„Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Jakob Bjarnar skrifar 29. apríl 2025 12:40 Bogi Ágústsson las sinn síðasta fréttatíma í sjónvarpi Ríkisútvarpsins í gær eftir 48 ára starfsferil. vísir/anton brink „Jakob Bjarnar. Viltu gjöra svo vel að tala ekki við mig eins og ég sé gamalmenni. Ég segi bara eins og Bryan Adams: Ég verð átján þar til ég dey. Öllu máli skiptir að menn haldi andlegri og líkamlegri heilsu.“ Bogi Ágústsson fréttamaður lætur blaðamann Vísis ekki eiga neitt inni hjá sér. Ekki neitt. „Auðvitað finn ég að ég mun aldrei aftur hlaupa tíu kílómetrana undir 50 mínútum. En líkaminn er í þokkalegu lagi. Það eldast allir og so far, so good.“ Já. Þá var það afgreitt. Ég beit mig í tunguna. Aldrei gott að láta sjálfan Boga Ágústsson lesa yfir sér. Fréttamaðurinn hafði verið inntur eftir því hvort hann væri ekki bærilega hress? Hann virkaði ótrúlega ern – 73 ára gamall maðurinn. Ég held að það hafi verið orðið „ern“ sem fór með það. Þá liggur fyrir að Bogi mun ekki verða fastur gestur í sminkinu lengur.vísir/anton brink Yfirhalningin segir sitt um þennan nestor í blaðamennsku, sem nú kveður eftir hartnær fimmtíu ár, að megninu til á Ríkissjónvarpinu. Þetta var sagt algerlega æsingalaust, það var húmor í orðum hans án þess að það kæmi niður á festunni í orðunum. Í gær var svokallaður Boga Ágústs-dagur. Allir og amma þeirra, já, kannski alveg sérstaklega ömmurnar, kvöddu þennan klett, þulinn í Ríkissjónvarpinu með tárum. Í gær las Bogi sjónvarpsfréttir síðasta sinni. Sérstakt viðhafnarviðtal við Boga fylgdi í Kastljósinu. Sérstakur Boga-dagur var á Rás 2 þar sem leikið var Bítlalag á klukkutíma fresti honum til heiðurs. Fréttastofa Stöðvar 2 fylgdist með og er þá bara þetta helsta nefnt. Ljóst hvaða skóla Bogi aðhyllist Sjálfum fannst Boga nóg um tilstandið þegar hann var spurður hvort þetta mætti ekki heita stór dagur? „Nei, nei, ekkert stærri en hver annar. Það er einn gamall þulur að hætta. Það er nú allt og sumt,“ segir Bogi Ágústsson. Þegar blaðamaður Vísis náði í skottið á Boga var hann að sinna morgunrútínu sinni sem fólst í að hlusta samtímis á báðar rásar Ríkisútvarpsins auk þess sem hann var með Denmarks Radio á, til að missa ekki að neinu þar og svo sænska stöð… unga fólkið myndi segja að þetta væri að „múltitaska“. Bogi hefur verið kletturinn í fréttalestri lengi. Vandséð að aðrir nái öðrum eins tíma og hann á því sviði.vísir/anton brink Þeir eru ýmsir skólarnir í blaðamennsku; Gonzo-skólinn, þar sem blaðamaður fer á vettvang og segir hvernig atburðir koma honum fyrir sjónir, sumir blaðamenn leggja upp úr aðgangshörku, sumum finnst „agenda-drifin“ blaðamennska bara í góðu lagi og svo framvegis. Það er ljóst hvaða skóla Bogi aðhyllist og það kemur ekki á óvart þegar litið er til verka hans. Þulurinn á ekki að skipta máli „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þulurinn skipti ekki máli. Fólk á helst ekki að taka eftir honum. Hann er bara tæki til að koma fréttum á framfæri.“ Og þér hefur tekist það býsna vel? „Já, þá er björninn unninn. Eins og ég segi, fréttirnar skipta máli, innihald þeirra skiptir máli. Ekki sá sem flytur þær.“ Bogi notaði síðasta daginn í að ræða við fréttamenn. Hér er hann í Reykjavík síðdegis.vísir/anton brink En nú er hefur það færst í aukana, ef eitthvað er, að margir reyni að lesa í allt sem blaðamaðurinn gerir í leit að undirtexta. Og fréttamaðurinn er þá orðinn aðalatriðið? „Þar er ég öndverðrar skoðunar.“ Spurningarnar eru settar undir mæliker og lesið í þær eitt og annað og nánast bara eftir því hvernig viðkomandi er innstilltur? „Já, ég er sammála þér um það. Þú ert ekki einn um það að fólk viti betur en þú sjálfur hvað þú meinar. Þetta hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar fólk lætur eða tekur það sem skoðun eða meiningu blaða- eða fréttamanns ef hann spyr að einhverju. Að hann sé að láta í ljós einhverja skoðun með því? Hann er einfaldlega að draga fram í viðtali það sem hann telur að lesendur, hlustendur, áhorfendur vilji eða eigi að vita. Hann er ekki að lýsa eigin skoðun með því.“ Fráleitt að lesa meiningu í spurningar blaðamanna Fólk les ótrúlegustu hluti út úr því bara hvernig spurningar eru orðaðar? „Já. Það gerir það augljóslega og stundum má segja það að það eigi rétt á sér. En í flestum tilfellum ekki. Í flestum tilfellum er verið að reyna að ná fram upplýsingum. Viðtöl eru svo ólík, stundum eru þau „confrontasjón“, stundum ertu að reyna að ná einhverju upp úr manni sem ekki vill veita upplýsingar, stundum er þetta í meiri friðsemd, en það er bara verið að reyna að upplýsa neytenda fréttarinnar. Þau eru allskyns viðtölin. Berghildur Erla fréttamaður Stöðvar 2 tekur Boga tali áður en síðasta útsendingin fer fram.vísir/anton brink Stundum eru þau tekin við þær aðstæður þegar sá sem er að veita viðtöl vill alls ekki veita upplýsingar – stundum vilja menn óðfúsir koma einhverju á framfæri. Og allt þarna á milli.“ Bogi er nú hættur á fréttastofunni en hann er ekki hættur á Ríkisútvarpinu. „En ég hef frá 2009, þegar Magga Marteins fékk mig til að koma og tala um erlend málefni hjá sér á Rás 2, verið á fimmtudagsmorgnum að spjalla um erlend málefni. Svo fékk Óðinn Jónsson fékk mig yfir á Rás 1, þar hef ég verið og verð áfram í litlum þætti sem Óðinn nefndi Heimsgluggann. Það nafn hefur fest við. Leiðir mínar og Ríkisútvarpsins hafa ekkert skilist. Ég verð þar áfram. En ekki á fréttastofunni og ekki á skjánum.“ Bestu blaðamennirnir á Alþýðublaðinu Bogi segir að þá sé í undirbúningi dagskrárgerð fyrir sjónvarp, en það sé ekkert frágengið og ekki víst að rétt sé að segja af því. En það séu sagnfræðilegir þættir sem fjalla um samskipti Dana og Íslendinga. Kemur kannski ekki á óvart? „Nei, kannski ekki. Á sínum tíma var ég sagnfræðinemi við Háskóla Íslands. Svo bjó ég í Kaupmannahöfn á árunum 1984 til 1986 og var þá í fullu starfi hjá Ríkisútvarpinu auk þess sem ég fór yfir til Þýskalands og Frakklands og dekkaði kosningar þar.“ Bogi býr sig undir að lesa síðasta sinni. Bindishnúturinn vefst ekki fyrir honum.vísir/anton brink Spurning er hvernig reiknað er þegar litið er til þess hvenær Bogi hóf störf hjá Ríkisútvarpinu en hann segir að í janúar 1977 hafi hann verið ráðinn þangað við erlendar fréttir. „Þú manst eftir því að allir bestu blaðamenn landsins sögðust hafa byrjað á Alþýðublaðinu og ég byrjaði níu ára gamall að bera það út.“ Þegar þetta er voru flokksblöðin ráðandi. Þegar Ríkisútvarpið sjónvarp var stofnað 1966 voru þeir Magnús Bjarnfreðsson frá Framsóknarflokknum ráðnir og Markús Örn Antonsson frá Morgunblaðinu. Eiður Svanberg Guðnason kom seinna frá Alþýðublaðinu og Ólafur Ragnarsson var þar pródúsent í fyrstu. Bogi segir að svoleiðis hafi kaupin gerst á eyrinni þá. Þetta voru tveir fréttatímar í viku til að byrja með. Gat ekki beðið eftir því að tíminn í læknisfræði væri búinn En ætlaði Bogi sér alltaf að verða fréttamaður? „Nei. En ég ákvað að eftir að hafa setið í einn klukkutíma í læknisfræði, og heilan klukkutíma því mér fannst dónalegt að standa upp fyrr, að standa upp. Ég beið eftir því að tíminn væri búinn. Og ákvað um leið að þetta ætti ekki við mig. Ég fór yfir á Árnagarð til að skrá mig í sögu og íslensku sem var það sem ég hafði áhuga á.“ Bogi í síðasta sinn í sminkinu hjá Hönnu Maju.vísir/anton brink Bogi segist tregur til að ráðleggja öðru fólki en hann hafi þó sagt börnum sínum það að þau ættu að þau myndu velja sér eitthvað sem þau hefðu áhuga á. Þá væru líkur á því að þau lentu í starfi sem þau hefðu gaman að. „Fátt er betra en að hafa gaman að því að fara í vinnuna.“ Og Bogi segist alltaf hafa haft gaman að því sem hann hefur verið að gera. „Að vísu get ég sagt að seinni árin, þegar ég var fréttastjóri, þá var þetta minna gaman en að skrifa fréttir. Þá var ég orðinn „bujrókrat“ og hefði eins getað verið deildarstjóri í ráðuneyti. Þá var þetta fjárhagsáætlanir, starfsmannamál og allskonar mál sem höfðu lítið með blaða og fréttamennsku að gera.“ Þurfum meira á RÚV að halda en nokkru sinni Þá var ekki gaman. Og Bogi losaði sig úr því starfi þegar tækifæri gafst. En aftur að stöðu fjölmiðla, hvernig metur hann hana? „Ég met það þannig, og kannanir staðfesta það, að langflestir landsmenn, 70 til 80 prósent, eru hlynntir eða velviljaðir Ríkisútvarpinu. Það er svo ákveðinn hópur af pólitískum ástæðum og öðrum sem eru á móti því að ríkið reki fjölmiðla. Það er sjónarmið sem verður að virða. Umræðan kemur í sveiflum finnst mér. Ég merki ekki að það sé vaxandi óánægja í þjóðfélaginu með Ríkisútvarpið.“ Bogi í kunnuglegri stellingu í fréttasetti Ríkissjónvarpsins.vísir/anton brink Ekki ætti að fara mörgum orðum um bágborna stöðu fjölmiðla og blaðamennsku á Íslandi. Hefur þetta ekki áhrif á stöðu RÚV? „Ég vil segja nei. Ég myndi telja að Ríkisútvarpið sé mikilvægara núna, eða jafn mikilvægt og það hefur nokkru sinni verið. Sérstaklega í þessari viðkvæmu fjölmiðlastöðu sem er núna. Við þurfum miðil sem upplýsir fólk, gengur ekki erinda sérhagsmunahópa eða pólitískra afla og hefur það bara að markmiði að þjóna almenningi. Og það er það sem Ríkisútvarpið er; þjónustustofnun við almenning. Og eftir því sem fjölmiðlum hefur fækkað þeim mun mikilvægara er þetta hlutverk.“ Bogi segist öðru hvoru, eða alltaf þegar fréttir hafi borist af niðurskurði annarra miðla, fengið hland fyrir hjartað. „Að þeir myndu nú leggja fréttastofuna niður. Við megum ekki við því að fjölmiðlum fækki frekar í þessu samfélagi.“ Fréttir geta ekki verið ókeypis Undanfarin árin hafa verið talsvert niðurlægingarskeið fjölmiðlunar á Íslandi og víðar? „Já, því miður hefur orðið veruleg afturför frá því fyrir nokkrum árum. Og það má í rauninni segja að allir fjölmiðlar fyrir utan Ríkissjónvarpið sem hefur sínar garanteruðu skatttekjur, séu gjaldþrota. Enda er dýrt að reka fréttastofu. Bogi has left the building.vísir/anton brink Núna þegar fólk heldur að það geti fengið allar fréttir fyrir ekki neitt þá er þetta erfitt. Það verður að segjast eins og er. En góðar vandaðar ritstýrðar ábyrgar fréttir, færðu ekki ókeypis.“ En þú þarft varla að hafa áhyggjur af því persónulega, nú þegar hægist á hjá þér? „Jú, núna uppá síðkastið hef ég verið að lesa eina helgi í mánuði eða frá því ég hætti sem daglaunamaður – þegar ég varð sjötugur – þá höfum við verið að trappa þetta niður og minnka að ég lesi fréttir. Hægt og rólega. Þetta er þannig séð ekki stórkostleg breyting fyrir mig. Ég hef feikinóg að gera og eiginlega meira en ég kæri mig um. Ég á erfitt með að segja nei við fólk.“ Blessað barnalánið Bogi á miklu barnaláni að fagna, hann og kona hans eiga þrjú börn og sjö barnabörn. Sonur hans starfar hjá Norrænu ráðherranefndinni, býr í raðhúsi ásamt konu og þremur börnum, við skóg og vatn. Bogi segist hafa verið hjá honum nýverið og það hafi verið dásemdin ein. Fjölskyldan mætti og fylgdist með Boga lesa fréttir hinsta sinni.vísir/anton brink „Og svo á ég tvær dætur sem búa í um 200 metra fjarlægð frá mér. Þær eiga tvö börn og Bogi segist vera að ala upp í þeim KR-mennskuna. „Við erum náttúrlega í sauðalitabandalaginu, við Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur, höldum með KR og FH …“ Bogi vill nú fara að ræða um fótbolta, stöðuna í deildinni en það á ekki uppá pallborðið hjá þeim blaðamanni sem hér heldur um penna. Þá er tímabært að slíta þessu samtali. Fjölmiðlar Tímamót Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Bogi Ágústsson, fréttaþulur Ríkisútvarpsins, les sinn síðasta fréttatíma á morgun. 27. apríl 2025 19:32 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Bogi Ágústsson fréttamaður lætur blaðamann Vísis ekki eiga neitt inni hjá sér. Ekki neitt. „Auðvitað finn ég að ég mun aldrei aftur hlaupa tíu kílómetrana undir 50 mínútum. En líkaminn er í þokkalegu lagi. Það eldast allir og so far, so good.“ Já. Þá var það afgreitt. Ég beit mig í tunguna. Aldrei gott að láta sjálfan Boga Ágústsson lesa yfir sér. Fréttamaðurinn hafði verið inntur eftir því hvort hann væri ekki bærilega hress? Hann virkaði ótrúlega ern – 73 ára gamall maðurinn. Ég held að það hafi verið orðið „ern“ sem fór með það. Þá liggur fyrir að Bogi mun ekki verða fastur gestur í sminkinu lengur.vísir/anton brink Yfirhalningin segir sitt um þennan nestor í blaðamennsku, sem nú kveður eftir hartnær fimmtíu ár, að megninu til á Ríkissjónvarpinu. Þetta var sagt algerlega æsingalaust, það var húmor í orðum hans án þess að það kæmi niður á festunni í orðunum. Í gær var svokallaður Boga Ágústs-dagur. Allir og amma þeirra, já, kannski alveg sérstaklega ömmurnar, kvöddu þennan klett, þulinn í Ríkissjónvarpinu með tárum. Í gær las Bogi sjónvarpsfréttir síðasta sinni. Sérstakt viðhafnarviðtal við Boga fylgdi í Kastljósinu. Sérstakur Boga-dagur var á Rás 2 þar sem leikið var Bítlalag á klukkutíma fresti honum til heiðurs. Fréttastofa Stöðvar 2 fylgdist með og er þá bara þetta helsta nefnt. Ljóst hvaða skóla Bogi aðhyllist Sjálfum fannst Boga nóg um tilstandið þegar hann var spurður hvort þetta mætti ekki heita stór dagur? „Nei, nei, ekkert stærri en hver annar. Það er einn gamall þulur að hætta. Það er nú allt og sumt,“ segir Bogi Ágústsson. Þegar blaðamaður Vísis náði í skottið á Boga var hann að sinna morgunrútínu sinni sem fólst í að hlusta samtímis á báðar rásar Ríkisútvarpsins auk þess sem hann var með Denmarks Radio á, til að missa ekki að neinu þar og svo sænska stöð… unga fólkið myndi segja að þetta væri að „múltitaska“. Bogi hefur verið kletturinn í fréttalestri lengi. Vandséð að aðrir nái öðrum eins tíma og hann á því sviði.vísir/anton brink Þeir eru ýmsir skólarnir í blaðamennsku; Gonzo-skólinn, þar sem blaðamaður fer á vettvang og segir hvernig atburðir koma honum fyrir sjónir, sumir blaðamenn leggja upp úr aðgangshörku, sumum finnst „agenda-drifin“ blaðamennska bara í góðu lagi og svo framvegis. Það er ljóst hvaða skóla Bogi aðhyllist og það kemur ekki á óvart þegar litið er til verka hans. Þulurinn á ekki að skipta máli „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þulurinn skipti ekki máli. Fólk á helst ekki að taka eftir honum. Hann er bara tæki til að koma fréttum á framfæri.“ Og þér hefur tekist það býsna vel? „Já, þá er björninn unninn. Eins og ég segi, fréttirnar skipta máli, innihald þeirra skiptir máli. Ekki sá sem flytur þær.“ Bogi notaði síðasta daginn í að ræða við fréttamenn. Hér er hann í Reykjavík síðdegis.vísir/anton brink En nú er hefur það færst í aukana, ef eitthvað er, að margir reyni að lesa í allt sem blaðamaðurinn gerir í leit að undirtexta. Og fréttamaðurinn er þá orðinn aðalatriðið? „Þar er ég öndverðrar skoðunar.“ Spurningarnar eru settar undir mæliker og lesið í þær eitt og annað og nánast bara eftir því hvernig viðkomandi er innstilltur? „Já, ég er sammála þér um það. Þú ert ekki einn um það að fólk viti betur en þú sjálfur hvað þú meinar. Þetta hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar fólk lætur eða tekur það sem skoðun eða meiningu blaða- eða fréttamanns ef hann spyr að einhverju. Að hann sé að láta í ljós einhverja skoðun með því? Hann er einfaldlega að draga fram í viðtali það sem hann telur að lesendur, hlustendur, áhorfendur vilji eða eigi að vita. Hann er ekki að lýsa eigin skoðun með því.“ Fráleitt að lesa meiningu í spurningar blaðamanna Fólk les ótrúlegustu hluti út úr því bara hvernig spurningar eru orðaðar? „Já. Það gerir það augljóslega og stundum má segja það að það eigi rétt á sér. En í flestum tilfellum ekki. Í flestum tilfellum er verið að reyna að ná fram upplýsingum. Viðtöl eru svo ólík, stundum eru þau „confrontasjón“, stundum ertu að reyna að ná einhverju upp úr manni sem ekki vill veita upplýsingar, stundum er þetta í meiri friðsemd, en það er bara verið að reyna að upplýsa neytenda fréttarinnar. Þau eru allskyns viðtölin. Berghildur Erla fréttamaður Stöðvar 2 tekur Boga tali áður en síðasta útsendingin fer fram.vísir/anton brink Stundum eru þau tekin við þær aðstæður þegar sá sem er að veita viðtöl vill alls ekki veita upplýsingar – stundum vilja menn óðfúsir koma einhverju á framfæri. Og allt þarna á milli.“ Bogi er nú hættur á fréttastofunni en hann er ekki hættur á Ríkisútvarpinu. „En ég hef frá 2009, þegar Magga Marteins fékk mig til að koma og tala um erlend málefni hjá sér á Rás 2, verið á fimmtudagsmorgnum að spjalla um erlend málefni. Svo fékk Óðinn Jónsson fékk mig yfir á Rás 1, þar hef ég verið og verð áfram í litlum þætti sem Óðinn nefndi Heimsgluggann. Það nafn hefur fest við. Leiðir mínar og Ríkisútvarpsins hafa ekkert skilist. Ég verð þar áfram. En ekki á fréttastofunni og ekki á skjánum.“ Bestu blaðamennirnir á Alþýðublaðinu Bogi segir að þá sé í undirbúningi dagskrárgerð fyrir sjónvarp, en það sé ekkert frágengið og ekki víst að rétt sé að segja af því. En það séu sagnfræðilegir þættir sem fjalla um samskipti Dana og Íslendinga. Kemur kannski ekki á óvart? „Nei, kannski ekki. Á sínum tíma var ég sagnfræðinemi við Háskóla Íslands. Svo bjó ég í Kaupmannahöfn á árunum 1984 til 1986 og var þá í fullu starfi hjá Ríkisútvarpinu auk þess sem ég fór yfir til Þýskalands og Frakklands og dekkaði kosningar þar.“ Bogi býr sig undir að lesa síðasta sinni. Bindishnúturinn vefst ekki fyrir honum.vísir/anton brink Spurning er hvernig reiknað er þegar litið er til þess hvenær Bogi hóf störf hjá Ríkisútvarpinu en hann segir að í janúar 1977 hafi hann verið ráðinn þangað við erlendar fréttir. „Þú manst eftir því að allir bestu blaðamenn landsins sögðust hafa byrjað á Alþýðublaðinu og ég byrjaði níu ára gamall að bera það út.“ Þegar þetta er voru flokksblöðin ráðandi. Þegar Ríkisútvarpið sjónvarp var stofnað 1966 voru þeir Magnús Bjarnfreðsson frá Framsóknarflokknum ráðnir og Markús Örn Antonsson frá Morgunblaðinu. Eiður Svanberg Guðnason kom seinna frá Alþýðublaðinu og Ólafur Ragnarsson var þar pródúsent í fyrstu. Bogi segir að svoleiðis hafi kaupin gerst á eyrinni þá. Þetta voru tveir fréttatímar í viku til að byrja með. Gat ekki beðið eftir því að tíminn í læknisfræði væri búinn En ætlaði Bogi sér alltaf að verða fréttamaður? „Nei. En ég ákvað að eftir að hafa setið í einn klukkutíma í læknisfræði, og heilan klukkutíma því mér fannst dónalegt að standa upp fyrr, að standa upp. Ég beið eftir því að tíminn væri búinn. Og ákvað um leið að þetta ætti ekki við mig. Ég fór yfir á Árnagarð til að skrá mig í sögu og íslensku sem var það sem ég hafði áhuga á.“ Bogi í síðasta sinn í sminkinu hjá Hönnu Maju.vísir/anton brink Bogi segist tregur til að ráðleggja öðru fólki en hann hafi þó sagt börnum sínum það að þau ættu að þau myndu velja sér eitthvað sem þau hefðu áhuga á. Þá væru líkur á því að þau lentu í starfi sem þau hefðu gaman að. „Fátt er betra en að hafa gaman að því að fara í vinnuna.“ Og Bogi segist alltaf hafa haft gaman að því sem hann hefur verið að gera. „Að vísu get ég sagt að seinni árin, þegar ég var fréttastjóri, þá var þetta minna gaman en að skrifa fréttir. Þá var ég orðinn „bujrókrat“ og hefði eins getað verið deildarstjóri í ráðuneyti. Þá var þetta fjárhagsáætlanir, starfsmannamál og allskonar mál sem höfðu lítið með blaða og fréttamennsku að gera.“ Þurfum meira á RÚV að halda en nokkru sinni Þá var ekki gaman. Og Bogi losaði sig úr því starfi þegar tækifæri gafst. En aftur að stöðu fjölmiðla, hvernig metur hann hana? „Ég met það þannig, og kannanir staðfesta það, að langflestir landsmenn, 70 til 80 prósent, eru hlynntir eða velviljaðir Ríkisútvarpinu. Það er svo ákveðinn hópur af pólitískum ástæðum og öðrum sem eru á móti því að ríkið reki fjölmiðla. Það er sjónarmið sem verður að virða. Umræðan kemur í sveiflum finnst mér. Ég merki ekki að það sé vaxandi óánægja í þjóðfélaginu með Ríkisútvarpið.“ Bogi í kunnuglegri stellingu í fréttasetti Ríkissjónvarpsins.vísir/anton brink Ekki ætti að fara mörgum orðum um bágborna stöðu fjölmiðla og blaðamennsku á Íslandi. Hefur þetta ekki áhrif á stöðu RÚV? „Ég vil segja nei. Ég myndi telja að Ríkisútvarpið sé mikilvægara núna, eða jafn mikilvægt og það hefur nokkru sinni verið. Sérstaklega í þessari viðkvæmu fjölmiðlastöðu sem er núna. Við þurfum miðil sem upplýsir fólk, gengur ekki erinda sérhagsmunahópa eða pólitískra afla og hefur það bara að markmiði að þjóna almenningi. Og það er það sem Ríkisútvarpið er; þjónustustofnun við almenning. Og eftir því sem fjölmiðlum hefur fækkað þeim mun mikilvægara er þetta hlutverk.“ Bogi segist öðru hvoru, eða alltaf þegar fréttir hafi borist af niðurskurði annarra miðla, fengið hland fyrir hjartað. „Að þeir myndu nú leggja fréttastofuna niður. Við megum ekki við því að fjölmiðlum fækki frekar í þessu samfélagi.“ Fréttir geta ekki verið ókeypis Undanfarin árin hafa verið talsvert niðurlægingarskeið fjölmiðlunar á Íslandi og víðar? „Já, því miður hefur orðið veruleg afturför frá því fyrir nokkrum árum. Og það má í rauninni segja að allir fjölmiðlar fyrir utan Ríkissjónvarpið sem hefur sínar garanteruðu skatttekjur, séu gjaldþrota. Enda er dýrt að reka fréttastofu. Bogi has left the building.vísir/anton brink Núna þegar fólk heldur að það geti fengið allar fréttir fyrir ekki neitt þá er þetta erfitt. Það verður að segjast eins og er. En góðar vandaðar ritstýrðar ábyrgar fréttir, færðu ekki ókeypis.“ En þú þarft varla að hafa áhyggjur af því persónulega, nú þegar hægist á hjá þér? „Jú, núna uppá síðkastið hef ég verið að lesa eina helgi í mánuði eða frá því ég hætti sem daglaunamaður – þegar ég varð sjötugur – þá höfum við verið að trappa þetta niður og minnka að ég lesi fréttir. Hægt og rólega. Þetta er þannig séð ekki stórkostleg breyting fyrir mig. Ég hef feikinóg að gera og eiginlega meira en ég kæri mig um. Ég á erfitt með að segja nei við fólk.“ Blessað barnalánið Bogi á miklu barnaláni að fagna, hann og kona hans eiga þrjú börn og sjö barnabörn. Sonur hans starfar hjá Norrænu ráðherranefndinni, býr í raðhúsi ásamt konu og þremur börnum, við skóg og vatn. Bogi segist hafa verið hjá honum nýverið og það hafi verið dásemdin ein. Fjölskyldan mætti og fylgdist með Boga lesa fréttir hinsta sinni.vísir/anton brink „Og svo á ég tvær dætur sem búa í um 200 metra fjarlægð frá mér. Þær eiga tvö börn og Bogi segist vera að ala upp í þeim KR-mennskuna. „Við erum náttúrlega í sauðalitabandalaginu, við Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur, höldum með KR og FH …“ Bogi vill nú fara að ræða um fótbolta, stöðuna í deildinni en það á ekki uppá pallborðið hjá þeim blaðamanni sem hér heldur um penna. Þá er tímabært að slíta þessu samtali.
Fjölmiðlar Tímamót Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Bogi Ágústsson, fréttaþulur Ríkisútvarpsins, les sinn síðasta fréttatíma á morgun. 27. apríl 2025 19:32 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Bogi Ágústsson, fréttaþulur Ríkisútvarpsins, les sinn síðasta fréttatíma á morgun. 27. apríl 2025 19:32