Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar 12. apríl 2025 11:03 Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks. Á mannamáli leiðir fyrirhuguð breyting ríkisstjórnarinnar til þess að þeir sem skattahækkunin nær til borga hærri tekjuskatt en þeir gerðu - ergo skattahækkun. Stjórnarliðar hafa gert lítið úr þessari einföldu staðreynd, sagt „aðeins 6% einstaklinga“ eiga möguleika á samsköttun. Þannig reyna þau að mynda þau hugrenningartengsl að - einungis örfáar hræður, og moldríkar í þokkabót, verði fyrir barðinu á skattahækkuninni. Rétt er að benda stjórnarliðum á að hafa það á bak við eyrað að fjöldi skattgreiðanda á Íslandi eru rúmlega 300.000 og lítill hluti þeirra telur alltaf fleiri þúsundir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin reynt að mála upp þá skökku mynd að skattahækkunin hafi einungis áhrif á karlmenn. Gleyma þau því þá, væntanlega viljandi, að samsköttun er ekki sérhannaður afsláttur fyrir tekjuháa einhleypa karlmenn heldur heimili þar sem tekjum er ójafnt skipt milli aðila, óháð kyni. Samsköttunin gerir nefnilega ekkert fyrir þau pör þar sem báðir aðilar teljast hafa háar tekjur. Mestu áhrifin af boðaðri skattahækkun verða á þeim heimilum þar sem annar aðilinn er með litlar eða engar tekjur. Ríkið gefur okkur launin Það lýsir líklegast afstöðu ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks best að í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að „eftirgjöf“ ríkissjóðs af samsköttuninni nemi tæpum 3 milljörðum króna á ári. Fjármála- og efnahagsráðherra lítur greinilega svo á að allar tekjur manna sem ríkið tekur ekki af þeim séu í reynd gjöf ríkisins til launafólks. Ríkið er greinilega ekki að taka 31,49% af láglaunamanninum, heldur að gefa honum 78,51% - af einskærri góðmennsku. Hinn raunverulegi eigandi launanna er því ekki sá sem starfið vinnur, heldur hið opinbera. Þessi sýn ríkisstjórnarinnar útskýrir ef til vill hve léttvægt hún lítur á skattahækkanir á fólk og fyrirtæki í landinu. Hvert er planið? Forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa lofað því að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi, hækka fæðingarstyrki foreldra í námi og utan vinnumarkaðar, tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra, óháð fæðingardegi barns, og lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Það skýtur skökku við að einungis eitt frumvarp hefur ratað í þingið frá ríkisstjórninni sem tekur á einhverju þessara mála og þá einungis því síðasta; að lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram frumvörp um hin málin? Loforð ríkisstjórnarflokkanna um að skattleggja hvorki ,,vinnandi” né ,,venjulegt fólk” í landinu eru orðin að engu sem og aðgerðir sem tryggja afkomu barnafjölskyldna landsins á þessu vorþingi. Það er ljóst að það skiptir þessa vinstri stjórn meira máli að leggja fram frumvörp sem hækka skatta á fjölskyldur og atvinnulífið fremur en að auka lífsgæði fólksins í landinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks. Á mannamáli leiðir fyrirhuguð breyting ríkisstjórnarinnar til þess að þeir sem skattahækkunin nær til borga hærri tekjuskatt en þeir gerðu - ergo skattahækkun. Stjórnarliðar hafa gert lítið úr þessari einföldu staðreynd, sagt „aðeins 6% einstaklinga“ eiga möguleika á samsköttun. Þannig reyna þau að mynda þau hugrenningartengsl að - einungis örfáar hræður, og moldríkar í þokkabót, verði fyrir barðinu á skattahækkuninni. Rétt er að benda stjórnarliðum á að hafa það á bak við eyrað að fjöldi skattgreiðanda á Íslandi eru rúmlega 300.000 og lítill hluti þeirra telur alltaf fleiri þúsundir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin reynt að mála upp þá skökku mynd að skattahækkunin hafi einungis áhrif á karlmenn. Gleyma þau því þá, væntanlega viljandi, að samsköttun er ekki sérhannaður afsláttur fyrir tekjuháa einhleypa karlmenn heldur heimili þar sem tekjum er ójafnt skipt milli aðila, óháð kyni. Samsköttunin gerir nefnilega ekkert fyrir þau pör þar sem báðir aðilar teljast hafa háar tekjur. Mestu áhrifin af boðaðri skattahækkun verða á þeim heimilum þar sem annar aðilinn er með litlar eða engar tekjur. Ríkið gefur okkur launin Það lýsir líklegast afstöðu ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks best að í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að „eftirgjöf“ ríkissjóðs af samsköttuninni nemi tæpum 3 milljörðum króna á ári. Fjármála- og efnahagsráðherra lítur greinilega svo á að allar tekjur manna sem ríkið tekur ekki af þeim séu í reynd gjöf ríkisins til launafólks. Ríkið er greinilega ekki að taka 31,49% af láglaunamanninum, heldur að gefa honum 78,51% - af einskærri góðmennsku. Hinn raunverulegi eigandi launanna er því ekki sá sem starfið vinnur, heldur hið opinbera. Þessi sýn ríkisstjórnarinnar útskýrir ef til vill hve léttvægt hún lítur á skattahækkanir á fólk og fyrirtæki í landinu. Hvert er planið? Forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa lofað því að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi, hækka fæðingarstyrki foreldra í námi og utan vinnumarkaðar, tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra, óháð fæðingardegi barns, og lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Það skýtur skökku við að einungis eitt frumvarp hefur ratað í þingið frá ríkisstjórninni sem tekur á einhverju þessara mála og þá einungis því síðasta; að lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram frumvörp um hin málin? Loforð ríkisstjórnarflokkanna um að skattleggja hvorki ,,vinnandi” né ,,venjulegt fólk” í landinu eru orðin að engu sem og aðgerðir sem tryggja afkomu barnafjölskyldna landsins á þessu vorþingi. Það er ljóst að það skiptir þessa vinstri stjórn meira máli að leggja fram frumvörp sem hækka skatta á fjölskyldur og atvinnulífið fremur en að auka lífsgæði fólksins í landinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun