Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 19. maí 2025 11:32 Í heldur furðulegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu miðvikudaginn 14. þessa mánaðar gagnrýndi Harpa Magnúsdóttir, forstjóri Hoobla, ávarp mitt í tilefni 1. maí þar sem ég gerði „gigg-hagkerfið“ svonefnda að umtalsefni. Harpa kaus að túlka orð mín svo að þau ættu við sjálfstætt starfandi fólk, almennt og yfirleitt. Nefndi hún til sögu lögfræðinga, ráðgjafa og aðra sjálfstætt starfandi sérfræðinga og lýsti því yfir að gagnrýni mín væri svo „gamaldags“ að líkja mætti henni við að vera andvígur nýtingu gervigreindar! Mér kemur verulega á óvart að forstjóri fyrirtækis sem lýsir sér sem „markaðstorgi þekkingar“ skuli beita svo ómerkilegum útúrsnúningi. Réttleysi og þrælavinna Augljóst má vera hverjum þeim sem les ávarp mitt, sem birtist í Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins, að því fer víðs fjarri að orðum mínum sé beint gegn sjálfstætt starfandi fólki í landinu! Í ávarpinu fjalla ég um réttleysi fólks sem neyðist til „að stunda þrælavinnu fyrir lúsarlaun“. Vera kann að Harpa Magnúsdóttir þekki til sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem þannig er komið fyrir en ég leyfi mér að efast um að það sé algengt hlutskipti. Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), og í flestum ríkjum Vesturlanda hefur hin seinni ár farið fram umræða um hörmuleg kjör og réttleysi fólks sem sinnir þjónustustörfum í gegnum svonefnda „stafræna vettvanga“ (e. Digital platforms). Í því efni er nærtækt að vísa til leigubílaaksturs og sendlaþjónustu líkt og þekkist hér á landi. Það er í þessu ljósi sem ég fjalla í ávarpinu um samningsrétt á jafnréttisgrunni, veika samningsstöðu fólks í „gigg-hagkerfinu“ og þá hugmyndafræði að lífsgæði og réttindi annars fólks séu „afstæð við þarfir markaðarins hverju sinni“. Öllum má ljóst vera að með þessum orðum vísa ég til fólks, yfirleitt erlendra verkamanna og innflytjenda, sem almennt standa höllum fæti gagnvart atvinnurekendum sínum og samfélaginu. Veik staða þessa fólks er nýtt til að skerða kjörin og stuðla að félagslegum undirboðum. Skipulegt niðurbrot ráðningasambandsins er kjarninn í þessari hugmyndafræði sem byggist á misneytingu. Um leið er vegið að sjálfu vinnumarkaðslíkaninu sem reynst hefur íslensku launafólki vel og nauðsynlegt er að standa vörð um. Þessa framgöngu tel ég birtingarmynd blindrar auðhyggju og samfélagslegrar niðurrifsstefnu. Þetta er svartur blettur á okkar samfélagi jafnt sem öðrum. Hvað eru stéttarfélögin að gera? Í viðtalinu varð Hörpu tíðrætt um hvað stéttarfélögin eru ekki að gera til að laða þetta fólk að sér. Sjálfstætt starfandi einstaklingar hafa verið og eru í mjög mörgum tilfellum félagsfólk í stéttarfélögum. Svo hefur lengi verið og má þar nefna einyrkja í iðnaðarstörfum, sjálfstætt starfandi sölumenn og fleiri. Þetta er fólk sem hefur aðstöðu til að semja fyrir sig og vísa í gerða kjarasamninga. Félag tæknifólks, sem er innan RSÍ, gerði brautryðjandi kjarasamninga fyrir sitt fólk sem eru verktakar í tölvu-, kvikmynda-, og hljóðstörfum. Margt af þessu fólki þurfti áður fyrr að gera sér að góðu að sá sem ætlaði að fá þau í tímabundna vinnu setti skilyrðin fyrir ráðningu. Þau fengu ákveðna upphæð á sólahring, áttu að sjá um sig sjálf varðandi fæði og húsnæði, iðulega fjarri byggð, og innifalinn var vinnutími meðan unnið væri hvern sólarhring. Matarsendill hefur ekkert um það að segja hvað hann fær fyrir hverja sendingu. Verkalýðsfélögin eru að vinna í þeirra málum, svo og annarra sem undir þessa ánauð eru seld. Barátta kynslóðanna Þau réttindi sem launafólk á Íslandi nýtur eru afrakstur baráttu kynslóðanna fyrir velferð og virðingu fyrir mannlegri reisn. Þegar skipulega er unnið að því að grafa undan þeim árangri sem náðst hefur verður samfélagið að bregðast við í nafni almannahagsmuna. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Vinnumarkaður Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í heldur furðulegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu miðvikudaginn 14. þessa mánaðar gagnrýndi Harpa Magnúsdóttir, forstjóri Hoobla, ávarp mitt í tilefni 1. maí þar sem ég gerði „gigg-hagkerfið“ svonefnda að umtalsefni. Harpa kaus að túlka orð mín svo að þau ættu við sjálfstætt starfandi fólk, almennt og yfirleitt. Nefndi hún til sögu lögfræðinga, ráðgjafa og aðra sjálfstætt starfandi sérfræðinga og lýsti því yfir að gagnrýni mín væri svo „gamaldags“ að líkja mætti henni við að vera andvígur nýtingu gervigreindar! Mér kemur verulega á óvart að forstjóri fyrirtækis sem lýsir sér sem „markaðstorgi þekkingar“ skuli beita svo ómerkilegum útúrsnúningi. Réttleysi og þrælavinna Augljóst má vera hverjum þeim sem les ávarp mitt, sem birtist í Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins, að því fer víðs fjarri að orðum mínum sé beint gegn sjálfstætt starfandi fólki í landinu! Í ávarpinu fjalla ég um réttleysi fólks sem neyðist til „að stunda þrælavinnu fyrir lúsarlaun“. Vera kann að Harpa Magnúsdóttir þekki til sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem þannig er komið fyrir en ég leyfi mér að efast um að það sé algengt hlutskipti. Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), og í flestum ríkjum Vesturlanda hefur hin seinni ár farið fram umræða um hörmuleg kjör og réttleysi fólks sem sinnir þjónustustörfum í gegnum svonefnda „stafræna vettvanga“ (e. Digital platforms). Í því efni er nærtækt að vísa til leigubílaaksturs og sendlaþjónustu líkt og þekkist hér á landi. Það er í þessu ljósi sem ég fjalla í ávarpinu um samningsrétt á jafnréttisgrunni, veika samningsstöðu fólks í „gigg-hagkerfinu“ og þá hugmyndafræði að lífsgæði og réttindi annars fólks séu „afstæð við þarfir markaðarins hverju sinni“. Öllum má ljóst vera að með þessum orðum vísa ég til fólks, yfirleitt erlendra verkamanna og innflytjenda, sem almennt standa höllum fæti gagnvart atvinnurekendum sínum og samfélaginu. Veik staða þessa fólks er nýtt til að skerða kjörin og stuðla að félagslegum undirboðum. Skipulegt niðurbrot ráðningasambandsins er kjarninn í þessari hugmyndafræði sem byggist á misneytingu. Um leið er vegið að sjálfu vinnumarkaðslíkaninu sem reynst hefur íslensku launafólki vel og nauðsynlegt er að standa vörð um. Þessa framgöngu tel ég birtingarmynd blindrar auðhyggju og samfélagslegrar niðurrifsstefnu. Þetta er svartur blettur á okkar samfélagi jafnt sem öðrum. Hvað eru stéttarfélögin að gera? Í viðtalinu varð Hörpu tíðrætt um hvað stéttarfélögin eru ekki að gera til að laða þetta fólk að sér. Sjálfstætt starfandi einstaklingar hafa verið og eru í mjög mörgum tilfellum félagsfólk í stéttarfélögum. Svo hefur lengi verið og má þar nefna einyrkja í iðnaðarstörfum, sjálfstætt starfandi sölumenn og fleiri. Þetta er fólk sem hefur aðstöðu til að semja fyrir sig og vísa í gerða kjarasamninga. Félag tæknifólks, sem er innan RSÍ, gerði brautryðjandi kjarasamninga fyrir sitt fólk sem eru verktakar í tölvu-, kvikmynda-, og hljóðstörfum. Margt af þessu fólki þurfti áður fyrr að gera sér að góðu að sá sem ætlaði að fá þau í tímabundna vinnu setti skilyrðin fyrir ráðningu. Þau fengu ákveðna upphæð á sólahring, áttu að sjá um sig sjálf varðandi fæði og húsnæði, iðulega fjarri byggð, og innifalinn var vinnutími meðan unnið væri hvern sólarhring. Matarsendill hefur ekkert um það að segja hvað hann fær fyrir hverja sendingu. Verkalýðsfélögin eru að vinna í þeirra málum, svo og annarra sem undir þessa ánauð eru seld. Barátta kynslóðanna Þau réttindi sem launafólk á Íslandi nýtur eru afrakstur baráttu kynslóðanna fyrir velferð og virðingu fyrir mannlegri reisn. Þegar skipulega er unnið að því að grafa undan þeim árangri sem náðst hefur verður samfélagið að bregðast við í nafni almannahagsmuna. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ).
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun