Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2025 11:02 Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þetta markar tímamót í þróun umferðarmála í borginni - þar sem ný tækni er nýtt til að bæta bæði flæði bílaumferðar og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Klukkustýrð gönguljós eru úrelt Snjallstýrð gönguljós byggja á skynjurum og greiningartækni sem aðlagar ljósastýringuna að aðstæðum hverju sinni. Þannig er hægt að stytta biðtíma á ljósum þegar enginn er að fara yfir - en tryggja jafnframt skjót viðbrögð þegar svo gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa að komast yfir umferðargötur án þess að bíða lengi. Þetta þýðir að sá tími sem umferð stoppar gæti minnkað töluvert með betra flæði og auknu öryggi fyrir alla. Óþarfa bið bílaflota á rauðu ljósi við tómar gangbrautir er ekki til þess að bæta þá óþarfa sóun á tíma fólks sem umferðarteppur eru farnar að valda í Reykjavík. Umferðartafir á annatímum eru í raun aðför að lífsgæðum fólks Umferðartafir hafa um langt skeið verið eitt helsta vandamál höfuðborgarsvæðisins. Þær leiða ekki aðeins til tímaeyðslu fyrir íbúa og atvinnulíf heldur valda þau einnig töluvert aukinni loftmengun. Þrátt fyrir það að orkuskipti séu smátt og smátt að eiga sér stað, situr alltaf eftir sá tapaði tími sem betur væri nýttur í vinnu - og sem gæðatími með fjölskyldu og vinum. Einnig er um mikla fjársóun að ræða þegar dæmið er reiknað til enda. Sú aukning svifryks þegar bílar eru sífellt að að taka af stað og stoppa á nagladekkjum að vetri til - er alveg óháð því hvort um sé að ræða bíla sem ganga fyrir rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Með snjallari stýringu er hægt að draga úr þessum vanda, jafna álagið á vegakerfið og skapa eðlilegra umferðarflæði og bæta með því bæði loftgæði - sem og lífsgæði fólks í borginni. Stíga þarf skrefið til fulls með áframhaldandi snjallvæðingu umferðarljósa Borgaryfirvöld leggja áherslu á að uppsetning snjallstýrða gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum til þess að ná að auka enn betur flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að nýta nýjustu tækni til að gera Reykjavík að nútímalegri og skilvirkari borg þar sem samgöngur ganga greiðar og öryggi allra vegfarenda er í forgangi. Snjallvæðing umferðarljósa er einn liður af mörgum sem þarf til þess að stuðla að því. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og flýta eins og hægt er snjallvæðingu umferðarljósa í borginni - það er ekki bara nauðsynlegt heldur löngu tímabært. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Einar Sveinbjörn Guðmundsson Stafræn þróun Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þetta markar tímamót í þróun umferðarmála í borginni - þar sem ný tækni er nýtt til að bæta bæði flæði bílaumferðar og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Klukkustýrð gönguljós eru úrelt Snjallstýrð gönguljós byggja á skynjurum og greiningartækni sem aðlagar ljósastýringuna að aðstæðum hverju sinni. Þannig er hægt að stytta biðtíma á ljósum þegar enginn er að fara yfir - en tryggja jafnframt skjót viðbrögð þegar svo gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa að komast yfir umferðargötur án þess að bíða lengi. Þetta þýðir að sá tími sem umferð stoppar gæti minnkað töluvert með betra flæði og auknu öryggi fyrir alla. Óþarfa bið bílaflota á rauðu ljósi við tómar gangbrautir er ekki til þess að bæta þá óþarfa sóun á tíma fólks sem umferðarteppur eru farnar að valda í Reykjavík. Umferðartafir á annatímum eru í raun aðför að lífsgæðum fólks Umferðartafir hafa um langt skeið verið eitt helsta vandamál höfuðborgarsvæðisins. Þær leiða ekki aðeins til tímaeyðslu fyrir íbúa og atvinnulíf heldur valda þau einnig töluvert aukinni loftmengun. Þrátt fyrir það að orkuskipti séu smátt og smátt að eiga sér stað, situr alltaf eftir sá tapaði tími sem betur væri nýttur í vinnu - og sem gæðatími með fjölskyldu og vinum. Einnig er um mikla fjársóun að ræða þegar dæmið er reiknað til enda. Sú aukning svifryks þegar bílar eru sífellt að að taka af stað og stoppa á nagladekkjum að vetri til - er alveg óháð því hvort um sé að ræða bíla sem ganga fyrir rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Með snjallari stýringu er hægt að draga úr þessum vanda, jafna álagið á vegakerfið og skapa eðlilegra umferðarflæði og bæta með því bæði loftgæði - sem og lífsgæði fólks í borginni. Stíga þarf skrefið til fulls með áframhaldandi snjallvæðingu umferðarljósa Borgaryfirvöld leggja áherslu á að uppsetning snjallstýrða gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum til þess að ná að auka enn betur flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að nýta nýjustu tækni til að gera Reykjavík að nútímalegri og skilvirkari borg þar sem samgöngur ganga greiðar og öryggi allra vegfarenda er í forgangi. Snjallvæðing umferðarljósa er einn liður af mörgum sem þarf til þess að stuðla að því. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og flýta eins og hægt er snjallvæðingu umferðarljósa í borginni - það er ekki bara nauðsynlegt heldur löngu tímabært. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun