Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar 28. mars 2025 09:01 Upplifun mín sem aðstandandi sjúklings sem hefur þurft að leita mikið á kvennadeildina var fyrst til að byrja með góð (c.a 2022-2023). En núna síðasta ár hefur mér fundist verklag og framkoma starfsfólks hafa versnað til muna. Ég hef orðið vitni af miklum hroka lækna og hjúkrunarfólks í garð sjúklings. Ég hef heyrt lækna segja við sjúkling með Endó sem var lögð inn á deildina vegna verkja, að hún sé þarna til að sækjast eftir sterkum verkjalyfjum og að hún fái það sko ekki hjá þeim. Ég hef heyrt sérfræðing á kvennadeild skamma sjúkling fyrir að hafa þegið verkjalyf á bráðamóttökunni í Fossvogi. Ég hef orðið vitni af því hvernig starfsfólk kvennadeildarinnar breytir framkomu sinni til hins verra og verði hálfpartin fjandsamleg í garð sjúklings eftir að sjúklingur sendi inn formlegt kvörtunarbréf á LSH vegna slæmrar framkomu starfsfólks eftir innlögn á kvennadeild. Mér blöskrar hversu oft konur með endó þurfa að liggja þjáðar inn á kvennadeild jafnvel í nokkra sólarhringa því að það á bara að meðhöndla verki með mildari verkjalyfjum. Einnig blöskrar mér svörin sem ég fékk þegar ég spurði yfirlækni kvennadeildar afhverju ekki væri hægt að meðhöndla verstu verkjaköstin með hefðbundum bráða verkjalyfjum eins og gert er á Bráðamóttöku Fossvogi. Svörin sem ég fékk voru þau að þau væru rög við að nota slík lyf þar sem þau væru hrædd við þau. Að þessi deild sé kölluð BRÁÐAMÓTTAKA Kvennadeildar hljómar skrítið í mínum eyrum ef starfsfólk þar innanhús hafi ekki þekkingu við að nota bráðalyf sem einungis eru gefin á spítala. Enginn læknir á kvennadeild hefur samt sem áður verið hræddur við að skrifa út lyfseðla fyrir oxycontin, oxynorm eða morfín töflum án eftirfylgni eða fræðslu um að þessi lyf séu MJÖG ávanabindandi og geta valdið miklum fráhvörfum þó þau séu bara tekin í örfáa daga. Ég veit til þess að sjúklingur var útskrifuð af kvennadeild og ávísað oxycontin þegar hún var send heim. Eftir aðeins 8 daga notkun gat sjúklingurinn hætt að taka lyfin því verkirnir höfðu minnkað. Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna. Hún hringdi niður á kvennadeild og óskaði eftir því að hún fengi aðstoð við að trappa sig niður af þessum lyfjum svo hún þyrfti ekki að ganga í gegnum svona mikil fráhvarfseinkenni. Henni var neitað um það og sagt að kvennadeildin hefði ekki næga þekkingu til að veita slíka aðstoð og henni bent á að heyra í bráðamóttöku geðsviðs. Sjúklingur fór á geðdeild og óskaði eftir hjálp vegna fráhvarfseinkenna en þar var henni tjáð að bráðamóttaka væri ekki að aðstoða sjúklinga annarar deildar með niðurtröppun og að kvennadeildin ætti að sjá um þessi mál þar sem þetta væri sjúklingur frá þeim. Læknirinn á geðdeild var vægast sagt mjög hissa yfir þessu verklagi kvennadeildarinnar að skrifa út slík lyf með enga eftirfylgni eða aðstoð með niðurtröppun. Þetta bréf átti aldrei að fara neitt annað en til talskonu sjúklinga sem kvörtun. Ég ákvað að birta það hér þar sem ég sé ekki fram á breytingar á deildinni og var nýlega vitni af því þegar sjúklingur þurfti að fara í aðgerð, legnám og vegna fyrri reynslu var hún skiljanlega kvíðin og tvístígandi með að fara í þessa aðgerð. Það var lofað öllu fögru og henni sagt að búið væri að setja upp plan um verkjastillingu eftir aðgerð og hún þyrfti engu að kvíða. Eftir aðgerðina kom svo annað í ljós, bæði höfðu læknarnir gefið henni lyf sem hún bað sérstaklega um að ekki yrði notað og hún var illa verkjastillt og ekkert af þessu sem var lofað stóðst. Hún svaf ekki fyrir verkjum meðan hún lá inni eftir aðgerðina, sat undir leiðindar athugasemdum frá hjúkrunarfræðingum og ákvað því að útskrifa sig sjálf daginn eftir aðgerðina því hún gat ekki hugsað sér að dvelja þarna lengur. Ef engin vilji er til breytinga hjá deildinni og spítalanum sjálfum varðandi viðhorf og virðingu til þessara sjúklinga er lítið annað hægt en að kalla eftir þeim. Endósamtökin standa nú fyrir herferðinni: Þetta er allt í hausnum á þér. Herferðin byggir á setningum sem konur með endómetríósu hafa fengið að heyra þegar þær leita sér hjálpar innan heilbriðiskerfisins. Undirskriftarsöfnun er í gangi og verða undirskriftirnar afhentar heilbrigðisráðherra að loknum Endómars. Ég biðla til allra að skrifa undir og leggja samtökunum lið við að veita konum með endó góða umönnum. Ákallið hljómar svo :Við krefjumst þess að: heilbrigðisstarfsfólk hlusti á konur og fólk með endó, trúi þeim og geri ekki lítið úr reynslu þeirra stjórnvöld setji aukið fjármagn í úrræði fyrir konur og fólk með endó biðin eftir greiningu á endó sé stytt og að kerfið grípi fólk fyrr Hægt er að skrifa undir inn á sofnun.endo.is Höfundur er aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Upplifun mín sem aðstandandi sjúklings sem hefur þurft að leita mikið á kvennadeildina var fyrst til að byrja með góð (c.a 2022-2023). En núna síðasta ár hefur mér fundist verklag og framkoma starfsfólks hafa versnað til muna. Ég hef orðið vitni af miklum hroka lækna og hjúkrunarfólks í garð sjúklings. Ég hef heyrt lækna segja við sjúkling með Endó sem var lögð inn á deildina vegna verkja, að hún sé þarna til að sækjast eftir sterkum verkjalyfjum og að hún fái það sko ekki hjá þeim. Ég hef heyrt sérfræðing á kvennadeild skamma sjúkling fyrir að hafa þegið verkjalyf á bráðamóttökunni í Fossvogi. Ég hef orðið vitni af því hvernig starfsfólk kvennadeildarinnar breytir framkomu sinni til hins verra og verði hálfpartin fjandsamleg í garð sjúklings eftir að sjúklingur sendi inn formlegt kvörtunarbréf á LSH vegna slæmrar framkomu starfsfólks eftir innlögn á kvennadeild. Mér blöskrar hversu oft konur með endó þurfa að liggja þjáðar inn á kvennadeild jafnvel í nokkra sólarhringa því að það á bara að meðhöndla verki með mildari verkjalyfjum. Einnig blöskrar mér svörin sem ég fékk þegar ég spurði yfirlækni kvennadeildar afhverju ekki væri hægt að meðhöndla verstu verkjaköstin með hefðbundum bráða verkjalyfjum eins og gert er á Bráðamóttöku Fossvogi. Svörin sem ég fékk voru þau að þau væru rög við að nota slík lyf þar sem þau væru hrædd við þau. Að þessi deild sé kölluð BRÁÐAMÓTTAKA Kvennadeildar hljómar skrítið í mínum eyrum ef starfsfólk þar innanhús hafi ekki þekkingu við að nota bráðalyf sem einungis eru gefin á spítala. Enginn læknir á kvennadeild hefur samt sem áður verið hræddur við að skrifa út lyfseðla fyrir oxycontin, oxynorm eða morfín töflum án eftirfylgni eða fræðslu um að þessi lyf séu MJÖG ávanabindandi og geta valdið miklum fráhvörfum þó þau séu bara tekin í örfáa daga. Ég veit til þess að sjúklingur var útskrifuð af kvennadeild og ávísað oxycontin þegar hún var send heim. Eftir aðeins 8 daga notkun gat sjúklingurinn hætt að taka lyfin því verkirnir höfðu minnkað. Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna. Hún hringdi niður á kvennadeild og óskaði eftir því að hún fengi aðstoð við að trappa sig niður af þessum lyfjum svo hún þyrfti ekki að ganga í gegnum svona mikil fráhvarfseinkenni. Henni var neitað um það og sagt að kvennadeildin hefði ekki næga þekkingu til að veita slíka aðstoð og henni bent á að heyra í bráðamóttöku geðsviðs. Sjúklingur fór á geðdeild og óskaði eftir hjálp vegna fráhvarfseinkenna en þar var henni tjáð að bráðamóttaka væri ekki að aðstoða sjúklinga annarar deildar með niðurtröppun og að kvennadeildin ætti að sjá um þessi mál þar sem þetta væri sjúklingur frá þeim. Læknirinn á geðdeild var vægast sagt mjög hissa yfir þessu verklagi kvennadeildarinnar að skrifa út slík lyf með enga eftirfylgni eða aðstoð með niðurtröppun. Þetta bréf átti aldrei að fara neitt annað en til talskonu sjúklinga sem kvörtun. Ég ákvað að birta það hér þar sem ég sé ekki fram á breytingar á deildinni og var nýlega vitni af því þegar sjúklingur þurfti að fara í aðgerð, legnám og vegna fyrri reynslu var hún skiljanlega kvíðin og tvístígandi með að fara í þessa aðgerð. Það var lofað öllu fögru og henni sagt að búið væri að setja upp plan um verkjastillingu eftir aðgerð og hún þyrfti engu að kvíða. Eftir aðgerðina kom svo annað í ljós, bæði höfðu læknarnir gefið henni lyf sem hún bað sérstaklega um að ekki yrði notað og hún var illa verkjastillt og ekkert af þessu sem var lofað stóðst. Hún svaf ekki fyrir verkjum meðan hún lá inni eftir aðgerðina, sat undir leiðindar athugasemdum frá hjúkrunarfræðingum og ákvað því að útskrifa sig sjálf daginn eftir aðgerðina því hún gat ekki hugsað sér að dvelja þarna lengur. Ef engin vilji er til breytinga hjá deildinni og spítalanum sjálfum varðandi viðhorf og virðingu til þessara sjúklinga er lítið annað hægt en að kalla eftir þeim. Endósamtökin standa nú fyrir herferðinni: Þetta er allt í hausnum á þér. Herferðin byggir á setningum sem konur með endómetríósu hafa fengið að heyra þegar þær leita sér hjálpar innan heilbriðiskerfisins. Undirskriftarsöfnun er í gangi og verða undirskriftirnar afhentar heilbrigðisráðherra að loknum Endómars. Ég biðla til allra að skrifa undir og leggja samtökunum lið við að veita konum með endó góða umönnum. Ákallið hljómar svo :Við krefjumst þess að: heilbrigðisstarfsfólk hlusti á konur og fólk með endó, trúi þeim og geri ekki lítið úr reynslu þeirra stjórnvöld setji aukið fjármagn í úrræði fyrir konur og fólk með endó biðin eftir greiningu á endó sé stytt og að kerfið grípi fólk fyrr Hægt er að skrifa undir inn á sofnun.endo.is Höfundur er aðstandandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun