Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar 26. mars 2025 13:01 Nýverið og margendurtekið segir Örn Pálsson, framkv.stj. LS, að 72% þjóðarinnar sé fylgjandi strandveiðum og ríkisstjórnin ætli sér nú, í þessum málaflokki, að fara að vilja þjóðarinnar. Örn veit samt, þótt hann eigi þessar tölur eftir einhverja könnun, að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um það hvernig strandveiðar ganga fyrir sig og hve mikil óþarfa sóun fylgir þeim. Undirritaður ákvað því, eina ferðina enn, að skýra málið í stuttri grein ef einhver vildi fræðast um þessi mál. Veiðikerfið eins og það hefur verið: Bátur sem fengið hefur strandveiðileyfi má fara 12 róðra í hverjum mánuði. Hann má samt ekki róa föstud, laugard, og sunnudaga. Þetta þýðir m.a. að margir eiga í erfiðleikum, vegna veðurs, með að ná þessum 12 dögum. Það þýðir þá líka að menn verða að róa litlum bátum í verri veðrum sem er alls ekki til þess fallið að auka öryggi þessara aðila. Annars missa menn bara af dögum. Þetta þýðir líka að til að ná degi og menn komast ekki langt út þá fara þeir í lélegan og verðlítinn fisk bara til að fá eitthvað út úr annars ónýttum degi. Hver bátur má veiða 775 kg af ósl. þorski á hverjum róðrardegi. Ef hann kemur með meira þá þarf hann að endurgreiða fullt aflaverðmæti þess til ríkissjóðs (Fiskistofu), ásamt löndunarkostnaði o.fl. Það er nánast ómögulegt að hitta nákvæmlega á þessa vigt og því fara menn oft yfir vigtina til þess að vera öruggir um að hafa náð skammti. Þetta getur líka þýtt að ef menn hafa verið í verðlitlum fiski í byrjun dags og enda svo í dýrari fiski í lokin þá henda þeir dauðum smáfiski á heimleiðinni. Við þessa iðju hafa menn verið staðnir að verki. Þetta gera þeir til að minnka sektina sem hlýst af því að fara yfir á magninu. Ætli umrædd 72% þjóðarinnar átti sig á þessum sóðaskap? Hver bátur má hafa 4 færarúllur og má hann aðeins vera 14 tíma úr höfn og aftur í höfn. Þetta er auðvitað fáránlegt þegar það er svo líka þak á magninu. En þetta kemur sér vel fyrir hraðskreiðari báta. Þá fer styttri tími í ferðalög út og aftur heim. Hins vegar afleitt fyrir hæggenga báta. Sumir bátar ganga mest 8sm á klst. Aðrir ganga upp í 22sm á klukkustund. Þessir hraðskreiðari bátar eru eðlilega dýrari og flestir þeirra eru í eigu manna sem selt hafa frá sér kvóta og eru alveg himinlifandi yfir því að fá að koma aftur inn í kerfið til að leika sér. Þeim er skítsama um olíueyðsluna og annan kostnað og þ.a.l. afkomuna af veiðunum. Þeir eru bara komnir ,,út að leika“ í boði þess sem eitt sinn voru Vinstri Grænir og komu þessari vitleysu í gang, þá á atkvæðaveiðum líkt og Flokkur Fólksins gerði núna. Þetta eru eðlilega líka bátarnir sem hafa mestu möguleikana á að ná skammtinum. Svo er heildarpottur fyrir allan pakkann kannski 11.000 tonn. Þegar hann er búinn þá er leikurinn flautaður af. Undanfarin ár ca. viku af júlí. Þetta er því kapphlaup, bæði við tímann (klukkuna, 14 tíma reglan) og hina bátana í kerfinu. Ef þeim gengur illa þá verður heildarpotturinn drýgri. Í kapphlaupi (ólympískum veiðum) er miklu til kostað og í þessum veiðum þá er olíukostnaður helsti breytilegi kostnaðarliðurinn. Þarna er mikil sóun innbyggð í sjálft kerfið eins og gefur að skilja. Gríðarlega hátt hlutfall olíumagns per. kg. af fiski. Gangi allt upp, dagarnir 12 nást og skammtur alla daga þá getur mánaðaraflinn orðið 9,3 t. af þorski. Fari bátur með 200 olíulítra í róður, sem er sjálfssagt nærri meðaltali, þá verður mánaðareyðslan 2.400 l. á þessi 9,3 t. Þetta þýðir 258 l. á tonnið. Það hefur verið sýnt fram á það að með gáfulegra fyrirkomulagi þessara veiða má minnka olíueyðsluna um 60%. Undirritaður hefur ekkert á móti ,,strandveiðum“ og hefur tekið þátt í þeim flest árin fram að þessu, fyrst og fremst til að drýgja aðrar aflaheimildir. Einhver mynd af frelsi til handfæraveiða styður við aflamarkskerfið í heild og það er af því góða. Hitt er svo önnur saga hvernig aðferðarfræðin er. Núverandi fyrirkomulag er fiskveiðiþjóðinni til skammar. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar í júlí þá hafa verið komnir ca 12d í maí og 12 í júní og kannski 9 í júlí: samtals kannski 33d á bát þegar potturinn er búinn. Ef við breytum kerfinu í 48 daga þá mundu bætast við 15d. Þá gildir eftirfarandi reikningsdæmi ef meðaltalseyðsla er 200l. á dag og viðbótin yrði 15 dagar og bátarnir 710 (200l. X 15d. X 710 b.) Þetta eru 2,1 milljón lítrar. Kosta kannski 430 milljónir. Hvert verður kolefnissporið við brennsluna og flutninginn til landsins? Samt dettur mönnum það ennþá í hug að þetta séu umhverfisvænar veiðar. Hefur 72% þjóðarinnar verið talin trú um það? Athugið að hvað olíueyðslu varðar og smáfiskadráp þá eru handfæraveiðar alls ekki það sama og strandveiðar. Vonandi eru lesendur einhverju nær. Höfundur er sjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Nýverið og margendurtekið segir Örn Pálsson, framkv.stj. LS, að 72% þjóðarinnar sé fylgjandi strandveiðum og ríkisstjórnin ætli sér nú, í þessum málaflokki, að fara að vilja þjóðarinnar. Örn veit samt, þótt hann eigi þessar tölur eftir einhverja könnun, að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um það hvernig strandveiðar ganga fyrir sig og hve mikil óþarfa sóun fylgir þeim. Undirritaður ákvað því, eina ferðina enn, að skýra málið í stuttri grein ef einhver vildi fræðast um þessi mál. Veiðikerfið eins og það hefur verið: Bátur sem fengið hefur strandveiðileyfi má fara 12 róðra í hverjum mánuði. Hann má samt ekki róa föstud, laugard, og sunnudaga. Þetta þýðir m.a. að margir eiga í erfiðleikum, vegna veðurs, með að ná þessum 12 dögum. Það þýðir þá líka að menn verða að róa litlum bátum í verri veðrum sem er alls ekki til þess fallið að auka öryggi þessara aðila. Annars missa menn bara af dögum. Þetta þýðir líka að til að ná degi og menn komast ekki langt út þá fara þeir í lélegan og verðlítinn fisk bara til að fá eitthvað út úr annars ónýttum degi. Hver bátur má veiða 775 kg af ósl. þorski á hverjum róðrardegi. Ef hann kemur með meira þá þarf hann að endurgreiða fullt aflaverðmæti þess til ríkissjóðs (Fiskistofu), ásamt löndunarkostnaði o.fl. Það er nánast ómögulegt að hitta nákvæmlega á þessa vigt og því fara menn oft yfir vigtina til þess að vera öruggir um að hafa náð skammti. Þetta getur líka þýtt að ef menn hafa verið í verðlitlum fiski í byrjun dags og enda svo í dýrari fiski í lokin þá henda þeir dauðum smáfiski á heimleiðinni. Við þessa iðju hafa menn verið staðnir að verki. Þetta gera þeir til að minnka sektina sem hlýst af því að fara yfir á magninu. Ætli umrædd 72% þjóðarinnar átti sig á þessum sóðaskap? Hver bátur má hafa 4 færarúllur og má hann aðeins vera 14 tíma úr höfn og aftur í höfn. Þetta er auðvitað fáránlegt þegar það er svo líka þak á magninu. En þetta kemur sér vel fyrir hraðskreiðari báta. Þá fer styttri tími í ferðalög út og aftur heim. Hins vegar afleitt fyrir hæggenga báta. Sumir bátar ganga mest 8sm á klst. Aðrir ganga upp í 22sm á klukkustund. Þessir hraðskreiðari bátar eru eðlilega dýrari og flestir þeirra eru í eigu manna sem selt hafa frá sér kvóta og eru alveg himinlifandi yfir því að fá að koma aftur inn í kerfið til að leika sér. Þeim er skítsama um olíueyðsluna og annan kostnað og þ.a.l. afkomuna af veiðunum. Þeir eru bara komnir ,,út að leika“ í boði þess sem eitt sinn voru Vinstri Grænir og komu þessari vitleysu í gang, þá á atkvæðaveiðum líkt og Flokkur Fólksins gerði núna. Þetta eru eðlilega líka bátarnir sem hafa mestu möguleikana á að ná skammtinum. Svo er heildarpottur fyrir allan pakkann kannski 11.000 tonn. Þegar hann er búinn þá er leikurinn flautaður af. Undanfarin ár ca. viku af júlí. Þetta er því kapphlaup, bæði við tímann (klukkuna, 14 tíma reglan) og hina bátana í kerfinu. Ef þeim gengur illa þá verður heildarpotturinn drýgri. Í kapphlaupi (ólympískum veiðum) er miklu til kostað og í þessum veiðum þá er olíukostnaður helsti breytilegi kostnaðarliðurinn. Þarna er mikil sóun innbyggð í sjálft kerfið eins og gefur að skilja. Gríðarlega hátt hlutfall olíumagns per. kg. af fiski. Gangi allt upp, dagarnir 12 nást og skammtur alla daga þá getur mánaðaraflinn orðið 9,3 t. af þorski. Fari bátur með 200 olíulítra í róður, sem er sjálfssagt nærri meðaltali, þá verður mánaðareyðslan 2.400 l. á þessi 9,3 t. Þetta þýðir 258 l. á tonnið. Það hefur verið sýnt fram á það að með gáfulegra fyrirkomulagi þessara veiða má minnka olíueyðsluna um 60%. Undirritaður hefur ekkert á móti ,,strandveiðum“ og hefur tekið þátt í þeim flest árin fram að þessu, fyrst og fremst til að drýgja aðrar aflaheimildir. Einhver mynd af frelsi til handfæraveiða styður við aflamarkskerfið í heild og það er af því góða. Hitt er svo önnur saga hvernig aðferðarfræðin er. Núverandi fyrirkomulag er fiskveiðiþjóðinni til skammar. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar í júlí þá hafa verið komnir ca 12d í maí og 12 í júní og kannski 9 í júlí: samtals kannski 33d á bát þegar potturinn er búinn. Ef við breytum kerfinu í 48 daga þá mundu bætast við 15d. Þá gildir eftirfarandi reikningsdæmi ef meðaltalseyðsla er 200l. á dag og viðbótin yrði 15 dagar og bátarnir 710 (200l. X 15d. X 710 b.) Þetta eru 2,1 milljón lítrar. Kosta kannski 430 milljónir. Hvert verður kolefnissporið við brennsluna og flutninginn til landsins? Samt dettur mönnum það ennþá í hug að þetta séu umhverfisvænar veiðar. Hefur 72% þjóðarinnar verið talin trú um það? Athugið að hvað olíueyðslu varðar og smáfiskadráp þá eru handfæraveiðar alls ekki það sama og strandveiðar. Vonandi eru lesendur einhverju nær. Höfundur er sjómaður.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun