Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar 16. apríl 2025 14:31 Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár. Allslaust fólk sem hrekst undan sífelldum árásum Ísraelshers. Yfir tvær milljónir manna á hrakningi í rústalandslagi eyðileggingar. Árásirnar eira engu, skotmörkin eru sjúkrahús og skólar, bókasöfn og bænahús (kirkjur jafnt sem moskur), vatnsveitur og rafstöðvar, verksmiðjubyggingar og íbúðarhús, akrar og ólífulundir, vegir og önnur samgöngumannvirki. Stærstur hluti Gaza hefur verið lagður í rúst. Hjálparsamtökum er meinað að koma sveltandi, særðum og þjáðum íbúum til hjálpar, og sjúkraliðar og bráðaflutningamenn hafa verið myrtir með köldu blóði. Yfir 200 blaðamenn, sem reyndu að flytja umheiminum fréttir af ógnarverkunum, hafa verið myrtir. Ég er bæði faðir og afi, og það stingur sárt í hjartað að sjá særð og limlest börn á Gaza í nánast hverjum fréttatíma. Það getur ekki dulist nokkrum manni hvaða harmleikur er í gangi á Gaza. Yfir 17 þúsund börn hafa verið drepin, og tugir þúsunda annarra særð og limlest. Það hefur verið drepið barn á Gaza á 45 mínútna fresti síðan í október 2023. Stríðsglæpir Ísraelshers eru framdir fyrir opnum tjöldum, og gerendur þeirra monta sig jafnvel af þeim á samfélagsmiðlum. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að hrekja íbúa Gaza í burtu og innlima svæðið í Stór-Ísrael. Samtímis eru hertar árásir og landrán á Vesturbakkanum, íbúar hraktir í burtu og ísraelskir landnemar færa út yfirráðasvæði sín. Þetta eru þjóðernishreinsanir sem miða að því að hrekja Palestínumenn endanlega af landi sínu. Samantekið eru stríðsglæpirnir og þjóðernishreinsanirnar það sem skilgreinir þjóðarmorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem og alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarsamtök eins og Amnesty International, Rauði krossinn, Mannréttindavaktin og Læknar án landamæra fordæma stríðsglæpina og þjóðarmorðið, og hvetja þjóðir heims til að reyna að stöðva þetta með öllum tiltækum ráðum. Læknar án landamæra segja Gaza vera að breytast í eina risastóra fjöldagröf. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Mirjana Spoljaric, áréttaði nýlega að stríðsglæpir, þjóðernishreinsnir og þjóðarmorð væru brot á alþjóðalögum. Framferði Ísraels á Gaza líkist þjóðarmorði, sagði utanríkisráðherra Íslands. Já, óneitanlega líkist þjóðarmorð þjóðarmorði – en hvað er hægt að gera til að stöðva þennan hrylling? Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni hugrekki, stigi fram fyrir skjöldu á alþjóðavettvangi og segi hingað og ekki lengra! Við getum ekki lengur verið meðvirk í stríðsglæpum og þjóðarmorði með þögn og aðgerðarleysi. Við getum ekki lengur horft upp á alþjóðalög þverbrotin af Ísrael, og staðið aðgerðalaus hjá þegar varnarlaust fólk er svelt til bana og myrt í gegndarlausum sprengiárásum. Við getum ekki látið sem ekkert sé þegar alþjóðlegum hjálpar- og mannúðarsamtökum er meinaður aðgangur að Gaza og starfsmenn þeirra myrtir. Þetta snýst ekki um það hvaða skoðun menn hafa á Ísrael eða Hamas, hvort menn eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum. Þetta er mannúðarspurning! Kvennalandsliðið í handbolta spurði hvers vegna Ísrael fengi enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum meðan á hernaði þeirra stæði, og hvatti til að landið yrði útilokað frá þátttöku. Logi Einarsson sagði í Kastljósi (15. apríl) að þjóðarmorðið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en þetta væri hryllingur sem ekki sé hægt að horfa upp á mikið lengur. Nú líður að páskum, sem eru upprisuhátíð og óður til sigurs lífsins yfir dauðanum. Á Gaza bíður íbúanna ekkert nema skelfing og dauði. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjórn Íslands að sýna sama hugrekki og stúlkurnar í handboltalandsliðinu og sýna í verki að við vitum hvað er að gerast á Gaza – það líkist ekki þjóðarmorði, heldur er þjóðarmorð! Nú er rétti tíminn til að taka afstöðu með mannúðinni, og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þessu linni! Það er löngu tímabært að beita Ísrael sama þrýstingi og Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu! Stöðva alla verslun og viðskipti við Ísrael og krefjast þess á alþjóðavettvangi að landið verði útilokað frá þátttöku í alþjóðastofnunum og alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum. Það er löngu tímabært að taka afstöðu með börnunum á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár. Allslaust fólk sem hrekst undan sífelldum árásum Ísraelshers. Yfir tvær milljónir manna á hrakningi í rústalandslagi eyðileggingar. Árásirnar eira engu, skotmörkin eru sjúkrahús og skólar, bókasöfn og bænahús (kirkjur jafnt sem moskur), vatnsveitur og rafstöðvar, verksmiðjubyggingar og íbúðarhús, akrar og ólífulundir, vegir og önnur samgöngumannvirki. Stærstur hluti Gaza hefur verið lagður í rúst. Hjálparsamtökum er meinað að koma sveltandi, særðum og þjáðum íbúum til hjálpar, og sjúkraliðar og bráðaflutningamenn hafa verið myrtir með köldu blóði. Yfir 200 blaðamenn, sem reyndu að flytja umheiminum fréttir af ógnarverkunum, hafa verið myrtir. Ég er bæði faðir og afi, og það stingur sárt í hjartað að sjá særð og limlest börn á Gaza í nánast hverjum fréttatíma. Það getur ekki dulist nokkrum manni hvaða harmleikur er í gangi á Gaza. Yfir 17 þúsund börn hafa verið drepin, og tugir þúsunda annarra særð og limlest. Það hefur verið drepið barn á Gaza á 45 mínútna fresti síðan í október 2023. Stríðsglæpir Ísraelshers eru framdir fyrir opnum tjöldum, og gerendur þeirra monta sig jafnvel af þeim á samfélagsmiðlum. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að hrekja íbúa Gaza í burtu og innlima svæðið í Stór-Ísrael. Samtímis eru hertar árásir og landrán á Vesturbakkanum, íbúar hraktir í burtu og ísraelskir landnemar færa út yfirráðasvæði sín. Þetta eru þjóðernishreinsanir sem miða að því að hrekja Palestínumenn endanlega af landi sínu. Samantekið eru stríðsglæpirnir og þjóðernishreinsanirnar það sem skilgreinir þjóðarmorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem og alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarsamtök eins og Amnesty International, Rauði krossinn, Mannréttindavaktin og Læknar án landamæra fordæma stríðsglæpina og þjóðarmorðið, og hvetja þjóðir heims til að reyna að stöðva þetta með öllum tiltækum ráðum. Læknar án landamæra segja Gaza vera að breytast í eina risastóra fjöldagröf. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Mirjana Spoljaric, áréttaði nýlega að stríðsglæpir, þjóðernishreinsnir og þjóðarmorð væru brot á alþjóðalögum. Framferði Ísraels á Gaza líkist þjóðarmorði, sagði utanríkisráðherra Íslands. Já, óneitanlega líkist þjóðarmorð þjóðarmorði – en hvað er hægt að gera til að stöðva þennan hrylling? Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni hugrekki, stigi fram fyrir skjöldu á alþjóðavettvangi og segi hingað og ekki lengra! Við getum ekki lengur verið meðvirk í stríðsglæpum og þjóðarmorði með þögn og aðgerðarleysi. Við getum ekki lengur horft upp á alþjóðalög þverbrotin af Ísrael, og staðið aðgerðalaus hjá þegar varnarlaust fólk er svelt til bana og myrt í gegndarlausum sprengiárásum. Við getum ekki látið sem ekkert sé þegar alþjóðlegum hjálpar- og mannúðarsamtökum er meinaður aðgangur að Gaza og starfsmenn þeirra myrtir. Þetta snýst ekki um það hvaða skoðun menn hafa á Ísrael eða Hamas, hvort menn eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum. Þetta er mannúðarspurning! Kvennalandsliðið í handbolta spurði hvers vegna Ísrael fengi enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum meðan á hernaði þeirra stæði, og hvatti til að landið yrði útilokað frá þátttöku. Logi Einarsson sagði í Kastljósi (15. apríl) að þjóðarmorðið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en þetta væri hryllingur sem ekki sé hægt að horfa upp á mikið lengur. Nú líður að páskum, sem eru upprisuhátíð og óður til sigurs lífsins yfir dauðanum. Á Gaza bíður íbúanna ekkert nema skelfing og dauði. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjórn Íslands að sýna sama hugrekki og stúlkurnar í handboltalandsliðinu og sýna í verki að við vitum hvað er að gerast á Gaza – það líkist ekki þjóðarmorði, heldur er þjóðarmorð! Nú er rétti tíminn til að taka afstöðu með mannúðinni, og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þessu linni! Það er löngu tímabært að beita Ísrael sama þrýstingi og Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu! Stöðva alla verslun og viðskipti við Ísrael og krefjast þess á alþjóðavettvangi að landið verði útilokað frá þátttöku í alþjóðastofnunum og alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum. Það er löngu tímabært að taka afstöðu með börnunum á Gaza.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun