Hvaða orka? Birgir Sverrisson skrifar 19. júní 2025 10:02 Það vita það eflaust allir að örvunardrykkjaneysla Íslendinga hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum jafnhliða framboði slíkra vara. Aukningin hefur verið ansi hröð. T.d. hafa sölutölur frá Bandaríkjunum (sem leiða örvunardrykkjamarkaðinn) sprengt allar spár ár eftir ár, og súlurit sem sýnir aukningu í sölu örvunardrykkja sl. 8 ár haft álíka halla og Esjan (upp að Steini). Sennilega er þróunin mjög lík á Íslandi en samkvæmt rannsókn sem Matvælastofnun (MAST) lét gera árið 2020, neyttu íslensk ungmenni örvunardrykkja í meira magni en evrópskir jafnaldrar þeirra. Þeir Íslendingar sem gengu inn á bensínstöð í Bandaríkjunum snemma á öldinni muna eflaust eftir úrvalinu af bjór í kæliskápunum, sem mætti flokkast sem menningarsjokk fyrir Íslending sem var vanur að sjá ekki áfengi selt nema af fólki í einkennisbúningum. Í þá daga var oft hægt að telja örvunardrykkina í vöruúrvalinu á fingrum annarrar handar, en nú 20 árum síðar eru sennilega 30-40 tegundir fáanlegar á meðalstórri bandarískri bensínstöð. Menningarsjokkið við að ganga inn á bensínstöð í Bandaríkjunum núna tveimur áratugum seinna er þó oft ennþá mest við að sjá bjórinn, þar sem örvunardrykkjaúrvalið er orðið ekki mikið minna í verslunum í Evrópu og því ekkert merkilegt lengur. Hér er talað um örvunardrykki í tengslum við það sem í daglegu tali myndu kallast orkudrykkir, en vandamálið við það heiti er að flestir „orkudrykkir“ eru snauðir af raunverulegri orku. Þó svo að efnin í þessum drykkjum geti verið skaðleg, sér í lagi börnum og unglingum, þá gilda önnur lög og reglur varðandi söluna á þeim samanborið við áfengi, en í dag er mjög auðvelt fyrir barn að fara í verslun og kaupa sér örvunardrykk. Og það er það sem þau gera. Margar þekktar aukaverkanir og afleiðingar fylgja neyslu á örvandi efnum í of miklum mæli sem finna má í þessum drykkjum (ekki bara koffín) en hjá börnum mætti helst nefna: Kvíða Svefnleysi Hjartavandamál Áhættuhegðun og hegðunarvandamál Það segir sig sjálft að neysla örvandi efna á röngum tíma dags í of miklu magni truflar svefn, og minni svefn þýðir að það þarf meiri örvun til að „rétta af“ ástandið. Það leiðir af sér vítahring neyslu og svefnleysis, sér í lagi þar sem viðkomandi eru sítengdir internetinu (lesist: samfélagsmiðlum) og áreitið þeim tengdum bætist ofan á stressið sem er nú þegar í lífi ungs einstaklings. Heili í manneskju er ekki fullþroska fyrr en um 25 ára aldur og hefur ofneysla á örvandi efnum áhrif á eðlilegan þroska í framheila, sem er hluti heilans sem sér um ákvarðanatöku, athygli og tilfinningastjórnun. Ef kvíðnu barni sem drekkur orkudrykki reglulega tekst að hætta neyslunni eða tekur sér hlé, er nokkuð líklegt að kvíðinn minnki á nokkrum dögum. Það ætti að vera nægur hvati fyrir barn til þess að endurskoða sitt neyslumynstur. Við hjá Lyfjaeftirliti Íslands (Anti-Doping Iceland) tókum fyrir all nokkrum árum neyslu örvunardrykkja inn í fræðsluefni er snýr að lyfjamálum og heilindum í íþróttum. Ein ástæðan fyrir því var sú að niðurstöður rannsóknar sem við létum framkvæma á menntaskólanemum sýndu marktækan mun milli ára á neyslu þessara drykkja hjá þeim hópi í beinum tengslum við íþróttaiðkun. Þannig voru fleiri nemendur að neyta örvunardrykkja vegna íþróttaiðkunar, af ástæðum sem flestir gætu látið sér detta í hug; til að bæta frammistöðu, þ.m.t. íþróttalegan árangur, en án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. Það sem unga íþróttafólkið þekkti þó í flestum tilfellum ekki, voru neikvæð áhrif slíkrar neyslu, sem getur virkað akkúrat öfugt á frammistöðu. Heili þessara ungmenna er ekki fullþroskaður, og svefnleysi, eða slæm gæði svefns, í bland við kvíðavandamál og einbeitingarleysi, getur haft mjög slæm áhrif á íþróttaframmistöðu og frammistöðu í lífinu almennt. Slíkt verður ekki lagað með einni dós í viðbót rétt fyrir íþróttakeppni eða próf í skólanum. Lengd svefns þeirra sem drukku einn eða fleiri drykki daglega var almennt mun styttri en þeirra sem drukku ekki örvunardrykki. Fræðsluerindin okkar voru í upphafi eingöngu fyrir íþróttafólk, t.d. landsliðshópa í íþróttum eða íþróttafélög og einnig voru þau orðin reglulegur viðburður hjá íþróttaakademíum framhaldskólanna. Af þessu leiddi fyrir nokkrum árum að grunnskólar byrjuðu að óska eftir fræðsluerindum, þar sem stjórnendur skólanna töldu þörf á því að ræða sérstaklega við krakkana um þessa drykki. Á undanförnum árum höfum við ferðast um landið og haldið sérstaka fræðslu um örvunardrykki og áhrif samfélagsmiðla á líkamsímynd. Það er mikilvægt að neytendur vara sem fara inn í líkamann, og þá sérstaklega ungmenni, viti hvernig vörurnar virka og hvaða áhrif þær geta haft á líkamann. Tilgangur fræðslunnar er því sá að ungmennin séu upplýst um þetta. Það sem kom mér persónulega mest á óvart eftir samtal við skólastjórnendur var að fræðsla um þessi mál var ekki alls staðar skipulögð og margir höfðu heyrt lítið eða ekkert um þetta áður. Á sama tíma voru börn í 7. bekk að drekka Monster daglega. Neysla örvunardrykkja barna og ungmenna er gríðarstórt lýðheilsumál og mögulega miklu alvarlegra en margir gera sér grein fyrir til lengri tíma litið. Langtímaáhrif ofneyslu barna á örvandi efnum eru óþekkt sbr. hversu nýtt þetta fyrirbæri er. Neysla þessa hóps á örvandi efnum ætti að vera með öllu óþörf en í besta falli er hún áhættulítil í litlu magni. Ég get samt fullyrt að neysla margra ungmenna hér á landi er í takt við þá staðreynd að efnin eru ávanabindandi, þ.e.a.s. neyslan er of mikil hjá stórum hópi og sýna rannsóknir það. Nýlegri gögn úr rannsóknum hérlendis sýna að ungmennum hefur sjaldan eða aldrei liðið verr andlega og á meðan tifar tíminn. Það vill engum líða illa, og börn og unglingar hafa oft ekki þekkinguna eða tækin og tólin til að taka skynsamlegar ákvarðanir fyrir sína heilsu enda er hvorki þekkingin til staðar né heilinn orðinn fullþroska. Sérstaklega ekki í þessu tilfelli þar sem vörurnar eru markaðssettar fyrir þessa aldurshópa. Það er alveg ljóst að örvunardrykkir bæta ekki líðan barna og ungmenna nema einmitt í þann stutta tíma sem efnin eru að virka, en það sem fer upp kemur niður aftur og kannski lengra niður en það var áður (tek það fram að þarna vantar langtímarannsóknir). Þess ber að geta að Lyfjaeftirlit Íslands hefur ekki innheimt eina krónu vegna slíkrar fræðslu fyrir grunnskóla landsins enda er þetta einnig hagsmunamál íþróttahreyfingarinnar, sem er stærsta fjöldahreyfing Íslands og snertir allar fjölskyldur beint eða óbeint. Undanfarin ár hafa smærri hópar innan og utan skóla farið í einstaka átak til að fræða grunnskólanemendur um örvunardrykki en þetta mál er hins vegar miklu stærra en það að nokkrir aðilar geti tilviljunarkennt ferðast um landið í sjálfboðavinnu. Ég ætla þó ekki að gera lítið úr fræðslu innan skólanna sjálfra þar sem ég veit að kennarar og aðrir starfsmenn koma þessu á dagskrá eftir þörfum. Stjórnvöld hafa að mínu mati annaðhvort vanmetið málið stórkostlega eða verið sofandi, og það mætti halda að þeir aðilar sem bera og hafa borið ábyrgð vonist til þess að „þetta reddist“, sem það mun ekki gera. Það sem er verið að reyna að gera er allavega ekki að virka. Í mars á þessu ári var skipaður starfshópur hjá heilbrigðisráðuneytinu sem kallast „starfshópur um nýjar lýðheilsuáskoranir barna og ungmenna“ og er beðið eftir tillögum hópsins og hverjir verða ábyrgðaraðilar í framkvæmd aðgerða þar sem meðal annars verður fjallað um koffíndrykki (örvunardrykki). Það þarf samt ekki að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til að sjá það að neysla örvunardrykkja hjá börnum og ungmennum getur haft óafturkræfar afleiðingar. Því seinna sem einstaklingur byrjar að neyta örvunardrykkja því betra. Börn hins vegar, ættu ekki undir neinum kringumstæðum að neita slíkra drykkja. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands / Anti-Doping Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkudrykkir Heilsa Íþróttir barna Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það vita það eflaust allir að örvunardrykkjaneysla Íslendinga hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum jafnhliða framboði slíkra vara. Aukningin hefur verið ansi hröð. T.d. hafa sölutölur frá Bandaríkjunum (sem leiða örvunardrykkjamarkaðinn) sprengt allar spár ár eftir ár, og súlurit sem sýnir aukningu í sölu örvunardrykkja sl. 8 ár haft álíka halla og Esjan (upp að Steini). Sennilega er þróunin mjög lík á Íslandi en samkvæmt rannsókn sem Matvælastofnun (MAST) lét gera árið 2020, neyttu íslensk ungmenni örvunardrykkja í meira magni en evrópskir jafnaldrar þeirra. Þeir Íslendingar sem gengu inn á bensínstöð í Bandaríkjunum snemma á öldinni muna eflaust eftir úrvalinu af bjór í kæliskápunum, sem mætti flokkast sem menningarsjokk fyrir Íslending sem var vanur að sjá ekki áfengi selt nema af fólki í einkennisbúningum. Í þá daga var oft hægt að telja örvunardrykkina í vöruúrvalinu á fingrum annarrar handar, en nú 20 árum síðar eru sennilega 30-40 tegundir fáanlegar á meðalstórri bandarískri bensínstöð. Menningarsjokkið við að ganga inn á bensínstöð í Bandaríkjunum núna tveimur áratugum seinna er þó oft ennþá mest við að sjá bjórinn, þar sem örvunardrykkjaúrvalið er orðið ekki mikið minna í verslunum í Evrópu og því ekkert merkilegt lengur. Hér er talað um örvunardrykki í tengslum við það sem í daglegu tali myndu kallast orkudrykkir, en vandamálið við það heiti er að flestir „orkudrykkir“ eru snauðir af raunverulegri orku. Þó svo að efnin í þessum drykkjum geti verið skaðleg, sér í lagi börnum og unglingum, þá gilda önnur lög og reglur varðandi söluna á þeim samanborið við áfengi, en í dag er mjög auðvelt fyrir barn að fara í verslun og kaupa sér örvunardrykk. Og það er það sem þau gera. Margar þekktar aukaverkanir og afleiðingar fylgja neyslu á örvandi efnum í of miklum mæli sem finna má í þessum drykkjum (ekki bara koffín) en hjá börnum mætti helst nefna: Kvíða Svefnleysi Hjartavandamál Áhættuhegðun og hegðunarvandamál Það segir sig sjálft að neysla örvandi efna á röngum tíma dags í of miklu magni truflar svefn, og minni svefn þýðir að það þarf meiri örvun til að „rétta af“ ástandið. Það leiðir af sér vítahring neyslu og svefnleysis, sér í lagi þar sem viðkomandi eru sítengdir internetinu (lesist: samfélagsmiðlum) og áreitið þeim tengdum bætist ofan á stressið sem er nú þegar í lífi ungs einstaklings. Heili í manneskju er ekki fullþroska fyrr en um 25 ára aldur og hefur ofneysla á örvandi efnum áhrif á eðlilegan þroska í framheila, sem er hluti heilans sem sér um ákvarðanatöku, athygli og tilfinningastjórnun. Ef kvíðnu barni sem drekkur orkudrykki reglulega tekst að hætta neyslunni eða tekur sér hlé, er nokkuð líklegt að kvíðinn minnki á nokkrum dögum. Það ætti að vera nægur hvati fyrir barn til þess að endurskoða sitt neyslumynstur. Við hjá Lyfjaeftirliti Íslands (Anti-Doping Iceland) tókum fyrir all nokkrum árum neyslu örvunardrykkja inn í fræðsluefni er snýr að lyfjamálum og heilindum í íþróttum. Ein ástæðan fyrir því var sú að niðurstöður rannsóknar sem við létum framkvæma á menntaskólanemum sýndu marktækan mun milli ára á neyslu þessara drykkja hjá þeim hópi í beinum tengslum við íþróttaiðkun. Þannig voru fleiri nemendur að neyta örvunardrykkja vegna íþróttaiðkunar, af ástæðum sem flestir gætu látið sér detta í hug; til að bæta frammistöðu, þ.m.t. íþróttalegan árangur, en án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. Það sem unga íþróttafólkið þekkti þó í flestum tilfellum ekki, voru neikvæð áhrif slíkrar neyslu, sem getur virkað akkúrat öfugt á frammistöðu. Heili þessara ungmenna er ekki fullþroskaður, og svefnleysi, eða slæm gæði svefns, í bland við kvíðavandamál og einbeitingarleysi, getur haft mjög slæm áhrif á íþróttaframmistöðu og frammistöðu í lífinu almennt. Slíkt verður ekki lagað með einni dós í viðbót rétt fyrir íþróttakeppni eða próf í skólanum. Lengd svefns þeirra sem drukku einn eða fleiri drykki daglega var almennt mun styttri en þeirra sem drukku ekki örvunardrykki. Fræðsluerindin okkar voru í upphafi eingöngu fyrir íþróttafólk, t.d. landsliðshópa í íþróttum eða íþróttafélög og einnig voru þau orðin reglulegur viðburður hjá íþróttaakademíum framhaldskólanna. Af þessu leiddi fyrir nokkrum árum að grunnskólar byrjuðu að óska eftir fræðsluerindum, þar sem stjórnendur skólanna töldu þörf á því að ræða sérstaklega við krakkana um þessa drykki. Á undanförnum árum höfum við ferðast um landið og haldið sérstaka fræðslu um örvunardrykki og áhrif samfélagsmiðla á líkamsímynd. Það er mikilvægt að neytendur vara sem fara inn í líkamann, og þá sérstaklega ungmenni, viti hvernig vörurnar virka og hvaða áhrif þær geta haft á líkamann. Tilgangur fræðslunnar er því sá að ungmennin séu upplýst um þetta. Það sem kom mér persónulega mest á óvart eftir samtal við skólastjórnendur var að fræðsla um þessi mál var ekki alls staðar skipulögð og margir höfðu heyrt lítið eða ekkert um þetta áður. Á sama tíma voru börn í 7. bekk að drekka Monster daglega. Neysla örvunardrykkja barna og ungmenna er gríðarstórt lýðheilsumál og mögulega miklu alvarlegra en margir gera sér grein fyrir til lengri tíma litið. Langtímaáhrif ofneyslu barna á örvandi efnum eru óþekkt sbr. hversu nýtt þetta fyrirbæri er. Neysla þessa hóps á örvandi efnum ætti að vera með öllu óþörf en í besta falli er hún áhættulítil í litlu magni. Ég get samt fullyrt að neysla margra ungmenna hér á landi er í takt við þá staðreynd að efnin eru ávanabindandi, þ.e.a.s. neyslan er of mikil hjá stórum hópi og sýna rannsóknir það. Nýlegri gögn úr rannsóknum hérlendis sýna að ungmennum hefur sjaldan eða aldrei liðið verr andlega og á meðan tifar tíminn. Það vill engum líða illa, og börn og unglingar hafa oft ekki þekkinguna eða tækin og tólin til að taka skynsamlegar ákvarðanir fyrir sína heilsu enda er hvorki þekkingin til staðar né heilinn orðinn fullþroska. Sérstaklega ekki í þessu tilfelli þar sem vörurnar eru markaðssettar fyrir þessa aldurshópa. Það er alveg ljóst að örvunardrykkir bæta ekki líðan barna og ungmenna nema einmitt í þann stutta tíma sem efnin eru að virka, en það sem fer upp kemur niður aftur og kannski lengra niður en það var áður (tek það fram að þarna vantar langtímarannsóknir). Þess ber að geta að Lyfjaeftirlit Íslands hefur ekki innheimt eina krónu vegna slíkrar fræðslu fyrir grunnskóla landsins enda er þetta einnig hagsmunamál íþróttahreyfingarinnar, sem er stærsta fjöldahreyfing Íslands og snertir allar fjölskyldur beint eða óbeint. Undanfarin ár hafa smærri hópar innan og utan skóla farið í einstaka átak til að fræða grunnskólanemendur um örvunardrykki en þetta mál er hins vegar miklu stærra en það að nokkrir aðilar geti tilviljunarkennt ferðast um landið í sjálfboðavinnu. Ég ætla þó ekki að gera lítið úr fræðslu innan skólanna sjálfra þar sem ég veit að kennarar og aðrir starfsmenn koma þessu á dagskrá eftir þörfum. Stjórnvöld hafa að mínu mati annaðhvort vanmetið málið stórkostlega eða verið sofandi, og það mætti halda að þeir aðilar sem bera og hafa borið ábyrgð vonist til þess að „þetta reddist“, sem það mun ekki gera. Það sem er verið að reyna að gera er allavega ekki að virka. Í mars á þessu ári var skipaður starfshópur hjá heilbrigðisráðuneytinu sem kallast „starfshópur um nýjar lýðheilsuáskoranir barna og ungmenna“ og er beðið eftir tillögum hópsins og hverjir verða ábyrgðaraðilar í framkvæmd aðgerða þar sem meðal annars verður fjallað um koffíndrykki (örvunardrykki). Það þarf samt ekki að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til að sjá það að neysla örvunardrykkja hjá börnum og ungmennum getur haft óafturkræfar afleiðingar. Því seinna sem einstaklingur byrjar að neyta örvunardrykkja því betra. Börn hins vegar, ættu ekki undir neinum kringumstæðum að neita slíkra drykkja. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands / Anti-Doping Iceland.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun