Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Haraldur Örn Haraldsson skrifar 23. maí 2025 17:17 Fanndís skoraði mark Vals. vísir/Jón Gautur Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. Leikurinn fór hægt af stað í fyrri hálfleik, en eftir um tíu mínútna leik, kom Valur sér almennilega inn í leikinn. Þær voru að koma sér í ágætar stöður, en ekki að gera nægilega mikið til að skora. Eina ógnin sem kom frá Víkingum var úr föstum leikatriðum, en það var yfirleitt bara skallað frá. Það voru svo Valskonur sem brutu ísinn einmitt með marki úr hornspyrnu. Góður bolti frá Ragnheiði á nærstöngina þar sem Fanndís Friðriksdóttir kom á fleygiferð og stangaði boltann í netið. Valur fékk svo tvö önnur góð færi áður en flautað var til hálfleiks, þar sem Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir átti skot í stöng. Rétt fyrir hálfleikslok var Jordyn Rhodes komin ein gegn markmanni en Sigurborg varði mjög vel frá henni í marki Víkings. 1-0 því staðan í hálfleik. Það leið ekki að löngu fyrr en fyrsta færi seinni hálfleiksins kom. Bergdís Sveinsdóttir fékk afbragðs skallafæri fyrir Víkinga en setti boltann beint á Tinnu. Aðeins tveim mínútum seinna voru svo Víkingar búnir að jafna, þar sem Þórdís setti fastan bolta inn í teig, og Freyja fleytti svo boltanum áfram þar sem Dagný Rún Pétursdóttir lúrði á fjær og setti boltann snyrtilega fram hjá Tinnu. Valur var hættulegri aðilinn það sem eftir var, en áttu í erfiðleikum með að skapa sér þetta dauðafæri. Valur fékk svo víti á loka sekúndum seinni hálfleiks þar sem boltinn fór í hönd varnarmann Víkings. Jordyn Rhodes steig á punktinn en slök spyrna hennar var varin af Sigurborgu Sveindóttur. Atvik leiksins Vítaspyrnan sem Valur fær á lokasekúndum uppbótatíma í seinni hálfleik. Það er matsatriði hvort þetta hafi verið rétt dæmt, þar sem þetta fer greinilega í höndina á leikmanni Víkings, en þá er spurning hvort hún hafi verið í náttúrulegri stöðu. Ég er sjálfur ekki viss. Stjörnur og skúrkar Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark Valskvenna og fékk alveg færi til að bæta við öðru, með smá heppni hefði það tekist. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir var hins vegar best í leiknum, sú sem var að skapa mest. Dagný Rún Pétursdóttir skoraði mark Víkings en Freyja Stefánsdóttir var líkast til hættulegasti leikmaður Víkings fyrir utan það í leiknum. Erfitt að tala um einhverja ákveðna leikmenn sem skúrkar. Leikurinn heilt yfir var ekkert sérlega gæðamikill, og bar þess merki að hérna voru að mætast tvö lið sem eru með lítið sjálfstraust. Dómararnir Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson og hans teymi dæmdu þennan leik bara vel. Það er spurning með vítaspyrnuna í lok leiksins en ég á sjálfur eftir að sjá það betur til að geta sagt til um það. Stemmning og umgjörð Það var mjög fámennt í stúkunni á Hlíðarenda í kvöld. Slæmt gengi beggja liða útskýrir það kannski að vissu marki, en þar af leiðandi var mjög lágstemmt. Við eigum að vinna þennan leik Kristján Guðmundsson þjálfari Vals var svekktur með úrslitin í kvöld en fannst liðið sitt spila vel.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Í rauninni spilum við leikinn þannig að við áttum að vinna hann. Við eigum að vera búin að klára hann í fyrri hálfleik að okkar mati. Við þurfum að vera aðeins faglegri í því sem við erum að gera, sérstaklega. Við eigum að vinna þennan leik,“ sagði Kristján. Leikurinn einkenndist á köflum af tveimur liðum sem voru ekki að eiga sérstaklega gott mót. „Fyrstu fimmtán mínúturnar voru þannig. Það var spenna, meira verið að berjast og meira um læti. Svo náðum við aðeins boltanum niður á jörðina og eigum þarna langan kafla í fyrri hálfleik, sem að gefur okkur mark og við eigum að skora fleiri. Í seinni hálfleik er þetta nokkuð jafnt. Okkur finnst við byrja seinni hálfleikinn vel, en gerum þarna ein mistök. Svo gerum við bara ekki hlutina nógu vel, eins og hornspyrnur og annað. Það þarf að vera betra.“ Besta deild kvenna Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37
Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. Leikurinn fór hægt af stað í fyrri hálfleik, en eftir um tíu mínútna leik, kom Valur sér almennilega inn í leikinn. Þær voru að koma sér í ágætar stöður, en ekki að gera nægilega mikið til að skora. Eina ógnin sem kom frá Víkingum var úr föstum leikatriðum, en það var yfirleitt bara skallað frá. Það voru svo Valskonur sem brutu ísinn einmitt með marki úr hornspyrnu. Góður bolti frá Ragnheiði á nærstöngina þar sem Fanndís Friðriksdóttir kom á fleygiferð og stangaði boltann í netið. Valur fékk svo tvö önnur góð færi áður en flautað var til hálfleiks, þar sem Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir átti skot í stöng. Rétt fyrir hálfleikslok var Jordyn Rhodes komin ein gegn markmanni en Sigurborg varði mjög vel frá henni í marki Víkings. 1-0 því staðan í hálfleik. Það leið ekki að löngu fyrr en fyrsta færi seinni hálfleiksins kom. Bergdís Sveinsdóttir fékk afbragðs skallafæri fyrir Víkinga en setti boltann beint á Tinnu. Aðeins tveim mínútum seinna voru svo Víkingar búnir að jafna, þar sem Þórdís setti fastan bolta inn í teig, og Freyja fleytti svo boltanum áfram þar sem Dagný Rún Pétursdóttir lúrði á fjær og setti boltann snyrtilega fram hjá Tinnu. Valur var hættulegri aðilinn það sem eftir var, en áttu í erfiðleikum með að skapa sér þetta dauðafæri. Valur fékk svo víti á loka sekúndum seinni hálfleiks þar sem boltinn fór í hönd varnarmann Víkings. Jordyn Rhodes steig á punktinn en slök spyrna hennar var varin af Sigurborgu Sveindóttur. Atvik leiksins Vítaspyrnan sem Valur fær á lokasekúndum uppbótatíma í seinni hálfleik. Það er matsatriði hvort þetta hafi verið rétt dæmt, þar sem þetta fer greinilega í höndina á leikmanni Víkings, en þá er spurning hvort hún hafi verið í náttúrulegri stöðu. Ég er sjálfur ekki viss. Stjörnur og skúrkar Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark Valskvenna og fékk alveg færi til að bæta við öðru, með smá heppni hefði það tekist. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir var hins vegar best í leiknum, sú sem var að skapa mest. Dagný Rún Pétursdóttir skoraði mark Víkings en Freyja Stefánsdóttir var líkast til hættulegasti leikmaður Víkings fyrir utan það í leiknum. Erfitt að tala um einhverja ákveðna leikmenn sem skúrkar. Leikurinn heilt yfir var ekkert sérlega gæðamikill, og bar þess merki að hérna voru að mætast tvö lið sem eru með lítið sjálfstraust. Dómararnir Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson og hans teymi dæmdu þennan leik bara vel. Það er spurning með vítaspyrnuna í lok leiksins en ég á sjálfur eftir að sjá það betur til að geta sagt til um það. Stemmning og umgjörð Það var mjög fámennt í stúkunni á Hlíðarenda í kvöld. Slæmt gengi beggja liða útskýrir það kannski að vissu marki, en þar af leiðandi var mjög lágstemmt. Við eigum að vinna þennan leik Kristján Guðmundsson þjálfari Vals var svekktur með úrslitin í kvöld en fannst liðið sitt spila vel.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Í rauninni spilum við leikinn þannig að við áttum að vinna hann. Við eigum að vera búin að klára hann í fyrri hálfleik að okkar mati. Við þurfum að vera aðeins faglegri í því sem við erum að gera, sérstaklega. Við eigum að vinna þennan leik,“ sagði Kristján. Leikurinn einkenndist á köflum af tveimur liðum sem voru ekki að eiga sérstaklega gott mót. „Fyrstu fimmtán mínúturnar voru þannig. Það var spenna, meira verið að berjast og meira um læti. Svo náðum við aðeins boltanum niður á jörðina og eigum þarna langan kafla í fyrri hálfleik, sem að gefur okkur mark og við eigum að skora fleiri. Í seinni hálfleik er þetta nokkuð jafnt. Okkur finnst við byrja seinni hálfleikinn vel, en gerum þarna ein mistök. Svo gerum við bara ekki hlutina nógu vel, eins og hornspyrnur og annað. Það þarf að vera betra.“
Besta deild kvenna Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37
„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37