Vönduð vinnubrögð? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 20. júní 2025 07:01 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir frumvarp um hækkun á veiðigjaldi vera vel og faglega unnið. Sú fullyrðing er í mótsögn við staðreyndir málsins. Það endurspeglast vel í því að áhrif frumvarpsins á hagaðila, sem eru fjölmargir, hafa hvorki verið metin af opinberri stofnun né af hennar eigin ráðuneyti. Þegar gera á stórfelldar breytingar á rekstrarumhverfi einnar helstu undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar, þá eiga hagaðilar rétt á því að stjórnvöld í það minnsta reyni að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Frumvarpið mun hafa áhrif á mörg þúsund manns. Aðrir hafa unnið heimavinnuna Þær greiningar sem þó hafa verið gerðar eru á vegum annarra. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga létu KPMG vinna skýrslu um áhrif hækkunarinnar á sveitarfélög innan sinna raða. Að áeggjan ráðherra opnuðu fyrirtæki í sjávarútvegi bækur sínar og Deloitte vann úttekt á áhrifum frumvarpsins á 26 stærstu fyrirtækin, bæði í heild og fyrir hvert þeirra sérstaklega. Þrátt fyrir að úttektin sýni að í sumum tilfellum taki ríkið allan hagnað fyrirtækjanna og ríflega það hreyfir það í engu við ráðherra. Jakobsson Capital vann líka skýrslu um áhrif hækkunar á veiðigjaldi á skráð félög í kauphöll. Þar tapa til dæmis lífeyrissjóðir landsmanna tugum milljarða króna og arðsemi félaganna verður óviðunandi, gangi áform frumvarpsins eftir. Þegar frumvarpið var kynnt opinberlega gáfu ráðherrar atvinnuvega og fjármála sterklega í skyn að fyrirtæki í sjávarútvegi hefðu árum saman starfað með óheiðarlegum hætti. Fyrirtækin stæðu í raun í skuld við þjóðina, þar sem þau hefðu ekki greitt „rétt“ gjald fyrir auðlindina. Í því samhengi kynntu þau hugtakið „leiðrétting á veiðigjaldi“. Þar settu stjórnvöld fram sína eigin útreikninga og forsendur um „rétt“ markaðsverð á þorski, ýsu, síld, kolmunna og makríl. Þessi verð eru í engu samræmi við raunveruleikann og hafa ítrekað verið hrakin af aðilum innan sjávarútvegs, norskum og íslenskum sérfræðingum og fiskmörkuðum beggja vegna hafs. Ekki má heldur gleyma efasemdum sérfræðinga atvinnuvegaráðuneytisins sjálfs í rituðum minnisblöðum sem afhent voru formönnum stjórnarflokkanna í aðdraganda stjórnarmyndunar. Dularfulli Norðmaðurinn Til að réttlæta þessar ásakanir sögðust ráðherrarnir meðal annars hafa látið framkvæma ítarlega samanburðargreiningu í útlöndum. Þar var kynntur til leiks, að sögn, einn helsti sérfræðingur Noregs í verðmyndun á uppsjávartegundum. Honum var einnig teflt fram í frumvarpinu. Staðreyndin er þó sú að enginn slíkur sérfræðingur vann samanburð fyrir íslensk stjórnvöld, hvorki norskur né íslenskur. Því er full ástæða til að hvetja ráðherrana til að lesa skýrslu Trond Bjørndal, prófessors og eins virtasta auðlindahagfræðings Noregs, sem vann raunverulega samanburðargreiningu. Í sem skemmstu máli komst hann að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að verið væri að bera saman epli og appelsínur. Skýrsla hans fylgdi umsögn SFS við frumvarpið. Skatturinn réttir kúrsinn SFS lagði tvívegis mat á áhrif boðaðra breytinga og studdist ávallt við fyrirliggjandi forsendur í frumvarpinu. Fyrst samkvæmt upphaflegu frumvarpsdrögunum og svo samkvæmt breyttri aðferðafræði sem birtist í frumvarpinu þegar það var lagt fyrir þing. Útreikningar ráðuneytisins á hækkun veiðigjaldsins voru hins vegar óbreyttir í báðum tilvikum þrátt fyrir veigamikla breytingu á aðferðafræði. Í báðum tilvikum var talsverður munur á mati SFS og ráðuneytisins. Atvinnuveganefnd vildi útskýringu á þessum mun og fór fram á það við Skattinn, sem er vinnsluaðili útreikninga á veiðigjaldi, að hann reiknaði út áhrifin samkvæmt frumvarpinu. SFS töldu frá upphafi að ráðherra væri á villigötum með sína niðurstöðu um áhrif frumvarpsins og að um verulegt vanmat væri að ræða. Ósk um aðgang að útreikningum ráðuneytisins var neitað og það oftar en einu sinni. Niðurstaða Skattsins staðfesti svo verulegt vanmat og áhrifin voru mun meiri en ráðherra hafði haldið fram. Þetta er ekki til vitnis um vönduð vinnubrögð ráðherra. Þarna kann þó að leynast skýringin á því af hverju ráðherra synjaði SFS um aðgang að útreikningum ráðuneytis hennar. Eftir að atvinnuveganefnd óskaði eftir útreikningi frá Skattinum, samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi, og þar til niðurstaðan var afhent, hafði atvinnuvegaráðuneytið komist í málið. Í einföldu máli svaraði Skatturinn ekki fyrirspurninni í samræmi við fyrirliggjandi frumvarp, heldur virðist hann hafa tekið mið af nýjum upplýsingum frá ráðuneytinu. Gögnin sem voru afhent voru því í ósamræmi við forsendur frumvarpsins, sem glögglega sést í þeim gögnum sem nefndin fékk afhent. Hvað ætli hafi orðið til þess að atvinnuvegaráðherra kom því til leiðar að ríkisstofnun, sem ráðherrann hefur ekki forræði yfir, var falið að breyta forsendum sem frumvarp ráðherrans byggðist á? Ráðherra svarar...ekki Þegar SFS bentu á þetta í grein á heimasíðu sinni brást ráðherra við með allmiklu þjósti í grein á Vísi, án þess að svara í nokkru athugasemdunum sem settar voru fram. Nú sem fyrr vill ráðherra ekki ræða efnisatriði málsins, en kemst þó að þessari niðurstöðu: „Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi.“ Á hvaða vettvangi ætlar ráðherra að svara þeim ábendingum sem settar voru fram af hálfu SFS? Á öðrum vettvangi, hvað þýðir það? Á öllum stigum málsins hefur ráðherra neitað að hlusta og horfast í augu við gögn og staðreyndir. Það sem ákveðið var við stjórnarmyndunarborðið skal ná fram að ganga hverjar sem afleiðingarnar verða. Engin greining, ekkert áhrifamat og á engan skal hlustað. Eftir situr hins vegar sú áleitna spurning hvernig á því standi að ráðherra hafi unnið málið svo dapurlega, að hækkun á þorski var ekki 59% eins og frumvarp hennar byggðist á, heldur reyndist hún 125% eftir kennslustund Skattsins. Þessa óþægilegu staðreynd, ásamt fjölmörgum öðrum, ætlar ráðherra að reyna að leiða hjá sér með því að veitast að SFS með dylgjum og ósannindum fyrir að benda á hið rétta. Höfundur er framvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir frumvarp um hækkun á veiðigjaldi vera vel og faglega unnið. Sú fullyrðing er í mótsögn við staðreyndir málsins. Það endurspeglast vel í því að áhrif frumvarpsins á hagaðila, sem eru fjölmargir, hafa hvorki verið metin af opinberri stofnun né af hennar eigin ráðuneyti. Þegar gera á stórfelldar breytingar á rekstrarumhverfi einnar helstu undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar, þá eiga hagaðilar rétt á því að stjórnvöld í það minnsta reyni að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Frumvarpið mun hafa áhrif á mörg þúsund manns. Aðrir hafa unnið heimavinnuna Þær greiningar sem þó hafa verið gerðar eru á vegum annarra. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga létu KPMG vinna skýrslu um áhrif hækkunarinnar á sveitarfélög innan sinna raða. Að áeggjan ráðherra opnuðu fyrirtæki í sjávarútvegi bækur sínar og Deloitte vann úttekt á áhrifum frumvarpsins á 26 stærstu fyrirtækin, bæði í heild og fyrir hvert þeirra sérstaklega. Þrátt fyrir að úttektin sýni að í sumum tilfellum taki ríkið allan hagnað fyrirtækjanna og ríflega það hreyfir það í engu við ráðherra. Jakobsson Capital vann líka skýrslu um áhrif hækkunar á veiðigjaldi á skráð félög í kauphöll. Þar tapa til dæmis lífeyrissjóðir landsmanna tugum milljarða króna og arðsemi félaganna verður óviðunandi, gangi áform frumvarpsins eftir. Þegar frumvarpið var kynnt opinberlega gáfu ráðherrar atvinnuvega og fjármála sterklega í skyn að fyrirtæki í sjávarútvegi hefðu árum saman starfað með óheiðarlegum hætti. Fyrirtækin stæðu í raun í skuld við þjóðina, þar sem þau hefðu ekki greitt „rétt“ gjald fyrir auðlindina. Í því samhengi kynntu þau hugtakið „leiðrétting á veiðigjaldi“. Þar settu stjórnvöld fram sína eigin útreikninga og forsendur um „rétt“ markaðsverð á þorski, ýsu, síld, kolmunna og makríl. Þessi verð eru í engu samræmi við raunveruleikann og hafa ítrekað verið hrakin af aðilum innan sjávarútvegs, norskum og íslenskum sérfræðingum og fiskmörkuðum beggja vegna hafs. Ekki má heldur gleyma efasemdum sérfræðinga atvinnuvegaráðuneytisins sjálfs í rituðum minnisblöðum sem afhent voru formönnum stjórnarflokkanna í aðdraganda stjórnarmyndunar. Dularfulli Norðmaðurinn Til að réttlæta þessar ásakanir sögðust ráðherrarnir meðal annars hafa látið framkvæma ítarlega samanburðargreiningu í útlöndum. Þar var kynntur til leiks, að sögn, einn helsti sérfræðingur Noregs í verðmyndun á uppsjávartegundum. Honum var einnig teflt fram í frumvarpinu. Staðreyndin er þó sú að enginn slíkur sérfræðingur vann samanburð fyrir íslensk stjórnvöld, hvorki norskur né íslenskur. Því er full ástæða til að hvetja ráðherrana til að lesa skýrslu Trond Bjørndal, prófessors og eins virtasta auðlindahagfræðings Noregs, sem vann raunverulega samanburðargreiningu. Í sem skemmstu máli komst hann að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að verið væri að bera saman epli og appelsínur. Skýrsla hans fylgdi umsögn SFS við frumvarpið. Skatturinn réttir kúrsinn SFS lagði tvívegis mat á áhrif boðaðra breytinga og studdist ávallt við fyrirliggjandi forsendur í frumvarpinu. Fyrst samkvæmt upphaflegu frumvarpsdrögunum og svo samkvæmt breyttri aðferðafræði sem birtist í frumvarpinu þegar það var lagt fyrir þing. Útreikningar ráðuneytisins á hækkun veiðigjaldsins voru hins vegar óbreyttir í báðum tilvikum þrátt fyrir veigamikla breytingu á aðferðafræði. Í báðum tilvikum var talsverður munur á mati SFS og ráðuneytisins. Atvinnuveganefnd vildi útskýringu á þessum mun og fór fram á það við Skattinn, sem er vinnsluaðili útreikninga á veiðigjaldi, að hann reiknaði út áhrifin samkvæmt frumvarpinu. SFS töldu frá upphafi að ráðherra væri á villigötum með sína niðurstöðu um áhrif frumvarpsins og að um verulegt vanmat væri að ræða. Ósk um aðgang að útreikningum ráðuneytisins var neitað og það oftar en einu sinni. Niðurstaða Skattsins staðfesti svo verulegt vanmat og áhrifin voru mun meiri en ráðherra hafði haldið fram. Þetta er ekki til vitnis um vönduð vinnubrögð ráðherra. Þarna kann þó að leynast skýringin á því af hverju ráðherra synjaði SFS um aðgang að útreikningum ráðuneytis hennar. Eftir að atvinnuveganefnd óskaði eftir útreikningi frá Skattinum, samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi, og þar til niðurstaðan var afhent, hafði atvinnuvegaráðuneytið komist í málið. Í einföldu máli svaraði Skatturinn ekki fyrirspurninni í samræmi við fyrirliggjandi frumvarp, heldur virðist hann hafa tekið mið af nýjum upplýsingum frá ráðuneytinu. Gögnin sem voru afhent voru því í ósamræmi við forsendur frumvarpsins, sem glögglega sést í þeim gögnum sem nefndin fékk afhent. Hvað ætli hafi orðið til þess að atvinnuvegaráðherra kom því til leiðar að ríkisstofnun, sem ráðherrann hefur ekki forræði yfir, var falið að breyta forsendum sem frumvarp ráðherrans byggðist á? Ráðherra svarar...ekki Þegar SFS bentu á þetta í grein á heimasíðu sinni brást ráðherra við með allmiklu þjósti í grein á Vísi, án þess að svara í nokkru athugasemdunum sem settar voru fram. Nú sem fyrr vill ráðherra ekki ræða efnisatriði málsins, en kemst þó að þessari niðurstöðu: „Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi.“ Á hvaða vettvangi ætlar ráðherra að svara þeim ábendingum sem settar voru fram af hálfu SFS? Á öðrum vettvangi, hvað þýðir það? Á öllum stigum málsins hefur ráðherra neitað að hlusta og horfast í augu við gögn og staðreyndir. Það sem ákveðið var við stjórnarmyndunarborðið skal ná fram að ganga hverjar sem afleiðingarnar verða. Engin greining, ekkert áhrifamat og á engan skal hlustað. Eftir situr hins vegar sú áleitna spurning hvernig á því standi að ráðherra hafi unnið málið svo dapurlega, að hækkun á þorski var ekki 59% eins og frumvarp hennar byggðist á, heldur reyndist hún 125% eftir kennslustund Skattsins. Þessa óþægilegu staðreynd, ásamt fjölmörgum öðrum, ætlar ráðherra að reyna að leiða hjá sér með því að veitast að SFS með dylgjum og ósannindum fyrir að benda á hið rétta. Höfundur er framvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun