Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Agnar Már Másson skrifar 3. ágúst 2025 22:04 Netþrjótar hafa að undanförnu sent íslenskum símaeigendum skilaboð þar sem þeir þykjast vera barn viðkomandi og biðja hann um að hafa samband vð sig í gegnum WhatsApp. Getty „Hæ mamma, þetta er nýja númer mitt. Sendu mér skilaboð á WhatsApp.“ Svo hljóða svikaskilaboð sem fjöldi Íslendinga hefur fengið frá netþrjótum síðustu daga. Erlendir þrjótar eru að nýta sér íslensk símanúmer frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum til að herja á fórnarlömb, segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, fostöðumaður netöryggissveitarinnar Cert-Is. Guðmundur biðlar til fólks að fylgja ekki fyrirmælum netþrjótsins, sem þykist vera barn móttakandans. Þá segir hann að fjarskiptafélög verði að hætta viðskiptum við þessa erlendu aðila. Fréttastofu hefur borist fjöldi ábendinga um skilaboð af þessu tagi, stundum að því er virðist frá sama númerinu. Svo reyndist blaðamaður sjálfur fá slíka sendingu í pósthólfið. Það kom blaðamanni í opna skjöldu að hann væri móðir einhvers. Skilaboðin reyndust vera frá svikörum.Skjáskot Heilagi sannleikurinn ekki í SMS „Þeir eru bara að reyna að fá þig til að halda að þú sért að tala við fólk sem er þér nákomið. Svo reyna þeir að fá fólk til að auðkenna sig inn á þjónustur til að komast yfir gögn eða langoftast peninga og fjármagn,“ bætir Guðmundur við. Hann segir að fólk verði að sýna „heilbrigða tortryggni“ þegar það fær grunsamleg skilaboð. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.Vísir/Arnar „Ef það er eitthvað sem örlítið er á gráu svæði, eða eins og núna þar sem fólk þykist vera komið með nýtt númer, þá á maður bara að taka upp símann og hringja í viðkomandi og fá það á hreint hvort þetta sé sannarlega það sem verið var að reyna,“ segir Guðmundur enn fremur. „Aldrei ganga út frá því að taka textaskilaboðum sem heilögum sannleik.“ Finna númerin ýmist í gagnalekum eða á opinberum síðum Hann segir að það sé allur gangur á því hvernig netþrjótar komist í símanúmer fólks. Yfirleitt gerist það í gegnum gagnaleka en einnig gangi símaskrár manna á milli á „dark web“, sum sé í myrkustu hornum netheima. En oft eru símanúmer líka opinber. „Stundum er bara verið að nýta sér símanúmer sem eru opin á Internetinu. Stundum er þetta skráð á heimasíðum, eða bara já.is.“ Netglæpir Símanotkun barna Fjarskipti Tækni Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Svo hljóða svikaskilaboð sem fjöldi Íslendinga hefur fengið frá netþrjótum síðustu daga. Erlendir þrjótar eru að nýta sér íslensk símanúmer frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum til að herja á fórnarlömb, segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, fostöðumaður netöryggissveitarinnar Cert-Is. Guðmundur biðlar til fólks að fylgja ekki fyrirmælum netþrjótsins, sem þykist vera barn móttakandans. Þá segir hann að fjarskiptafélög verði að hætta viðskiptum við þessa erlendu aðila. Fréttastofu hefur borist fjöldi ábendinga um skilaboð af þessu tagi, stundum að því er virðist frá sama númerinu. Svo reyndist blaðamaður sjálfur fá slíka sendingu í pósthólfið. Það kom blaðamanni í opna skjöldu að hann væri móðir einhvers. Skilaboðin reyndust vera frá svikörum.Skjáskot Heilagi sannleikurinn ekki í SMS „Þeir eru bara að reyna að fá þig til að halda að þú sért að tala við fólk sem er þér nákomið. Svo reyna þeir að fá fólk til að auðkenna sig inn á þjónustur til að komast yfir gögn eða langoftast peninga og fjármagn,“ bætir Guðmundur við. Hann segir að fólk verði að sýna „heilbrigða tortryggni“ þegar það fær grunsamleg skilaboð. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.Vísir/Arnar „Ef það er eitthvað sem örlítið er á gráu svæði, eða eins og núna þar sem fólk þykist vera komið með nýtt númer, þá á maður bara að taka upp símann og hringja í viðkomandi og fá það á hreint hvort þetta sé sannarlega það sem verið var að reyna,“ segir Guðmundur enn fremur. „Aldrei ganga út frá því að taka textaskilaboðum sem heilögum sannleik.“ Finna númerin ýmist í gagnalekum eða á opinberum síðum Hann segir að það sé allur gangur á því hvernig netþrjótar komist í símanúmer fólks. Yfirleitt gerist það í gegnum gagnaleka en einnig gangi símaskrár manna á milli á „dark web“, sum sé í myrkustu hornum netheima. En oft eru símanúmer líka opinber. „Stundum er bara verið að nýta sér símanúmer sem eru opin á Internetinu. Stundum er þetta skráð á heimasíðum, eða bara já.is.“
Netglæpir Símanotkun barna Fjarskipti Tækni Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira