Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Kolbeinn Kristinsson skrifar 10. ágúst 2025 15:55 Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 endurkomusigur á Fram í markaleik á Ísafirði í dag í fyrsta leik átjándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Framarar komust tvisvar yfir í leiknum en Vestramenn voru fljótir að jafna í bæði skiptin og skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótatíma. Vestri fer í 26 stig og lyftir sér með sigrinum upp í fjórða sætið en Fram í fimmta sæti deildarinnar með 25 stig. Bæði lið með sitthvort höggið í fyrri hálfleik Leikurinn byrjaði frekar rólega en það var morgunljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt en Fram og Vestri eru þekkt fyrir gott skipulag og agaðan varnarleik. Fram braut ísinn á 15. mínútu með marki frá Vuk sem fékk laglega stoðsendingu frá Haraldi Einari. Vestri var ekki lengi að svara. Á 19. mínútu gerði orrahríð að marki Fram þar sem Vestramenn skölluðu í slána - og eftir smá darraðadans í vítateig Fram - endaði sóknin á því að Tufegdzic skoraði með skoti úr teignum, stöngin inn og allt orðið jafnt. Vestri bjargaði á línu eftir um hálftíma leik þegar Sigurjón Rúnarsson, leikmaður Fram, skaut að marki í kjölfar hornspyrnu Frammara. Allt jafnt þegar gengið var til búningsherbergja. Staðan 1-1 og ekkert ráðið. Fjörugur seinni hálfleikur og dramatískt sigurmark Vestri hóf síðari hálfleikinn af krafti og fékk eins og fjórar hornspyrnur á fyrstu mínútunum en vörn Fram stóð þær allar af sér. Liðin skiptust á að hafa boltann næstu 15 mínútur eða svo en á 62. mínútu vinnur Fram hornspyrnu. Haraldur Einar tekur spyrnuna inn á teiginn og eftir smá bras og baráttu um boltann hreinsar Gustav Kjeldsen, leikmaður Vestra, boltann í Kennie Chopart og af honum fer boltinn í markið og Framarar komnir 2-1 yfir. En Fram var ekki lengi í paradís, um það bil fjórum mínútum síðar eða á 66. mínútu voru leikar aftur orðnir jafnir þar sem Ágúst Eðvald skoraði eftir stoðsendingu frá Guðmundi Arnari. Áfram var stál í stál og bæði lið áttu sínar sóknir, Fram með töluvert fleiri hornspyrnur og hættulegri aðilinn ef eitthvað var í síðari hálfleik. En það má aldrei afskrifa Vestramenn, slík er seiglan. Þegar komið var á aðra mínútu í uppbótartíma skoraði Gunnar Jónas sigurmarkið og allt trylltist á vellinum. Hugsanlega eilítið gegn gangi leiksins en að því er ekki spurt! Niðurstaðan sú að Vestri fær stigin þrjú, tyllir sér í fjórða sætið og fer þar með upp fyrir Fram. Fyrsti tapleikur Fram í deildinni síðan í júní staðreynd. Atvik leiksins Dramatískt sigurmark Gunnars Jónasar í uppbótartíma sem tryggði Vestra sigurinn var sannarlega atvik leiksins. Stjörnur og skúrkar Í liði Vestra var Guy Smit öruggur í markinu og maður leiksins, sá er að eiga gott tímabil. Gunnar Jónas fær líka stjörnustimpilinn fyrir sigurmarkið. Hjá Fram stóð Chopart fyrir sínu og sömuleiðis var Fred sprækur á miðsvæðinu, sífellt að leita leiða til að skora eða leggja upp. Það er enginn skúrkur í dag en Fram hreinlega klaufar að missa þennan leik í tap í lokin. Dómarinn Ágæt frammistaða í dag hjá Jóhanni Inga og hans teymi. Ekki einfaldur leikur að dæma. Fram hugsanlega með tilkall í eins og eina vítaspyrnu en stóru ákvarðanir virtust hins vegar vera réttar og spjöldin sömuleiðis. Einkunn 8,0. Stemmning og umgjörð Ágætlega var mætt á Kerecisvöllinn á Ísafirði á þessum leik og áhorfendur fengu fínan leik þennan sunnudaginn. Sólin skein, veðrið var með miklum ágætum og umgjörðin flott. Besta deild karla Vestri Fram Íslenski boltinn Fótbolti
Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 endurkomusigur á Fram í markaleik á Ísafirði í dag í fyrsta leik átjándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Framarar komust tvisvar yfir í leiknum en Vestramenn voru fljótir að jafna í bæði skiptin og skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótatíma. Vestri fer í 26 stig og lyftir sér með sigrinum upp í fjórða sætið en Fram í fimmta sæti deildarinnar með 25 stig. Bæði lið með sitthvort höggið í fyrri hálfleik Leikurinn byrjaði frekar rólega en það var morgunljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt en Fram og Vestri eru þekkt fyrir gott skipulag og agaðan varnarleik. Fram braut ísinn á 15. mínútu með marki frá Vuk sem fékk laglega stoðsendingu frá Haraldi Einari. Vestri var ekki lengi að svara. Á 19. mínútu gerði orrahríð að marki Fram þar sem Vestramenn skölluðu í slána - og eftir smá darraðadans í vítateig Fram - endaði sóknin á því að Tufegdzic skoraði með skoti úr teignum, stöngin inn og allt orðið jafnt. Vestri bjargaði á línu eftir um hálftíma leik þegar Sigurjón Rúnarsson, leikmaður Fram, skaut að marki í kjölfar hornspyrnu Frammara. Allt jafnt þegar gengið var til búningsherbergja. Staðan 1-1 og ekkert ráðið. Fjörugur seinni hálfleikur og dramatískt sigurmark Vestri hóf síðari hálfleikinn af krafti og fékk eins og fjórar hornspyrnur á fyrstu mínútunum en vörn Fram stóð þær allar af sér. Liðin skiptust á að hafa boltann næstu 15 mínútur eða svo en á 62. mínútu vinnur Fram hornspyrnu. Haraldur Einar tekur spyrnuna inn á teiginn og eftir smá bras og baráttu um boltann hreinsar Gustav Kjeldsen, leikmaður Vestra, boltann í Kennie Chopart og af honum fer boltinn í markið og Framarar komnir 2-1 yfir. En Fram var ekki lengi í paradís, um það bil fjórum mínútum síðar eða á 66. mínútu voru leikar aftur orðnir jafnir þar sem Ágúst Eðvald skoraði eftir stoðsendingu frá Guðmundi Arnari. Áfram var stál í stál og bæði lið áttu sínar sóknir, Fram með töluvert fleiri hornspyrnur og hættulegri aðilinn ef eitthvað var í síðari hálfleik. En það má aldrei afskrifa Vestramenn, slík er seiglan. Þegar komið var á aðra mínútu í uppbótartíma skoraði Gunnar Jónas sigurmarkið og allt trylltist á vellinum. Hugsanlega eilítið gegn gangi leiksins en að því er ekki spurt! Niðurstaðan sú að Vestri fær stigin þrjú, tyllir sér í fjórða sætið og fer þar með upp fyrir Fram. Fyrsti tapleikur Fram í deildinni síðan í júní staðreynd. Atvik leiksins Dramatískt sigurmark Gunnars Jónasar í uppbótartíma sem tryggði Vestra sigurinn var sannarlega atvik leiksins. Stjörnur og skúrkar Í liði Vestra var Guy Smit öruggur í markinu og maður leiksins, sá er að eiga gott tímabil. Gunnar Jónas fær líka stjörnustimpilinn fyrir sigurmarkið. Hjá Fram stóð Chopart fyrir sínu og sömuleiðis var Fred sprækur á miðsvæðinu, sífellt að leita leiða til að skora eða leggja upp. Það er enginn skúrkur í dag en Fram hreinlega klaufar að missa þennan leik í tap í lokin. Dómarinn Ágæt frammistaða í dag hjá Jóhanni Inga og hans teymi. Ekki einfaldur leikur að dæma. Fram hugsanlega með tilkall í eins og eina vítaspyrnu en stóru ákvarðanir virtust hins vegar vera réttar og spjöldin sömuleiðis. Einkunn 8,0. Stemmning og umgjörð Ágætlega var mætt á Kerecisvöllinn á Ísafirði á þessum leik og áhorfendur fengu fínan leik þennan sunnudaginn. Sólin skein, veðrið var með miklum ágætum og umgjörðin flott.