Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2025 13:01 Í dag er Evrópudagurinn. Til hamingju með hann. Fróðlegt er að skoða niðurstöður könnunar Gallups um afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknar og hvort ganga skuli í Evrópusambandið. Í könnun Gallups á stuðningi við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið kemur í ljós að 72% landsmanna eru fylgjandi því að þjóðin greiði atkvæði en 17,6% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 80% þjóðarinnar fylgjandi slíkri atkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að þjóðin greiði atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið? Hér á eftir verður aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu. Í ljós kemur að um 75% karla eru fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu og 87% kvenna. Mikill meirihluti í öllum aldurshópum styður atkvæðagreiðslu. Mestu er stuðningurinn hjá fólki á aldrinum 40 til 49 ára, en minnstur hjá þeim sem eru yfir sjötugt eða 71%. Á landsbyggðinni vill 78% slíka þjóðaratkvæðagreiðslu en 81-83% í höfðuðborginni og nágrenni. Ekki er martækur eftir menntun eða tekjum, en mikill eftir stjórnmálaskoðunum. Hjá Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu eru nær allir sem afstöðu tóku fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða 97-99%. Um 92% stuðningur er við atkvæðagreiðsluna hjá Flokki fólksins. Hjá Miðflokki skiptast stuðningsmenn í jafnar fylkingar, en hjá Sjálfstæðismönnum er stuðningurinn minnstur eða 41% þeirra sem taka afstöðu og 59% þeirra á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Niðurstöður eru þær að 43,0% landsmanna eru fylgjandi aðild og 38,6%% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 55% þjóðarinnar fylgjandi aðild. Hér á eftir er aðeins litið á þá sem afstöðu tóku. Fleiri karlar en konur lýsa yfir skoðun á aðild, en þegar aðeins er litið á þá sem afstöðu tóku er ekki munur á kynjunum. Meirihluti í aldurshópum til 59 ára styður aðild eða um 60%, en lítill munur er hjá þeim sem eru á sjötugsaldri. Hjá þeim sem eru yfir sjötugt eru 56% á móti. Á landsbyggðinni er mest andstaða eða 55% á móti en 45% með. Á höfuðborgarsvæðinu eru aftur á móti rétt um 60% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi aðild. Hjá þeim sem eru með háskólapróf er mestur stuðningur við aðild eða um 60% en um 50% hjá fólki með framhaldsskólapróf og 53% hjá þeim sem hafa grunnskólapróf. Nær allir tekjuhópar eru fylgjandi aðild og almennt fer stuðningur vaxandi með hærri tekjum, nema hjá þeim sem eru með yfir tvær milljónir í fjölskyldutekjur á mánuði, en þar er stuðningurinn þó 56%. Mestur er stuðningurinn hjá Samfylkingu eða 92% þeirra sem afstöðu tóku, 86% hjá Viðreisn og 81% hjá Pírötum. Hjá VG og Flokki fólksins er stuðningurinn um 60%, en miklu minni hjá stjórnarandstöðunni. Hjá Miðflokki eru 84% á móti aðild, hjá Sjálfstæðismönnum 85% þeirra sem taka afstöðu og 89% Framsóknarmanna. Nánar um könnun Gallups. Þetta var netkönnun. Úrtak var 1.714 manns af landinu öllu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallups, 823 svöruðu. Könnunin var gerð 27. mars – 8. apríl. Ekki eftir neinu að bíða Engum blöðum er um það að fletta að vilji þjóðarinnar stendur til þess að fá að taka afstöðu til næstu skrefa í Evrópumálum. Engin ástæða er til þess að fresta því að hefja undirbúning slíkrar atkvæðagreiðslu og að hún fari fram á næstunni. Evrópudagurinn er tilvalinn til þess, fyrir þá sem vilja framvindu í þessum málum, að ganga til liðs við Evrópuhreyfinguna og skrá sig á þessari slóð: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagurinn. Til hamingju með hann. Fróðlegt er að skoða niðurstöður könnunar Gallups um afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknar og hvort ganga skuli í Evrópusambandið. Í könnun Gallups á stuðningi við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið kemur í ljós að 72% landsmanna eru fylgjandi því að þjóðin greiði atkvæði en 17,6% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 80% þjóðarinnar fylgjandi slíkri atkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að þjóðin greiði atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið? Hér á eftir verður aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu. Í ljós kemur að um 75% karla eru fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu og 87% kvenna. Mikill meirihluti í öllum aldurshópum styður atkvæðagreiðslu. Mestu er stuðningurinn hjá fólki á aldrinum 40 til 49 ára, en minnstur hjá þeim sem eru yfir sjötugt eða 71%. Á landsbyggðinni vill 78% slíka þjóðaratkvæðagreiðslu en 81-83% í höfðuðborginni og nágrenni. Ekki er martækur eftir menntun eða tekjum, en mikill eftir stjórnmálaskoðunum. Hjá Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu eru nær allir sem afstöðu tóku fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða 97-99%. Um 92% stuðningur er við atkvæðagreiðsluna hjá Flokki fólksins. Hjá Miðflokki skiptast stuðningsmenn í jafnar fylkingar, en hjá Sjálfstæðismönnum er stuðningurinn minnstur eða 41% þeirra sem taka afstöðu og 59% þeirra á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Niðurstöður eru þær að 43,0% landsmanna eru fylgjandi aðild og 38,6%% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 55% þjóðarinnar fylgjandi aðild. Hér á eftir er aðeins litið á þá sem afstöðu tóku. Fleiri karlar en konur lýsa yfir skoðun á aðild, en þegar aðeins er litið á þá sem afstöðu tóku er ekki munur á kynjunum. Meirihluti í aldurshópum til 59 ára styður aðild eða um 60%, en lítill munur er hjá þeim sem eru á sjötugsaldri. Hjá þeim sem eru yfir sjötugt eru 56% á móti. Á landsbyggðinni er mest andstaða eða 55% á móti en 45% með. Á höfuðborgarsvæðinu eru aftur á móti rétt um 60% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi aðild. Hjá þeim sem eru með háskólapróf er mestur stuðningur við aðild eða um 60% en um 50% hjá fólki með framhaldsskólapróf og 53% hjá þeim sem hafa grunnskólapróf. Nær allir tekjuhópar eru fylgjandi aðild og almennt fer stuðningur vaxandi með hærri tekjum, nema hjá þeim sem eru með yfir tvær milljónir í fjölskyldutekjur á mánuði, en þar er stuðningurinn þó 56%. Mestur er stuðningurinn hjá Samfylkingu eða 92% þeirra sem afstöðu tóku, 86% hjá Viðreisn og 81% hjá Pírötum. Hjá VG og Flokki fólksins er stuðningurinn um 60%, en miklu minni hjá stjórnarandstöðunni. Hjá Miðflokki eru 84% á móti aðild, hjá Sjálfstæðismönnum 85% þeirra sem taka afstöðu og 89% Framsóknarmanna. Nánar um könnun Gallups. Þetta var netkönnun. Úrtak var 1.714 manns af landinu öllu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallups, 823 svöruðu. Könnunin var gerð 27. mars – 8. apríl. Ekki eftir neinu að bíða Engum blöðum er um það að fletta að vilji þjóðarinnar stendur til þess að fá að taka afstöðu til næstu skrefa í Evrópumálum. Engin ástæða er til þess að fresta því að hefja undirbúning slíkrar atkvæðagreiðslu og að hún fari fram á næstunni. Evrópudagurinn er tilvalinn til þess, fyrir þá sem vilja framvindu í þessum málum, að ganga til liðs við Evrópuhreyfinguna og skrá sig á þessari slóð: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun