Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2025 15:30 Kristrún Frostadóttir (f.m.) með Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, (t.v) og Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, (t.h.) í Kaupmannahöfn í dag. Forsetaembætti Úkraínu Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag. Leiðtogar svonefndra NB8-ríkja hittu Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Kaupmannahöfn í dag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda NB8-hópinn. Kristún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir í tilkynningu sem ráðuneyti hennar sendi út eftir fundinn að alger eining hefði verið um það að halda stuðningnum við Úkraínu áfram og að auka hann enn frekar. Brýnt væri að auka þrýstingin á Rússa, til dæmis með þvingunaraðgerðum. „Við megum ekki gleyma því að á meðan við ræðum forsendur fyrir friði halda Rússar áfram stríðsrekstri sínum með eldflauga- og drónaárásum á almenna borgara og borgaralega innviði,“ hefur ráðuneytið eftir Kristrúnu. Tengir hún stuðninginn við Úkraínu beint við öryggi Íslands. „Þessi staða er ótæk með öllu. Jafnvel þótt stríðið virðist mörgum fjarlægt þá er stuðningur okkar við Úkraínu beintengdur öryggishagsmunum Íslands, á meðan ógnin frá Rússlandi er jafn viðvarandi og raun ber vitni,“ segir forsætisráðherra. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu leiðtogarnir ljóst að Vladímír Pútín Rússlandsforseti vildi ekki frið en að úkraínsk stjórnvöld hefðu sýnt samningsvilja. Langtímaógn stafaði af Rússlandi, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur fyrir öryggi Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðisins. Þeir sögðust ætla að stefna að auknum stuðningi við Úkraínu. Brýnt væri að hraða flutningi á vopnum, skotfærum og loftvarnarkerfum. Öryggis- og varnarmál Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Leiðtogar svonefndra NB8-ríkja hittu Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Kaupmannahöfn í dag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda NB8-hópinn. Kristún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir í tilkynningu sem ráðuneyti hennar sendi út eftir fundinn að alger eining hefði verið um það að halda stuðningnum við Úkraínu áfram og að auka hann enn frekar. Brýnt væri að auka þrýstingin á Rússa, til dæmis með þvingunaraðgerðum. „Við megum ekki gleyma því að á meðan við ræðum forsendur fyrir friði halda Rússar áfram stríðsrekstri sínum með eldflauga- og drónaárásum á almenna borgara og borgaralega innviði,“ hefur ráðuneytið eftir Kristrúnu. Tengir hún stuðninginn við Úkraínu beint við öryggi Íslands. „Þessi staða er ótæk með öllu. Jafnvel þótt stríðið virðist mörgum fjarlægt þá er stuðningur okkar við Úkraínu beintengdur öryggishagsmunum Íslands, á meðan ógnin frá Rússlandi er jafn viðvarandi og raun ber vitni,“ segir forsætisráðherra. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu leiðtogarnir ljóst að Vladímír Pútín Rússlandsforseti vildi ekki frið en að úkraínsk stjórnvöld hefðu sýnt samningsvilja. Langtímaógn stafaði af Rússlandi, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur fyrir öryggi Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðisins. Þeir sögðust ætla að stefna að auknum stuðningi við Úkraínu. Brýnt væri að hraða flutningi á vopnum, skotfærum og loftvarnarkerfum.
Öryggis- og varnarmál Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira