Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar 12. apríl 2025 11:03 Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks. Á mannamáli leiðir fyrirhuguð breyting ríkisstjórnarinnar til þess að þeir sem skattahækkunin nær til borga hærri tekjuskatt en þeir gerðu - ergo skattahækkun. Stjórnarliðar hafa gert lítið úr þessari einföldu staðreynd, sagt „aðeins 6% einstaklinga“ eiga möguleika á samsköttun. Þannig reyna þau að mynda þau hugrenningartengsl að - einungis örfáar hræður, og moldríkar í þokkabót, verði fyrir barðinu á skattahækkuninni. Rétt er að benda stjórnarliðum á að hafa það á bak við eyrað að fjöldi skattgreiðanda á Íslandi eru rúmlega 300.000 og lítill hluti þeirra telur alltaf fleiri þúsundir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin reynt að mála upp þá skökku mynd að skattahækkunin hafi einungis áhrif á karlmenn. Gleyma þau því þá, væntanlega viljandi, að samsköttun er ekki sérhannaður afsláttur fyrir tekjuháa einhleypa karlmenn heldur heimili þar sem tekjum er ójafnt skipt milli aðila, óháð kyni. Samsköttunin gerir nefnilega ekkert fyrir þau pör þar sem báðir aðilar teljast hafa háar tekjur. Mestu áhrifin af boðaðri skattahækkun verða á þeim heimilum þar sem annar aðilinn er með litlar eða engar tekjur. Ríkið gefur okkur launin Það lýsir líklegast afstöðu ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks best að í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að „eftirgjöf“ ríkissjóðs af samsköttuninni nemi tæpum 3 milljörðum króna á ári. Fjármála- og efnahagsráðherra lítur greinilega svo á að allar tekjur manna sem ríkið tekur ekki af þeim séu í reynd gjöf ríkisins til launafólks. Ríkið er greinilega ekki að taka 31,49% af láglaunamanninum, heldur að gefa honum 78,51% - af einskærri góðmennsku. Hinn raunverulegi eigandi launanna er því ekki sá sem starfið vinnur, heldur hið opinbera. Þessi sýn ríkisstjórnarinnar útskýrir ef til vill hve léttvægt hún lítur á skattahækkanir á fólk og fyrirtæki í landinu. Hvert er planið? Forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa lofað því að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi, hækka fæðingarstyrki foreldra í námi og utan vinnumarkaðar, tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra, óháð fæðingardegi barns, og lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Það skýtur skökku við að einungis eitt frumvarp hefur ratað í þingið frá ríkisstjórninni sem tekur á einhverju þessara mála og þá einungis því síðasta; að lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram frumvörp um hin málin? Loforð ríkisstjórnarflokkanna um að skattleggja hvorki ,,vinnandi” né ,,venjulegt fólk” í landinu eru orðin að engu sem og aðgerðir sem tryggja afkomu barnafjölskyldna landsins á þessu vorþingi. Það er ljóst að það skiptir þessa vinstri stjórn meira máli að leggja fram frumvörp sem hækka skatta á fjölskyldur og atvinnulífið fremur en að auka lífsgæði fólksins í landinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks. Á mannamáli leiðir fyrirhuguð breyting ríkisstjórnarinnar til þess að þeir sem skattahækkunin nær til borga hærri tekjuskatt en þeir gerðu - ergo skattahækkun. Stjórnarliðar hafa gert lítið úr þessari einföldu staðreynd, sagt „aðeins 6% einstaklinga“ eiga möguleika á samsköttun. Þannig reyna þau að mynda þau hugrenningartengsl að - einungis örfáar hræður, og moldríkar í þokkabót, verði fyrir barðinu á skattahækkuninni. Rétt er að benda stjórnarliðum á að hafa það á bak við eyrað að fjöldi skattgreiðanda á Íslandi eru rúmlega 300.000 og lítill hluti þeirra telur alltaf fleiri þúsundir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin reynt að mála upp þá skökku mynd að skattahækkunin hafi einungis áhrif á karlmenn. Gleyma þau því þá, væntanlega viljandi, að samsköttun er ekki sérhannaður afsláttur fyrir tekjuháa einhleypa karlmenn heldur heimili þar sem tekjum er ójafnt skipt milli aðila, óháð kyni. Samsköttunin gerir nefnilega ekkert fyrir þau pör þar sem báðir aðilar teljast hafa háar tekjur. Mestu áhrifin af boðaðri skattahækkun verða á þeim heimilum þar sem annar aðilinn er með litlar eða engar tekjur. Ríkið gefur okkur launin Það lýsir líklegast afstöðu ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks best að í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að „eftirgjöf“ ríkissjóðs af samsköttuninni nemi tæpum 3 milljörðum króna á ári. Fjármála- og efnahagsráðherra lítur greinilega svo á að allar tekjur manna sem ríkið tekur ekki af þeim séu í reynd gjöf ríkisins til launafólks. Ríkið er greinilega ekki að taka 31,49% af láglaunamanninum, heldur að gefa honum 78,51% - af einskærri góðmennsku. Hinn raunverulegi eigandi launanna er því ekki sá sem starfið vinnur, heldur hið opinbera. Þessi sýn ríkisstjórnarinnar útskýrir ef til vill hve léttvægt hún lítur á skattahækkanir á fólk og fyrirtæki í landinu. Hvert er planið? Forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa lofað því að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi, hækka fæðingarstyrki foreldra í námi og utan vinnumarkaðar, tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra, óháð fæðingardegi barns, og lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Það skýtur skökku við að einungis eitt frumvarp hefur ratað í þingið frá ríkisstjórninni sem tekur á einhverju þessara mála og þá einungis því síðasta; að lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram frumvörp um hin málin? Loforð ríkisstjórnarflokkanna um að skattleggja hvorki ,,vinnandi” né ,,venjulegt fólk” í landinu eru orðin að engu sem og aðgerðir sem tryggja afkomu barnafjölskyldna landsins á þessu vorþingi. Það er ljóst að það skiptir þessa vinstri stjórn meira máli að leggja fram frumvörp sem hækka skatta á fjölskyldur og atvinnulífið fremur en að auka lífsgæði fólksins í landinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun