Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 14:02 Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Vísir/Ívar Fannar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. Fundur utanríksimálanefndar þar sem til stendur að ræða stefnu Íslands í Evrópumálum hófst klukkan eitt í dag. Nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar heimsóknar Ursulu Von der Layen, forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Diljá Mist segir í færslu á Facebook frá því að hún hafi lagt fram beiðni um skrifleg svör við spurningum sem hún tiltekur í færslunni, og beiðnin verði ítrekuð á fundi utanríkismálanefndar. Spurningarnar eru eftirfarandi: Upplýsingar um hvaða afstöðu utanríkisráðuneytið hefur til slita viðræðna og afturköllunar umsóknarinnar 2015, m.a. öll þau minnisblöð sem lágu að baki. Hvaða lagaheimild er að baki samningnum sem atvinnuvegaráðherra gerði við ESB? Hvaða frekari samningar eru í undirbúningi hjá stjórnarráði/stjórnvöldum gagnvart ESB? Hvenær stendur til að kynna ferlið fram að atkvæðagreiðslunni 2027 og hvaða spurning verður lögð fyrir þjóðina? Diljá segir að bæði hún og Þórdís Kolbrún, nefndarmenn í utanríkismálanefnd, séu staddar erlendis og því muni Guðlaugur Þór og Bryndís Haraldsdóttir sækja fundinn fyrir þeirra hönd. Samningurinn grunnur að auknu samstarfi við ESB Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti í síðustu viku um að samningur hefði verið undirritaður um aukið samstarf við ESB um sjávarútvegsmál. Ráðuneytið sagði viljayfirlýsinguna vera grunn að auknu samstarfi sem byggði á „sameiginlegum gildum og sameiginlegum hagsmunum.“ Í tilkynningu ráðuneytisins sagði að í tengslum við undirritun viljayfirlýsingarinnar hafi Hanna Katrín og Costas Kadis, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fundað um fjölmörg mál tengd fiskveiðum og hafinu, þar á meðal þörfina á heildarsamkomulagi um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins. Sjálfstæðisflokkurinn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Fundur utanríksimálanefndar þar sem til stendur að ræða stefnu Íslands í Evrópumálum hófst klukkan eitt í dag. Nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar heimsóknar Ursulu Von der Layen, forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Diljá Mist segir í færslu á Facebook frá því að hún hafi lagt fram beiðni um skrifleg svör við spurningum sem hún tiltekur í færslunni, og beiðnin verði ítrekuð á fundi utanríkismálanefndar. Spurningarnar eru eftirfarandi: Upplýsingar um hvaða afstöðu utanríkisráðuneytið hefur til slita viðræðna og afturköllunar umsóknarinnar 2015, m.a. öll þau minnisblöð sem lágu að baki. Hvaða lagaheimild er að baki samningnum sem atvinnuvegaráðherra gerði við ESB? Hvaða frekari samningar eru í undirbúningi hjá stjórnarráði/stjórnvöldum gagnvart ESB? Hvenær stendur til að kynna ferlið fram að atkvæðagreiðslunni 2027 og hvaða spurning verður lögð fyrir þjóðina? Diljá segir að bæði hún og Þórdís Kolbrún, nefndarmenn í utanríkismálanefnd, séu staddar erlendis og því muni Guðlaugur Þór og Bryndís Haraldsdóttir sækja fundinn fyrir þeirra hönd. Samningurinn grunnur að auknu samstarfi við ESB Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti í síðustu viku um að samningur hefði verið undirritaður um aukið samstarf við ESB um sjávarútvegsmál. Ráðuneytið sagði viljayfirlýsinguna vera grunn að auknu samstarfi sem byggði á „sameiginlegum gildum og sameiginlegum hagsmunum.“ Í tilkynningu ráðuneytisins sagði að í tengslum við undirritun viljayfirlýsingarinnar hafi Hanna Katrín og Costas Kadis, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fundað um fjölmörg mál tengd fiskveiðum og hafinu, þar á meðal þörfina á heildarsamkomulagi um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira