Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 11. september 2025 11:30 Þessi spurning ómaði í huga mér og eflaust margra annara í sömu stöðu og ég er þegar enginn texti birtist með innlendu sjónvarpsefni RÚV (rás 888). Það hefur gerst alloft. Í gærkvöldi (10.09.2025) þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra (klukkan 19:40) fóru fram var engin texti sjáanlegur. Það buldi því hátt í tómri tunnu þegar spurt var “Hvar er textinn?” á fyrstu mínútum stefnuræðu forsætisráðherra. Það er verulega niðurlægjandi og virkilega óþolandi að þurfa að spyrja um textann á þeirri mínútu em tilhlökkun fyrir stefnuræðunni er í hæstu hæðum. Spenningur og stemning er skemmd. Vanlíðan hjá manneskjunni er alger. Aldrei nokkurn tímann þarf heyrandi fólk að spyrja “hvar er hljóðið?” því fari það forgörðum er það lagað samstundis, skellt í HLÉ og allir sáttir. Sömu alúð fær textinn ekki. Af því hans er hvergi getið í lögum um fjölmiðla. Textun á innlendu sjónvarpsefni hefur verið oft komið til tals af okkur sem þurfum sárlega á textanum að halda, það er okkar mannréttindi að geta fylgst með almennri samfélagslegri umræðu, fréttum, fréttaskýringum, afþreygingar og dægurefni á almannahagsmunafjölmiðlinum RÚV. En því miður eins og stundum hefur komið fyrir þá er textun ekki í forgangi þar í bæ, ef bilar eða gleymist þá bara “let´s show go on”. Það er vegið að mannréttindum okkar og fjölmiðlinum finnst ekkert athugavert að fjalla um það, af því það er við fjölmiðilinn sjálfan að sakast. Þetta á við alla starfandi fjölmiðla á Íslandi. Þannig að málefnið textun á innlent sjónvarpsefni fær ekki neina athygli og fjölmiðlar geta haldið sinni afneitun á textanum áfram og sent út viðstöðulaust textalaust af því það er engin skylda sett á herðar þeirra að texta innlent efni sitt. Vert er að taka það fram að einstaka fjölmiðill hefur textað eftir beiðni og aðeins gert það af einstaka góðmennsku ekki skyldu. Stjórnmálafólk á Alþingi er alls ekki viljugt að taka upp hanskann fyrir þá sem á textanum þurfa, fyrir þeim er þetta alveg nýtt og þau vita ekki neitt í hvorn fótinn þau eiga að stíga til að standa með okkur sem á textanum þurfum að halda. Þau geta þó gert ýmislegt eins og t.d. það að: setja textun á innlent sjónvarpsefni í lög. Ætti að vera fyrsta þingmálið sem yrði samþykkt á þessu þingi og ætti jafnvel að teljast til máls sem allir flokkar myndu taka til sín. skylda allar einka sjónvarpsstöðvar að texta innlent sjónvarpsefni sitt, líka hlaðvörp setja skilyrði fyrir fjölmiðla styrk og leyfi til að starfa sem fjölmiðill að texta allt innlent sjónvarpsefni sitt taka RÚV úr fjárlögum vegna svika við málminnihlutahóp og því ekki lengur forsendur að skreyta sig sem almannahagsmuna fjölmiðill. koma með þingsályktunartillögu að textun á innlent sjónvarpsefni sé mannréttindi og eigi að vera virt á sama hátt og hljóðið. Textun telst í dag ekki til forréttinda, textun er mannréttindi. Það er talið að um 25% þjóðarinnar eigi við heyrnarmein að etja og þurfi því sárlega á textanum að halda. Hávaðaáreiti er mikið í dag og texti því klárlega málið til að draga úr hávaðaáreitni. Erlent fólk sem sest hér að á mun auðveldara með að læra íslensku ef það heyrir hana og sér skrifaða samtímis, það hjálpar. Textun er því alls ekki sérhagsmuna málefni - það snertir almannahag mikið. Textun er málið ! Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á texta/táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi spurning ómaði í huga mér og eflaust margra annara í sömu stöðu og ég er þegar enginn texti birtist með innlendu sjónvarpsefni RÚV (rás 888). Það hefur gerst alloft. Í gærkvöldi (10.09.2025) þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra (klukkan 19:40) fóru fram var engin texti sjáanlegur. Það buldi því hátt í tómri tunnu þegar spurt var “Hvar er textinn?” á fyrstu mínútum stefnuræðu forsætisráðherra. Það er verulega niðurlægjandi og virkilega óþolandi að þurfa að spyrja um textann á þeirri mínútu em tilhlökkun fyrir stefnuræðunni er í hæstu hæðum. Spenningur og stemning er skemmd. Vanlíðan hjá manneskjunni er alger. Aldrei nokkurn tímann þarf heyrandi fólk að spyrja “hvar er hljóðið?” því fari það forgörðum er það lagað samstundis, skellt í HLÉ og allir sáttir. Sömu alúð fær textinn ekki. Af því hans er hvergi getið í lögum um fjölmiðla. Textun á innlendu sjónvarpsefni hefur verið oft komið til tals af okkur sem þurfum sárlega á textanum að halda, það er okkar mannréttindi að geta fylgst með almennri samfélagslegri umræðu, fréttum, fréttaskýringum, afþreygingar og dægurefni á almannahagsmunafjölmiðlinum RÚV. En því miður eins og stundum hefur komið fyrir þá er textun ekki í forgangi þar í bæ, ef bilar eða gleymist þá bara “let´s show go on”. Það er vegið að mannréttindum okkar og fjölmiðlinum finnst ekkert athugavert að fjalla um það, af því það er við fjölmiðilinn sjálfan að sakast. Þetta á við alla starfandi fjölmiðla á Íslandi. Þannig að málefnið textun á innlent sjónvarpsefni fær ekki neina athygli og fjölmiðlar geta haldið sinni afneitun á textanum áfram og sent út viðstöðulaust textalaust af því það er engin skylda sett á herðar þeirra að texta innlent efni sitt. Vert er að taka það fram að einstaka fjölmiðill hefur textað eftir beiðni og aðeins gert það af einstaka góðmennsku ekki skyldu. Stjórnmálafólk á Alþingi er alls ekki viljugt að taka upp hanskann fyrir þá sem á textanum þurfa, fyrir þeim er þetta alveg nýtt og þau vita ekki neitt í hvorn fótinn þau eiga að stíga til að standa með okkur sem á textanum þurfum að halda. Þau geta þó gert ýmislegt eins og t.d. það að: setja textun á innlent sjónvarpsefni í lög. Ætti að vera fyrsta þingmálið sem yrði samþykkt á þessu þingi og ætti jafnvel að teljast til máls sem allir flokkar myndu taka til sín. skylda allar einka sjónvarpsstöðvar að texta innlent sjónvarpsefni sitt, líka hlaðvörp setja skilyrði fyrir fjölmiðla styrk og leyfi til að starfa sem fjölmiðill að texta allt innlent sjónvarpsefni sitt taka RÚV úr fjárlögum vegna svika við málminnihlutahóp og því ekki lengur forsendur að skreyta sig sem almannahagsmuna fjölmiðill. koma með þingsályktunartillögu að textun á innlent sjónvarpsefni sé mannréttindi og eigi að vera virt á sama hátt og hljóðið. Textun telst í dag ekki til forréttinda, textun er mannréttindi. Það er talið að um 25% þjóðarinnar eigi við heyrnarmein að etja og þurfi því sárlega á textanum að halda. Hávaðaáreiti er mikið í dag og texti því klárlega málið til að draga úr hávaðaáreitni. Erlent fólk sem sest hér að á mun auðveldara með að læra íslensku ef það heyrir hana og sér skrifaða samtímis, það hjálpar. Textun er því alls ekki sérhagsmuna málefni - það snertir almannahag mikið. Textun er málið ! Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á texta/táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun