Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 14:02 Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Vísir/Ívar Fannar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. Fundur utanríksimálanefndar þar sem til stendur að ræða stefnu Íslands í Evrópumálum hófst klukkan eitt í dag. Nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar heimsóknar Ursulu Von der Layen, forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Diljá Mist segir í færslu á Facebook frá því að hún hafi lagt fram beiðni um skrifleg svör við spurningum sem hún tiltekur í færslunni, og beiðnin verði ítrekuð á fundi utanríkismálanefndar. Spurningarnar eru eftirfarandi: Upplýsingar um hvaða afstöðu utanríkisráðuneytið hefur til slita viðræðna og afturköllunar umsóknarinnar 2015, m.a. öll þau minnisblöð sem lágu að baki. Hvaða lagaheimild er að baki samningnum sem atvinnuvegaráðherra gerði við ESB? Hvaða frekari samningar eru í undirbúningi hjá stjórnarráði/stjórnvöldum gagnvart ESB? Hvenær stendur til að kynna ferlið fram að atkvæðagreiðslunni 2027 og hvaða spurning verður lögð fyrir þjóðina? Diljá segir að bæði hún og Þórdís Kolbrún, nefndarmenn í utanríkismálanefnd, séu staddar erlendis og því muni Guðlaugur Þór og Bryndís Haraldsdóttir sækja fundinn fyrir þeirra hönd. Samningurinn grunnur að auknu samstarfi við ESB Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti í síðustu viku um að samningur hefði verið undirritaður um aukið samstarf við ESB um sjávarútvegsmál. Ráðuneytið sagði viljayfirlýsinguna vera grunn að auknu samstarfi sem byggði á „sameiginlegum gildum og sameiginlegum hagsmunum.“ Í tilkynningu ráðuneytisins sagði að í tengslum við undirritun viljayfirlýsingarinnar hafi Hanna Katrín og Costas Kadis, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fundað um fjölmörg mál tengd fiskveiðum og hafinu, þar á meðal þörfina á heildarsamkomulagi um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins. Sjálfstæðisflokkurinn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Fundur utanríksimálanefndar þar sem til stendur að ræða stefnu Íslands í Evrópumálum hófst klukkan eitt í dag. Nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar heimsóknar Ursulu Von der Layen, forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Diljá Mist segir í færslu á Facebook frá því að hún hafi lagt fram beiðni um skrifleg svör við spurningum sem hún tiltekur í færslunni, og beiðnin verði ítrekuð á fundi utanríkismálanefndar. Spurningarnar eru eftirfarandi: Upplýsingar um hvaða afstöðu utanríkisráðuneytið hefur til slita viðræðna og afturköllunar umsóknarinnar 2015, m.a. öll þau minnisblöð sem lágu að baki. Hvaða lagaheimild er að baki samningnum sem atvinnuvegaráðherra gerði við ESB? Hvaða frekari samningar eru í undirbúningi hjá stjórnarráði/stjórnvöldum gagnvart ESB? Hvenær stendur til að kynna ferlið fram að atkvæðagreiðslunni 2027 og hvaða spurning verður lögð fyrir þjóðina? Diljá segir að bæði hún og Þórdís Kolbrún, nefndarmenn í utanríkismálanefnd, séu staddar erlendis og því muni Guðlaugur Þór og Bryndís Haraldsdóttir sækja fundinn fyrir þeirra hönd. Samningurinn grunnur að auknu samstarfi við ESB Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti í síðustu viku um að samningur hefði verið undirritaður um aukið samstarf við ESB um sjávarútvegsmál. Ráðuneytið sagði viljayfirlýsinguna vera grunn að auknu samstarfi sem byggði á „sameiginlegum gildum og sameiginlegum hagsmunum.“ Í tilkynningu ráðuneytisins sagði að í tengslum við undirritun viljayfirlýsingarinnar hafi Hanna Katrín og Costas Kadis, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fundað um fjölmörg mál tengd fiskveiðum og hafinu, þar á meðal þörfina á heildarsamkomulagi um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira