Í Kópavogi borga tekjuháir foreldrar leikskólabarna mest, er það svo ósanngjarnt? Rakel Ýr Isaksen skrifar 14. júní 2025 11:30 Einhverjir vilja meina að Kópavogur sé dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra ungra barna. Ég er alls ekki sammála því! Leikskólagjöld í Kópavogi umfram 30 gjaldfrjálsar klukkustundir á viku fyrir öll börn, eru tekjutengd og tekjulágir foreldrar hafa kost á að fá 10-50 % afslátt af dvalargjaldinu. Systkinaafsláttur af leikskólagjöldum reiknast ofan á tekjutengda afslætti, 30% ef leikskólabarn á eitt yngra systkini og 100% ef yngri systkini eru tvö. Um 30 prósent foreldra leikskólabarna í Kópavogi, kjósa eða hafa tök á að nýta einungis 30 gjaldfrjálsar klukkustundir í leikskólanum hverja viku. Um 70 prósent foreldra borga misháar upphæðir fyrir þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum umfram gjaldfrjálsa tímann. Upphæðin sem foreldrar greiða er háð lengd þess tíma sem barnið dvelur í leikskólanum og tekjum viðkomandi foreldra. Kópavogsmódelið (30 klst.gjaldfrjálsar og hækkandi gjaldskrá umfram gjaldfrjálsa tímann) er dýrmæt fjárfesting í velferð og hagsmunum barna og blés lífi í annars deyjandi starfsemi leikskólanna. Kópavogsmódelið hefur stórbætt stöðuleika, fagmennsku og gæði starfseminnar, starfsumhverfi allra barna og starfsfólks í leikskólum Kópavogs. Meðaldvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega með tilkomu módelsins, í janúar 2023 var meðaldvalartími barna 8,1 klukkustund en er nú í mars 2025 7,3 klukkustundir. Það er staðreynd að flestir foreldrar í Kópavogi leggja sig nú fram við að stytta erilsama leikskóladaga, forgangsraða því að eyða tíma með börnum sínum og draga þannig úr útgjöldum heimilisins. Stytting vinnuvikunnar er loksins að skila sér til okkar mikilvægustu þegna sem í mörg ár hafa unnið alltof langa vinnudaga. Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs er nú nokkurn veginn á pari við daglegan vinnutíma þeirra, sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólunum. Gagnrýnisraddir bera saman gjöld í Kópavogi og öðrum sveitarfélögum, þar sem 8 tíma dvalargjald er dýrara í Kópavogi. Hvað með að bera saman 6 tíma dvöl á milli sveitarfélaga (sem er nær því að vera hæfilegur vinnutími fyrir ung börn, fjarri foreldrum sínum)? Þá er klárlega ódýrast að vera með leikskólabörn í Kópavogi. Kópavogsmódelið er vænleg lausn á stórkostlegum vanda sem steðjar að fyrsta skólastiginu og hefur verið hampað meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gripið til lokunar vegna fáliðunar. Ég fagna Kópavogsmódelinu óháð því hvort grípa þurfi til fáliðunar eða ekki. Það er skortur á kennurum á öllum skólastigum og þeim fjölgar ekki á einni nóttu þrátt fyrir góða kjarasamninga. Komi til þess að þurfi að loka deild í Kópavogi vegna veikinda starfsfólks er það til þess eins að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Ónefnd sveitarfélög hafa hins vegar úthlutað fjölda leikskólaplássa óháð mönnun leikskóla og munu eflaust þurfa að skerða sína þjónustu töluvert með litlum fyrirvara, það er dýrt fyrir foreldra. Útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku (jafnrétti til náms) og greiða að mestu kostnað fyrir umfram dvalartíma barna í leikskólanum (hlutur foreldra er einungis um 10-15% af raunkostnaði við hvert leikskólapláss). Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna. Verði framtíðar pólitísk öfl þess valdandi að horfið verði frá Kópavogsmódelinu í núverandi mynd, get ég fullyrt að ég er ekki eini kennarinn sem mun leita í önnur störf. Fögnum því sem vel er gert, óháð pólitískum skoðunum og sameinumst um velferð barna, gæði og stöðuleika menntunar á fyrsta skólastiginu. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Einhverjir vilja meina að Kópavogur sé dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra ungra barna. Ég er alls ekki sammála því! Leikskólagjöld í Kópavogi umfram 30 gjaldfrjálsar klukkustundir á viku fyrir öll börn, eru tekjutengd og tekjulágir foreldrar hafa kost á að fá 10-50 % afslátt af dvalargjaldinu. Systkinaafsláttur af leikskólagjöldum reiknast ofan á tekjutengda afslætti, 30% ef leikskólabarn á eitt yngra systkini og 100% ef yngri systkini eru tvö. Um 30 prósent foreldra leikskólabarna í Kópavogi, kjósa eða hafa tök á að nýta einungis 30 gjaldfrjálsar klukkustundir í leikskólanum hverja viku. Um 70 prósent foreldra borga misháar upphæðir fyrir þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum umfram gjaldfrjálsa tímann. Upphæðin sem foreldrar greiða er háð lengd þess tíma sem barnið dvelur í leikskólanum og tekjum viðkomandi foreldra. Kópavogsmódelið (30 klst.gjaldfrjálsar og hækkandi gjaldskrá umfram gjaldfrjálsa tímann) er dýrmæt fjárfesting í velferð og hagsmunum barna og blés lífi í annars deyjandi starfsemi leikskólanna. Kópavogsmódelið hefur stórbætt stöðuleika, fagmennsku og gæði starfseminnar, starfsumhverfi allra barna og starfsfólks í leikskólum Kópavogs. Meðaldvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega með tilkomu módelsins, í janúar 2023 var meðaldvalartími barna 8,1 klukkustund en er nú í mars 2025 7,3 klukkustundir. Það er staðreynd að flestir foreldrar í Kópavogi leggja sig nú fram við að stytta erilsama leikskóladaga, forgangsraða því að eyða tíma með börnum sínum og draga þannig úr útgjöldum heimilisins. Stytting vinnuvikunnar er loksins að skila sér til okkar mikilvægustu þegna sem í mörg ár hafa unnið alltof langa vinnudaga. Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs er nú nokkurn veginn á pari við daglegan vinnutíma þeirra, sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólunum. Gagnrýnisraddir bera saman gjöld í Kópavogi og öðrum sveitarfélögum, þar sem 8 tíma dvalargjald er dýrara í Kópavogi. Hvað með að bera saman 6 tíma dvöl á milli sveitarfélaga (sem er nær því að vera hæfilegur vinnutími fyrir ung börn, fjarri foreldrum sínum)? Þá er klárlega ódýrast að vera með leikskólabörn í Kópavogi. Kópavogsmódelið er vænleg lausn á stórkostlegum vanda sem steðjar að fyrsta skólastiginu og hefur verið hampað meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gripið til lokunar vegna fáliðunar. Ég fagna Kópavogsmódelinu óháð því hvort grípa þurfi til fáliðunar eða ekki. Það er skortur á kennurum á öllum skólastigum og þeim fjölgar ekki á einni nóttu þrátt fyrir góða kjarasamninga. Komi til þess að þurfi að loka deild í Kópavogi vegna veikinda starfsfólks er það til þess eins að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Ónefnd sveitarfélög hafa hins vegar úthlutað fjölda leikskólaplássa óháð mönnun leikskóla og munu eflaust þurfa að skerða sína þjónustu töluvert með litlum fyrirvara, það er dýrt fyrir foreldra. Útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku (jafnrétti til náms) og greiða að mestu kostnað fyrir umfram dvalartíma barna í leikskólanum (hlutur foreldra er einungis um 10-15% af raunkostnaði við hvert leikskólapláss). Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna. Verði framtíðar pólitísk öfl þess valdandi að horfið verði frá Kópavogsmódelinu í núverandi mynd, get ég fullyrt að ég er ekki eini kennarinn sem mun leita í önnur störf. Fögnum því sem vel er gert, óháð pólitískum skoðunum og sameinumst um velferð barna, gæði og stöðuleika menntunar á fyrsta skólastiginu. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar