Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 15. júlí 2025 08:01 Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur. Þrátt fyrir óbilgirni stjórnarandstöðunnar unnust margir stórir sigrar á vorþinginu. Ný lög um breytingar á útreikningi veiðigjalda fela í sér leiðréttingu sem þjóðin hefur kallað eftir í mörg ár og jafnvel áratugi. Samkvæmt þeim miðast auðlindarentan til þjóðarinnar nú við markaðsvirði afla en ekki verð sem útgerð og fiskvinnsla í eigu sama aðila ákveða sjálfir. Það er stór sigur. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn hefur sett hagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum varðandi nýtgingu auðlinda í eigu hennar. Það kom því ekki á óvart að ein sterkasta sérhagsmunablokk í landinu lagði allt undir til að koma í veg fyrir þessa leiðréttingu. Alþingi í gíslingu í mánuð Ríkisstjórn Flokks fólksins , Viðreisnar og Samfylkingar stóðst áhlaup og rándýra auglýsinga- og óhróðursherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og umboðsmanna þeirra samtaka á Alþingi. Stóðst linnulausar árásir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknar sem víluðu ekki fyrir sér að hagræða sannleikanum og reyna að ljúga því að þjóðinni að með lögunum ætlaði ríkisstjórnin að þurrka upp hagnað útgerðarinnar. Ekkert er fjarri lagi. Það er fáheyrt að haldnar séu yfir þrjú þúsund ræður og andsvör í einu máli á Alþingi. Að 160 klukkustundir, fjórar starfsvikur, séu teknar undir eitt mál. Stjórnarandstaðan hótaði því bæði í ræðum og á fundum þar sem reynt var að semja um þinglok að hún myndi ekki hleypa neinu máli ríkisstjórnarinnar í gegn ef ekki yrði fallið frá veiðigjalda frumvarpinu. Málum sem varða hag allra Íslendinga og þess vegna var nauðsynlegt að stoppa málæðið með heimild í þingskaparlögum. Ríkisstjórnin er rétt að byrja Engin önnur Ríkisstjórn hefur áður vogað sér að fara fram gegn sérhagsmunum stórútgerðanna. Fyrri ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og nú síðast einnig Vinstri grænna hafa þvert á móti farið í einu og öllu eftir því sem stórútgerðin hefur krafist af þeim. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar gert slagorð Flokks fólksins að sínu: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Þau mál sem stóðu útaf nú á vorþingi bíða tilbúin til framlagningar á haustþingi sem hefst eftir aðeins átta vikur, ásamt fjölmörgum öðrum góðum málum sem hafa verið í undirbúningi í ráðuneytum. Ríkisstjórn er því rétt að byrja og hefur langt í frá gleymt strandveiðisjómönnum og þaðan af síður fötluðu fólki og eldri borgurum.Strax í þessari viku verður tryggt að bætt verði í aflaheimildir strandveiðisjómanna. Þá er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun sem samþykkt var á Alþingi á mánudag að greiðslur til fatlaðs fólks og ellilífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu. Frumvarp þar að lútandi verður síðan lagt fram strax í haust. Þingmenn stjórnarflokkanna fagna þeim sigurum sem náðust á þessu fyrsta þingi. Við höfum og munum standa saman öll sem einn og hlökkum til að mæta til þings á ný. Næg eru verkefnin. Höfundur er 1. þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur. Þrátt fyrir óbilgirni stjórnarandstöðunnar unnust margir stórir sigrar á vorþinginu. Ný lög um breytingar á útreikningi veiðigjalda fela í sér leiðréttingu sem þjóðin hefur kallað eftir í mörg ár og jafnvel áratugi. Samkvæmt þeim miðast auðlindarentan til þjóðarinnar nú við markaðsvirði afla en ekki verð sem útgerð og fiskvinnsla í eigu sama aðila ákveða sjálfir. Það er stór sigur. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn hefur sett hagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum varðandi nýtgingu auðlinda í eigu hennar. Það kom því ekki á óvart að ein sterkasta sérhagsmunablokk í landinu lagði allt undir til að koma í veg fyrir þessa leiðréttingu. Alþingi í gíslingu í mánuð Ríkisstjórn Flokks fólksins , Viðreisnar og Samfylkingar stóðst áhlaup og rándýra auglýsinga- og óhróðursherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og umboðsmanna þeirra samtaka á Alþingi. Stóðst linnulausar árásir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknar sem víluðu ekki fyrir sér að hagræða sannleikanum og reyna að ljúga því að þjóðinni að með lögunum ætlaði ríkisstjórnin að þurrka upp hagnað útgerðarinnar. Ekkert er fjarri lagi. Það er fáheyrt að haldnar séu yfir þrjú þúsund ræður og andsvör í einu máli á Alþingi. Að 160 klukkustundir, fjórar starfsvikur, séu teknar undir eitt mál. Stjórnarandstaðan hótaði því bæði í ræðum og á fundum þar sem reynt var að semja um þinglok að hún myndi ekki hleypa neinu máli ríkisstjórnarinnar í gegn ef ekki yrði fallið frá veiðigjalda frumvarpinu. Málum sem varða hag allra Íslendinga og þess vegna var nauðsynlegt að stoppa málæðið með heimild í þingskaparlögum. Ríkisstjórnin er rétt að byrja Engin önnur Ríkisstjórn hefur áður vogað sér að fara fram gegn sérhagsmunum stórútgerðanna. Fyrri ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og nú síðast einnig Vinstri grænna hafa þvert á móti farið í einu og öllu eftir því sem stórútgerðin hefur krafist af þeim. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar gert slagorð Flokks fólksins að sínu: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Þau mál sem stóðu útaf nú á vorþingi bíða tilbúin til framlagningar á haustþingi sem hefst eftir aðeins átta vikur, ásamt fjölmörgum öðrum góðum málum sem hafa verið í undirbúningi í ráðuneytum. Ríkisstjórn er því rétt að byrja og hefur langt í frá gleymt strandveiðisjómönnum og þaðan af síður fötluðu fólki og eldri borgurum.Strax í þessari viku verður tryggt að bætt verði í aflaheimildir strandveiðisjómanna. Þá er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun sem samþykkt var á Alþingi á mánudag að greiðslur til fatlaðs fólks og ellilífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu. Frumvarp þar að lútandi verður síðan lagt fram strax í haust. Þingmenn stjórnarflokkanna fagna þeim sigurum sem náðust á þessu fyrsta þingi. Við höfum og munum standa saman öll sem einn og hlökkum til að mæta til þings á ný. Næg eru verkefnin. Höfundur er 1. þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun