Svara ákalli foreldra Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2025 13:35 Þór Sigurgeirsson er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm Seltjarnarnesbær hefur lagt af stað með aðgerðir til að bregðast við löngum biðlistum eftir leikskólaplássi í bænum. Bæjarstjóri segist vonast til þess að hægt verði að bæta við sextán nýjum plássum strax á næstu vikum. Í síðustu viku ræddi fréttastofa við tvær mæður á Seltjarnarnesi sem lýstu þungum áhyggjum af stöðu dagvistunar í bænum. Börn væru allt að 28 mánaða gömul þegar þau fengju pláss á leikskóla og engir dagforeldrar starfa í sveitarfélaginu. Þær hafi lengi óskað eftir úrbótum en lítið gerst. Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir bæinn hafa nú brugðist við þessu ástandi. „Ofan á þetta kemur að 2024 árgangurinn er mjög stór, sem er gleðiefni. Í gær lagði meirihlutinn í bæjarstjórn fram tillögu um að opna nýja deild á ungbarnaleikskólanum. Við eigum húsnæðið klárt í kjallara kirkjunnar. Nú erum við að fara í að undirbúa að opna deildina, ráða starfsfólk og stækka deildina,“ segir Þór. Leikskóli Seltjarnarness er með þrjár starfsstöðvar. Seltjarnarnesbær Hann segir bæjaryfirvöld átta sig á stöðunni og að ástandið verði að skána. Vonandi verði hægt að taka börn inn í plássin sextán í vor. „Það er líka annað í þessu, að Reykjavíkurborg hefur lokað á einkarekin úrræði fyrir aðra en börn sem hafa lögheimili í Reykjavík. Það gerðist pínulítið án þess að okkur var tilkynnt um það,“ segir Þór. Þá er fyrirhugað útboð í næsta mánuði vegna byggingar á nýjum leikskóla í bænum. „Þetta er allt að fara í gang. Við þurfum að koma þessum leikskólamálum fyrir vind, eitt skiptið fyrir öll,“ segir Þór. Seltjarnarnes Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Í síðustu viku ræddi fréttastofa við tvær mæður á Seltjarnarnesi sem lýstu þungum áhyggjum af stöðu dagvistunar í bænum. Börn væru allt að 28 mánaða gömul þegar þau fengju pláss á leikskóla og engir dagforeldrar starfa í sveitarfélaginu. Þær hafi lengi óskað eftir úrbótum en lítið gerst. Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir bæinn hafa nú brugðist við þessu ástandi. „Ofan á þetta kemur að 2024 árgangurinn er mjög stór, sem er gleðiefni. Í gær lagði meirihlutinn í bæjarstjórn fram tillögu um að opna nýja deild á ungbarnaleikskólanum. Við eigum húsnæðið klárt í kjallara kirkjunnar. Nú erum við að fara í að undirbúa að opna deildina, ráða starfsfólk og stækka deildina,“ segir Þór. Leikskóli Seltjarnarness er með þrjár starfsstöðvar. Seltjarnarnesbær Hann segir bæjaryfirvöld átta sig á stöðunni og að ástandið verði að skána. Vonandi verði hægt að taka börn inn í plássin sextán í vor. „Það er líka annað í þessu, að Reykjavíkurborg hefur lokað á einkarekin úrræði fyrir aðra en börn sem hafa lögheimili í Reykjavík. Það gerðist pínulítið án þess að okkur var tilkynnt um það,“ segir Þór. Þá er fyrirhugað útboð í næsta mánuði vegna byggingar á nýjum leikskóla í bænum. „Þetta er allt að fara í gang. Við þurfum að koma þessum leikskólamálum fyrir vind, eitt skiptið fyrir öll,“ segir Þór.
Seltjarnarnes Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira