Innlent

Tón­leikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gestum var gert að yfirgefa Bylgjutjaldið.
Gestum var gert að yfirgefa Bylgjutjaldið. Vísir

Tónleikar á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar voru stöðvaðir nú á níunda tímanum og gestum gert að yfirgefa eitt tjaldið á svæðinu. 

Björn Ingi Guðjónsson hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að slökkviliðinu hafi borist tilkynning um veikindi á svæðinu og sjúkrabíll verið sendur til aðstoðar. 

Útkallið hafi borist skömmu fyrir hálf níu. 

Tónleikagestir segja að tónlistarmaðurinn Aron Can hafi hnigið niður í miðjum flutningi. Starfsmenn öryggisgæslunnar hafi verið snöggir að koma gestum út úr tjaldinu og hlúð að honum þar til viðbragðsaðilar mættu á svæðið. 

Uppfært klukkan 21:12: Bylgjutjaldið hefur nú opnað á ný og tónlistaratriði Svölu Björgvins er hafið. Tónleikagestur segir aðgerðum sjúkraflutningamanna á svæðinu lokið.

Svala Björgvins hóf tónlistaratriði sitt um níuleytið. Vísir

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×