Í Kópavogi borga tekjuháir foreldrar leikskólabarna mest, er það svo ósanngjarnt? Rakel Ýr Isaksen skrifar 14. júní 2025 11:30 Einhverjir vilja meina að Kópavogur sé dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra ungra barna. Ég er alls ekki sammála því! Leikskólagjöld í Kópavogi umfram 30 gjaldfrjálsar klukkustundir á viku fyrir öll börn, eru tekjutengd og tekjulágir foreldrar hafa kost á að fá 10-50 % afslátt af dvalargjaldinu. Systkinaafsláttur af leikskólagjöldum reiknast ofan á tekjutengda afslætti, 30% ef leikskólabarn á eitt yngra systkini og 100% ef yngri systkini eru tvö. Um 30 prósent foreldra leikskólabarna í Kópavogi, kjósa eða hafa tök á að nýta einungis 30 gjaldfrjálsar klukkustundir í leikskólanum hverja viku. Um 70 prósent foreldra borga misháar upphæðir fyrir þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum umfram gjaldfrjálsa tímann. Upphæðin sem foreldrar greiða er háð lengd þess tíma sem barnið dvelur í leikskólanum og tekjum viðkomandi foreldra. Kópavogsmódelið (30 klst.gjaldfrjálsar og hækkandi gjaldskrá umfram gjaldfrjálsa tímann) er dýrmæt fjárfesting í velferð og hagsmunum barna og blés lífi í annars deyjandi starfsemi leikskólanna. Kópavogsmódelið hefur stórbætt stöðuleika, fagmennsku og gæði starfseminnar, starfsumhverfi allra barna og starfsfólks í leikskólum Kópavogs. Meðaldvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega með tilkomu módelsins, í janúar 2023 var meðaldvalartími barna 8,1 klukkustund en er nú í mars 2025 7,3 klukkustundir. Það er staðreynd að flestir foreldrar í Kópavogi leggja sig nú fram við að stytta erilsama leikskóladaga, forgangsraða því að eyða tíma með börnum sínum og draga þannig úr útgjöldum heimilisins. Stytting vinnuvikunnar er loksins að skila sér til okkar mikilvægustu þegna sem í mörg ár hafa unnið alltof langa vinnudaga. Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs er nú nokkurn veginn á pari við daglegan vinnutíma þeirra, sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólunum. Gagnrýnisraddir bera saman gjöld í Kópavogi og öðrum sveitarfélögum, þar sem 8 tíma dvalargjald er dýrara í Kópavogi. Hvað með að bera saman 6 tíma dvöl á milli sveitarfélaga (sem er nær því að vera hæfilegur vinnutími fyrir ung börn, fjarri foreldrum sínum)? Þá er klárlega ódýrast að vera með leikskólabörn í Kópavogi. Kópavogsmódelið er vænleg lausn á stórkostlegum vanda sem steðjar að fyrsta skólastiginu og hefur verið hampað meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gripið til lokunar vegna fáliðunar. Ég fagna Kópavogsmódelinu óháð því hvort grípa þurfi til fáliðunar eða ekki. Það er skortur á kennurum á öllum skólastigum og þeim fjölgar ekki á einni nóttu þrátt fyrir góða kjarasamninga. Komi til þess að þurfi að loka deild í Kópavogi vegna veikinda starfsfólks er það til þess eins að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Ónefnd sveitarfélög hafa hins vegar úthlutað fjölda leikskólaplássa óháð mönnun leikskóla og munu eflaust þurfa að skerða sína þjónustu töluvert með litlum fyrirvara, það er dýrt fyrir foreldra. Útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku (jafnrétti til náms) og greiða að mestu kostnað fyrir umfram dvalartíma barna í leikskólanum (hlutur foreldra er einungis um 10-15% af raunkostnaði við hvert leikskólapláss). Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna. Verði framtíðar pólitísk öfl þess valdandi að horfið verði frá Kópavogsmódelinu í núverandi mynd, get ég fullyrt að ég er ekki eini kennarinn sem mun leita í önnur störf. Fögnum því sem vel er gert, óháð pólitískum skoðunum og sameinumst um velferð barna, gæði og stöðuleika menntunar á fyrsta skólastiginu. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverjir vilja meina að Kópavogur sé dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra ungra barna. Ég er alls ekki sammála því! Leikskólagjöld í Kópavogi umfram 30 gjaldfrjálsar klukkustundir á viku fyrir öll börn, eru tekjutengd og tekjulágir foreldrar hafa kost á að fá 10-50 % afslátt af dvalargjaldinu. Systkinaafsláttur af leikskólagjöldum reiknast ofan á tekjutengda afslætti, 30% ef leikskólabarn á eitt yngra systkini og 100% ef yngri systkini eru tvö. Um 30 prósent foreldra leikskólabarna í Kópavogi, kjósa eða hafa tök á að nýta einungis 30 gjaldfrjálsar klukkustundir í leikskólanum hverja viku. Um 70 prósent foreldra borga misháar upphæðir fyrir þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum umfram gjaldfrjálsa tímann. Upphæðin sem foreldrar greiða er háð lengd þess tíma sem barnið dvelur í leikskólanum og tekjum viðkomandi foreldra. Kópavogsmódelið (30 klst.gjaldfrjálsar og hækkandi gjaldskrá umfram gjaldfrjálsa tímann) er dýrmæt fjárfesting í velferð og hagsmunum barna og blés lífi í annars deyjandi starfsemi leikskólanna. Kópavogsmódelið hefur stórbætt stöðuleika, fagmennsku og gæði starfseminnar, starfsumhverfi allra barna og starfsfólks í leikskólum Kópavogs. Meðaldvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega með tilkomu módelsins, í janúar 2023 var meðaldvalartími barna 8,1 klukkustund en er nú í mars 2025 7,3 klukkustundir. Það er staðreynd að flestir foreldrar í Kópavogi leggja sig nú fram við að stytta erilsama leikskóladaga, forgangsraða því að eyða tíma með börnum sínum og draga þannig úr útgjöldum heimilisins. Stytting vinnuvikunnar er loksins að skila sér til okkar mikilvægustu þegna sem í mörg ár hafa unnið alltof langa vinnudaga. Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs er nú nokkurn veginn á pari við daglegan vinnutíma þeirra, sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólunum. Gagnrýnisraddir bera saman gjöld í Kópavogi og öðrum sveitarfélögum, þar sem 8 tíma dvalargjald er dýrara í Kópavogi. Hvað með að bera saman 6 tíma dvöl á milli sveitarfélaga (sem er nær því að vera hæfilegur vinnutími fyrir ung börn, fjarri foreldrum sínum)? Þá er klárlega ódýrast að vera með leikskólabörn í Kópavogi. Kópavogsmódelið er vænleg lausn á stórkostlegum vanda sem steðjar að fyrsta skólastiginu og hefur verið hampað meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gripið til lokunar vegna fáliðunar. Ég fagna Kópavogsmódelinu óháð því hvort grípa þurfi til fáliðunar eða ekki. Það er skortur á kennurum á öllum skólastigum og þeim fjölgar ekki á einni nóttu þrátt fyrir góða kjarasamninga. Komi til þess að þurfi að loka deild í Kópavogi vegna veikinda starfsfólks er það til þess eins að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Ónefnd sveitarfélög hafa hins vegar úthlutað fjölda leikskólaplássa óháð mönnun leikskóla og munu eflaust þurfa að skerða sína þjónustu töluvert með litlum fyrirvara, það er dýrt fyrir foreldra. Útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku (jafnrétti til náms) og greiða að mestu kostnað fyrir umfram dvalartíma barna í leikskólanum (hlutur foreldra er einungis um 10-15% af raunkostnaði við hvert leikskólapláss). Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna. Verði framtíðar pólitísk öfl þess valdandi að horfið verði frá Kópavogsmódelinu í núverandi mynd, get ég fullyrt að ég er ekki eini kennarinn sem mun leita í önnur störf. Fögnum því sem vel er gert, óháð pólitískum skoðunum og sameinumst um velferð barna, gæði og stöðuleika menntunar á fyrsta skólastiginu. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun