Innlent

Öku­maðurinn hefur gefið sig fram

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Frá vettvangi slyssins í Lönguhlíð.
Frá vettvangi slyssins í Lönguhlíð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði ökumanns sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli fyrr í dag. Atvikið átti sér stað á gangbraut í Lönguhlíð í Reykjavík við Eskitorg rétt eftir klukkan tvö. Ökumaðurinn hefur nú gefið sig fram.

„Fyrrnefndur ökumaður nam staðar á vettvangi og átti orðaskipti við konuna, en ók síðan á brott,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Ökumaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Ökumanninum er lýst sem eldri konu á bláum jeppa. 

Áríðandi sé að tilkynna mál líkt og þetta, ekki síst þar sem áverkar eru oft ekki sjáanlegir á vettvangi.

Fréttin var uppfærð klukkan 21:03 þegar fregnir bárust að ökumaðurinn hefði gefið sig fram við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×