Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar 5. ágúst 2025 08:02 Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Allt tal um ESB skal vera neikvætt í þeirra augum enda séum við svo smá og vesæl og megum okkar lítils í svo miklu bandalagi; erum jafnvel kúguð til hlýðni og undirgefni af fullkomnu miskunnarleysi. Við höfum verið vesalingar í þessum samanburði og munum alltaf verða það. Þetta er sagt í nafni sérfræði um málefnið og allir vondir við okkur og hin mestu fól. Þvílík reisn í málflutningi væri líklega vegin og léttvæg fundin ef þjálfari kappliðs í boltaleikjum léti slíka dælu ganga yfir liðsmenn áður en þeir hefja leik við önnur lið sem kynnu eitthvað fyrir sér í íþróttinni: „Við erum svo smá og lítil, andstæðingarnir miklu betri og best væri að gefa leikinn áður en hann fer fram því annars gætum við tapað!” Slíkur þjálfari yrði snarlega rekinn og annar fenginn til að blása liðsmönnum djörfung í brjóst og ganga fullir sjálfstrausts til leiks. Með slíkt hugarfar höfum við oft unnið kappleiki enda þótt einhverjir hafi fyrir fram efast um að það hafi verið mögulegt. Á sama hátt létu íslenskir stjórnmálamenn sem vind um eyru þjóta þegar einhverjir efuðust um að hægt væri að færa út landhelgina í andstöðu við Breta og Þjóðverja. Þeir höfðu hótað okkur öllu illu ef við hrektum þá af Íslandsmiðum. En við fórum fram með góðan málstað, öfluðum honum fylgis annarra þjóða, börðumst djarflega og höfðum loks sigur. Nú er það starf allt undirstaða alþjóða reglu um landhelgi strandríkja. Sem betur fór hlustuðu íslenskir forystumenn ekki á úrtölur eins og nú er boðið upp á af svokölluðum „sérfræðingum” og leiðsögn þeirra vinsamlega afþökkuð. Það er mikill misskilningur að menn og þjóðir afli sér fylgis við málstað með því að vera ekki í sambandi við aðrar þjóðir, einangra sig frá alþjóðlegu samstarfi og hlaupa niður í sínar holur. Þvert á móti sýnir reynslan að stolt þjóð með yfirvegaðan málstað og einarða málafylgju nær árangri með því að eiga sem best samstarf við aðrar þjóðir, án minnimáttarkenndar sem dregur einasta þrótt úr samfélaginu og þeim sem það mynda. Þess vegna erum við þjóð sem er klyfjuð skynsamlegri djörfung, er í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar og fylgjum jafnan fram góðum og vel ígrunduðum málstað án minnimáttarkenndar eða hroka sem einkenndi okkur fyrir hrun. Ísland er því raunverulega sjálfstætt í bestu merkingu orðsins aukinheldur að vera stolt þjóð meðal þjóða. Ekki óttaslegin við að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi með kostum þess og göllum og njóta góðs af þeim afrakstri. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Allt tal um ESB skal vera neikvætt í þeirra augum enda séum við svo smá og vesæl og megum okkar lítils í svo miklu bandalagi; erum jafnvel kúguð til hlýðni og undirgefni af fullkomnu miskunnarleysi. Við höfum verið vesalingar í þessum samanburði og munum alltaf verða það. Þetta er sagt í nafni sérfræði um málefnið og allir vondir við okkur og hin mestu fól. Þvílík reisn í málflutningi væri líklega vegin og léttvæg fundin ef þjálfari kappliðs í boltaleikjum léti slíka dælu ganga yfir liðsmenn áður en þeir hefja leik við önnur lið sem kynnu eitthvað fyrir sér í íþróttinni: „Við erum svo smá og lítil, andstæðingarnir miklu betri og best væri að gefa leikinn áður en hann fer fram því annars gætum við tapað!” Slíkur þjálfari yrði snarlega rekinn og annar fenginn til að blása liðsmönnum djörfung í brjóst og ganga fullir sjálfstrausts til leiks. Með slíkt hugarfar höfum við oft unnið kappleiki enda þótt einhverjir hafi fyrir fram efast um að það hafi verið mögulegt. Á sama hátt létu íslenskir stjórnmálamenn sem vind um eyru þjóta þegar einhverjir efuðust um að hægt væri að færa út landhelgina í andstöðu við Breta og Þjóðverja. Þeir höfðu hótað okkur öllu illu ef við hrektum þá af Íslandsmiðum. En við fórum fram með góðan málstað, öfluðum honum fylgis annarra þjóða, börðumst djarflega og höfðum loks sigur. Nú er það starf allt undirstaða alþjóða reglu um landhelgi strandríkja. Sem betur fór hlustuðu íslenskir forystumenn ekki á úrtölur eins og nú er boðið upp á af svokölluðum „sérfræðingum” og leiðsögn þeirra vinsamlega afþökkuð. Það er mikill misskilningur að menn og þjóðir afli sér fylgis við málstað með því að vera ekki í sambandi við aðrar þjóðir, einangra sig frá alþjóðlegu samstarfi og hlaupa niður í sínar holur. Þvert á móti sýnir reynslan að stolt þjóð með yfirvegaðan málstað og einarða málafylgju nær árangri með því að eiga sem best samstarf við aðrar þjóðir, án minnimáttarkenndar sem dregur einasta þrótt úr samfélaginu og þeim sem það mynda. Þess vegna erum við þjóð sem er klyfjuð skynsamlegri djörfung, er í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar og fylgjum jafnan fram góðum og vel ígrunduðum málstað án minnimáttarkenndar eða hroka sem einkenndi okkur fyrir hrun. Ísland er því raunverulega sjálfstætt í bestu merkingu orðsins aukinheldur að vera stolt þjóð meðal þjóða. Ekki óttaslegin við að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi með kostum þess og göllum og njóta góðs af þeim afrakstri. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar