengjast. Sjö ára gömul lög Lög um strandveiðar með allt að 12 daga veiðiheimildir í fjóra mánuði að sumarlagi voru fyrst samþykkt á Alþingi 2018. Allmikill meirihluti þingmanna greiddi þeim atkvæði ekki síst vegna þess að „keppnisþáttur“ í kerfinu fram að því hafði augljósa slysahættu í för með sér. Þá var talið nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í kerfinu bæði gagnvart útgerðum smábáta, sjómönnum og fiskkaupendum og tryggja jafnræði milli landsvæða. Þessi lög eru því ekki ný á nálinni eins og oft hefur mátt skilja á upphrópandi umræðu síðustu mánuði. Inn í þessi lög var hins vegar sett ákvæði um að færi heildarstrandveiðiafli umfram tiltekið magn sem áætlað var í þessar veiðar skyldi Fiskistofa stöðva þær. Veiðarnar 2018 og 2019 Fyrstu tvö árin sem þessi lög giltu var afli ekki meiri en svo að allur strandveiðiflotinn fékk að róa þessa 48 daga og stóðu veiðarnar því út ágúst bæði árin. Almenn ánægja var með fyrirkomulagið og gilti þá einu hvaðan menn réru enda fengu allir landshlutar þá jafnt aðgengi að sínum miðum á hagstæðum tíma. Þekkt er að besti veiðitíminn fyrir Vesturlandi er í maí meðan ágúst gefur mest af fiski úti fyrir Austurlandi. Fróðlegt er að skoða hvernig sóknin var á flotanum þegar menn höfðu alla 48 dagana til að róa. Meðalróðrafjöldi á bát á þessum vertíðum báðum var rúmlega 26 (tuttugu og sex). Þannig nýttist mönnum að jafnaði innan við 55% af þeim dögum sem menn máttu róa. Skiptu gæftir þar áreiðanleg miklu en einnig sú staða að ekki þurfti að keppast við að ná róðrum áður en veiðar yrðu stöðvaðar. Rétt er að benda á að einungis um 2-3% af öllum flotanum náði að róa alla 48 dagana! Þá var meðalafli í róðri í kringum 600 kg á þessum árum. Keppniskerfið innleitt aftur Frá árinu 2020 og allt fram á árið 2024 hefur verið aukin þorskgengd á miðunum umhverfis landið. Aukning á aflaheimildum til strandveiða fylgdi hins vegar ekki með, afli varð meiri í hverjum róðri og bátum fjölgaði nokkuð. Þetta leiddi til þess að strandveiðar voru stöðvaðar 19. ágúst 2020. Var þá aftur komin keppnisþáttur inn í kerfið þar sem menn sóttu stíft þegar fyrirsjáanleg stöðvun veiðanna varð ljós fljótlega eftir miðja vertíð. Næstu ár versnaði staðan enn frekar með meiri meðalafla í róðri og jafnvel skerðingum á heimildum. Lítilsháttar aukning varð á bátafjölda en þó skipti sóknarkapp og keppni milli svæða og staða mestu máli. Síðustu ár hefur þessi þróun keyrt um þverbak og vertíð lokið um eða fyrir miðjan júlí með tilheyrandi glæfrasjósókn á stundum, mismunun milli svæða og óhagræði fyrir alla. Hvar á að taka aukningu á strandveiðiafla? Ein allra vinsælsta „mantran“ sem kyrjuð er í hagsmunagæsluhópunum og fjölmiðlum er stóra spurningin um hvar eigi að taka hugsanlega aukinn afla í samskonar 48 daga kerfi eins og var árið 2018 og 2019. Til að svara því er rétt að minna á 1. gr. laga um stjórn fiskveiða en þar segir: “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum”. Samkvæmt þessu ákvæði er augljósa svarið við ofangreindri spurningu sú að strandveiðiaflann á að taka úr sameign þjóðarinnar í sjónum. Núverandi kvótahafar eiga samkvæmt lögum ekki einn einasta fisk á Íslandsmiðum og af þeim verður því ekkert tekið. Minna má á að fyrir tveimur árum var gerð könnun á afstöðu þjóðarinnar til strandveiða og sögðu 72% hennar sig hlynnt því að þær yrðu auknar. Það er því breiður stuðningur við auknar strandveiðar meðal þjóðarinnar, öfugt við það sem er að finna við útgerðir stórfyrirtækjanna. Lokaorð Ég treysti því að stjórnvöld sjái í gegnum málfutning þeirra sem hæst hrópa gegn strandveiðum enda hafa þau mótað skýra stefnu um að festa þessar veiðar í sessi. Það er flestum ljóst að veiðar með handfærum eru umhverfisvænustu veiðar sem til eru, þær geta aldrei ógnað fiskistofnum og þær eru hluti af sögu okkar, menningu og atvinnurétti í meira en 1000 ár. Mikill meirihluti aflans er eftirsótt vara á mörkuðum og er seldur á hæstu fiskverðum hvers sumars. Málflutningur eins og verið hefur á lofti síðustu þrjá mánuði minnir helst á falsfréttir samtímans. Það er mál að linni. Höfundur er veðurfræðingur og formaður Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun