Gulur september María Heimisdóttir skrifar 5. september 2025 11:33 Líkt og síðustu ár er septembermánuður tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Markmið átaksins, sem kennt er við Gulan september, er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og efla forvarnir gegn sjálfsvígum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni falla yfir 720 þúsund manns fyrir eigin hendi á ári hverju. Hér á Íslandi dó að meðaltali 41 einstaklingur í sjálfsvígi á árunum 2019 – 2023, eða 11,3 á hverja 100.000 íbúa. Þetta er stór tala, en rannsóknir sýna að hvert sjálfsvíg hefur áhrif á mun stærri hóp eða yfir 135 manns. Þetta eru aðstandendur, vinir, félagar, nágrannar og fleiri langt út fyrir innsta hring hins látna. Á síðustu árum hefur einnig aukist þekking á þeim djúpstæðu áhrifum sem sjálfsvíg hafa á viðbragðsaðila, meðferðaraðila, vitni og aðra. Hvert sjálfsvíg er harmleikur og hlutverk okkar allra er að koma í veg fyrir þann harmleik eins og mögulegt er og að hlúa að þeim sem eftir sitja. Ný aðgerðaáætlun til ársins 2030 Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum en uppfærð aðgerðaáætlun var samþykkt af Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í byrjun þessa árs og gildir til næstu 5 ára eða til 2030. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar. Áætlunin inniheldur markvissar og gagnreyndar sjálfsvígsforvarnir á öllum stigum forvarna, bæði almennar og sértækar. Þær kalla á víðtæka samvinnu ráðuneyta, stofnana og þjónustukerfa. Aðgerðirnar fela m.a. í sér samræmingu verklags, gerð fræðsluefnis, fræðslu til lykilaðila, vitundarvakningu og innifela aðgerðir sem snúa að því að takmarka aðgengi að hættulegum hlutum og aðstæðum. Nýtt mælaborð sem sýnir framvindu aðgerða má finna á vef embættis landlæknis. Einn þáttur áætlunarinnar er einmitt að efla þekkingu og umræðu um málaflokkinn og það gerum við með því að halda árlega vitundarvakningu um sjálfsvígsforvarnir. Þessa árlegu vitundarvakningu köllum við Gulan september og hún er nú haldin í þriðja sinn. Slagorð átaksins — „Er allt í gulu?“ — gengur út á að hvetja til þess að fólk tali opinskátt um eigin líðan. Að tala við aðra um eigin líðan ætti að vera sjálfsagt og auðvelt, en það reynist mörgum stórt og jafnvel ómögulegt skref. Þetta fyrsta skref er í raun stökk byggt á von – stökk sem við tökum þegar við treystum öðrum fyrir áhyggjum okkar og vandamálum, í þeirri trú að hugarangri okkar verði tekið með hlýju, kærleika og skilningi. Með því að eiga þetta samtal setjum við traust okkar á að okkur verði tekið með samhug og okkur rétt hjálparhönd. Þessi samhugur og hjálparhönd eru staðfesting á því að við erum ekki ein og að vonin er aldrei úti. Fjögur lykilskref í stuðningi Í ár vann undirbúningshópur Guls september póstkort með skilaboðum sem hafa það einmitt að markmiði að styrkja okkur í að opna á, bjóða, samtal við vini eða ættingja sem við höfum áhyggjur af. Ferlinu er skipt upp í 4 skref: Taktu eftir Hlustaðu Leitaðu lausna Fylgdu eftir Það þarf enga sérfræðiþekkingu til að bjóða hjálp, aðeins vilja og umhyggju fyrir fólkinu í kringum okkur. Áhersla á líðan eldra fólks Að þessu sinni beinist vitundarvakningin sérstaklega að eldri borgurum. Fjöldi fólks 75 ára og eldri sem fallið hefur fyrir eigin hendi frá 1999 til 2023 er 41, eða 8,8 á hverja 100.000 íbúa. Á aldursbilinu 60-74 ára hafa 148 einstaklingar svipt sig lífi frá aldamótum, eða 15,3 á hverja 100.000 íbúa hafa. Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru þekktir áhættuþættir, en tölur benda til að um 5% eldra fólks hér á landi upplifi einmanaleika. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir félagslega einangrun sem lýðheilsuvanda til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis, offitu og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu. Það er því til mikils að vinna þegar við tölum um að vinna bug á einmanaleika. Góðu fréttirnar eru þær að við öll getum tekið þátt í því að stemma stigu við félagslegri einangrun. Stundum þarf ekki meira en að taka upp tólið og hringja, eða banka upp á hjá fólki, að leita ráða hjá fólki eða hreinlega spjalla um hvað sem er – jafnvel spyrja hvernig fólk hafi það, eða „er allt í gulu“? Ekkert okkar getur gert allt en við getum öll gert eitthvað Samvinna er nauðsynleg Sjálfsvíg eru flókin og við skiljum alls ekki nægilega vel það ferli sem átt hefur sér stað áður en að sjálfsvígi kemur. Forvarnir, íhlutun og stuðningur eftir sjálfsvíg geta ekki verið á ábyrgð eins ráðuneytis, eða einnar stofnunar, því áhættuþættir og áhrif sjálfsvíga liggja svo víða. Samvinna er lykilatriði til að vel takist til í sjálfsvígsforvörnum. Til að ná árangri í að fækka sjálfsvígum þarf samstarf ráðuneyta, stofnana, félagasamtaka, mín og þín, okkar allra. Við verðum að senda út þau skilaboð að samtal um vanlíðan sé sjálfsagt og velkomið og að gefa fólki von um að því geti liðið betur og að það sé hjálp að fá! Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á: Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, netspjallið 1717.is og á Píeta-símann s.552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning hjá Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta-símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Heimisdóttir Geðheilbrigði Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og síðustu ár er septembermánuður tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Markmið átaksins, sem kennt er við Gulan september, er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og efla forvarnir gegn sjálfsvígum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni falla yfir 720 þúsund manns fyrir eigin hendi á ári hverju. Hér á Íslandi dó að meðaltali 41 einstaklingur í sjálfsvígi á árunum 2019 – 2023, eða 11,3 á hverja 100.000 íbúa. Þetta er stór tala, en rannsóknir sýna að hvert sjálfsvíg hefur áhrif á mun stærri hóp eða yfir 135 manns. Þetta eru aðstandendur, vinir, félagar, nágrannar og fleiri langt út fyrir innsta hring hins látna. Á síðustu árum hefur einnig aukist þekking á þeim djúpstæðu áhrifum sem sjálfsvíg hafa á viðbragðsaðila, meðferðaraðila, vitni og aðra. Hvert sjálfsvíg er harmleikur og hlutverk okkar allra er að koma í veg fyrir þann harmleik eins og mögulegt er og að hlúa að þeim sem eftir sitja. Ný aðgerðaáætlun til ársins 2030 Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum en uppfærð aðgerðaáætlun var samþykkt af Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í byrjun þessa árs og gildir til næstu 5 ára eða til 2030. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar. Áætlunin inniheldur markvissar og gagnreyndar sjálfsvígsforvarnir á öllum stigum forvarna, bæði almennar og sértækar. Þær kalla á víðtæka samvinnu ráðuneyta, stofnana og þjónustukerfa. Aðgerðirnar fela m.a. í sér samræmingu verklags, gerð fræðsluefnis, fræðslu til lykilaðila, vitundarvakningu og innifela aðgerðir sem snúa að því að takmarka aðgengi að hættulegum hlutum og aðstæðum. Nýtt mælaborð sem sýnir framvindu aðgerða má finna á vef embættis landlæknis. Einn þáttur áætlunarinnar er einmitt að efla þekkingu og umræðu um málaflokkinn og það gerum við með því að halda árlega vitundarvakningu um sjálfsvígsforvarnir. Þessa árlegu vitundarvakningu köllum við Gulan september og hún er nú haldin í þriðja sinn. Slagorð átaksins — „Er allt í gulu?“ — gengur út á að hvetja til þess að fólk tali opinskátt um eigin líðan. Að tala við aðra um eigin líðan ætti að vera sjálfsagt og auðvelt, en það reynist mörgum stórt og jafnvel ómögulegt skref. Þetta fyrsta skref er í raun stökk byggt á von – stökk sem við tökum þegar við treystum öðrum fyrir áhyggjum okkar og vandamálum, í þeirri trú að hugarangri okkar verði tekið með hlýju, kærleika og skilningi. Með því að eiga þetta samtal setjum við traust okkar á að okkur verði tekið með samhug og okkur rétt hjálparhönd. Þessi samhugur og hjálparhönd eru staðfesting á því að við erum ekki ein og að vonin er aldrei úti. Fjögur lykilskref í stuðningi Í ár vann undirbúningshópur Guls september póstkort með skilaboðum sem hafa það einmitt að markmiði að styrkja okkur í að opna á, bjóða, samtal við vini eða ættingja sem við höfum áhyggjur af. Ferlinu er skipt upp í 4 skref: Taktu eftir Hlustaðu Leitaðu lausna Fylgdu eftir Það þarf enga sérfræðiþekkingu til að bjóða hjálp, aðeins vilja og umhyggju fyrir fólkinu í kringum okkur. Áhersla á líðan eldra fólks Að þessu sinni beinist vitundarvakningin sérstaklega að eldri borgurum. Fjöldi fólks 75 ára og eldri sem fallið hefur fyrir eigin hendi frá 1999 til 2023 er 41, eða 8,8 á hverja 100.000 íbúa. Á aldursbilinu 60-74 ára hafa 148 einstaklingar svipt sig lífi frá aldamótum, eða 15,3 á hverja 100.000 íbúa hafa. Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru þekktir áhættuþættir, en tölur benda til að um 5% eldra fólks hér á landi upplifi einmanaleika. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir félagslega einangrun sem lýðheilsuvanda til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis, offitu og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu. Það er því til mikils að vinna þegar við tölum um að vinna bug á einmanaleika. Góðu fréttirnar eru þær að við öll getum tekið þátt í því að stemma stigu við félagslegri einangrun. Stundum þarf ekki meira en að taka upp tólið og hringja, eða banka upp á hjá fólki, að leita ráða hjá fólki eða hreinlega spjalla um hvað sem er – jafnvel spyrja hvernig fólk hafi það, eða „er allt í gulu“? Ekkert okkar getur gert allt en við getum öll gert eitthvað Samvinna er nauðsynleg Sjálfsvíg eru flókin og við skiljum alls ekki nægilega vel það ferli sem átt hefur sér stað áður en að sjálfsvígi kemur. Forvarnir, íhlutun og stuðningur eftir sjálfsvíg geta ekki verið á ábyrgð eins ráðuneytis, eða einnar stofnunar, því áhættuþættir og áhrif sjálfsvíga liggja svo víða. Samvinna er lykilatriði til að vel takist til í sjálfsvígsforvörnum. Til að ná árangri í að fækka sjálfsvígum þarf samstarf ráðuneyta, stofnana, félagasamtaka, mín og þín, okkar allra. Við verðum að senda út þau skilaboð að samtal um vanlíðan sé sjálfsagt og velkomið og að gefa fólki von um að því geti liðið betur og að það sé hjálp að fá! Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á: Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, netspjallið 1717.is og á Píeta-símann s.552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning hjá Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta-símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun