Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 20. mars 2025 16:00 Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það gleður okkur hversu afdráttarlaust ráðherrann styður sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og hversu skilmerkilega hann bendir á að fatlað fólk er ekki að biðja um mikið, einungis að njóta sömu réttinda og allir aðrir. Markmið samningins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu á ríki sem hafa fullgilt og lögfest samninginn. Líkt og félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hefur ítrekað bent á er krafan langt frá því að vera ósanngjörn eða óraunhæf. Auðvitað ætti þetta bara að vera sjálfsagt mál. Markmið samningsins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Og við tökum undir þá spurningu sem ráðherra lagði ítrekað fram þegar hann mælti fyrir frumvarpinu: Hver getur verið á móti því? Stjórnvöld bera ábyrgð á að fjarlægja hindranir í samfélaginu. Við tökum einnig undir með félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum þingmönnum sem stigið hafa í pontu Alþingis og krafist þess að krónur og aurar verði ekki lengur meginstefið í umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks. Fötlun er hluti af mannlegum margbreytileika, eins og fram hefur komið í umræðu um frumvarpið á Alþingi. Stærsta hindrunin í lífi fatlaðs fólks er samfélag sem tekur ekki mið af fjölbreyttum þörfum, og býður ekki upp á jöfn tækifæri. Það kostar peninga að reka samfélag og það kostar kannski líka peninga að leiðrétta þá kerfisvillu sem varð til þegar þarfir, geta og hæfileikar fatlaðs fólks voru jaðarsettir eða útilokaðir. En, það eru stjórnvöld sem bera þá ábyrgð. Það er ósanngjarnt og ólíðandi að velta fjárhagslegri ábyrgð á slíku klúðri yfir á fatlað fólk. Við fögnum þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi um málefni fatlaðs fólks í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, og við hvetjum Alþingi til þess að samþykkja frumvarpið og lögfesta samninginn með hraði. Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og frumvarpinu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri ÞroskahjálparUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mannréttindi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það gleður okkur hversu afdráttarlaust ráðherrann styður sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og hversu skilmerkilega hann bendir á að fatlað fólk er ekki að biðja um mikið, einungis að njóta sömu réttinda og allir aðrir. Markmið samningins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu á ríki sem hafa fullgilt og lögfest samninginn. Líkt og félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hefur ítrekað bent á er krafan langt frá því að vera ósanngjörn eða óraunhæf. Auðvitað ætti þetta bara að vera sjálfsagt mál. Markmið samningsins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Og við tökum undir þá spurningu sem ráðherra lagði ítrekað fram þegar hann mælti fyrir frumvarpinu: Hver getur verið á móti því? Stjórnvöld bera ábyrgð á að fjarlægja hindranir í samfélaginu. Við tökum einnig undir með félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum þingmönnum sem stigið hafa í pontu Alþingis og krafist þess að krónur og aurar verði ekki lengur meginstefið í umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks. Fötlun er hluti af mannlegum margbreytileika, eins og fram hefur komið í umræðu um frumvarpið á Alþingi. Stærsta hindrunin í lífi fatlaðs fólks er samfélag sem tekur ekki mið af fjölbreyttum þörfum, og býður ekki upp á jöfn tækifæri. Það kostar peninga að reka samfélag og það kostar kannski líka peninga að leiðrétta þá kerfisvillu sem varð til þegar þarfir, geta og hæfileikar fatlaðs fólks voru jaðarsettir eða útilokaðir. En, það eru stjórnvöld sem bera þá ábyrgð. Það er ósanngjarnt og ólíðandi að velta fjárhagslegri ábyrgð á slíku klúðri yfir á fatlað fólk. Við fögnum þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi um málefni fatlaðs fólks í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, og við hvetjum Alþingi til þess að samþykkja frumvarpið og lögfesta samninginn með hraði. Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og frumvarpinu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri ÞroskahjálparUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar