Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar 2. október 2025 13:45 Heilbrigðisráðuneytið og menningar, - nýsköpunar - og háskólaráðuneytið héldu í gær ráðstefnu þar sem fjallað var um hvernig heilsutæknilausnir og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins geta stuðlað að betri og skilvirkari heilbrigðisþjónustu. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá og ber þar sérstaklega að nefna erindi Markus Lingman sem fjallaði um gagnamiðaða heilbrigðisþjónustu. Lykillinn að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar liggur nefnilega að stórum hluta í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu þar sem árangur, þarfir og rétt nýting heilbrigðisþjónustu er keyrð áfram af gögnum. Miðlæg heilbrigðisgögn mikilvægt framfaraskref Í aðdraganda ráðstefnunnar gaf heilbrigðisráðuneytið út skýrslu um stafræna þróun heilbrigðiskerfisins. Skýrslan tekur saman stöðu stafrænnar þróunar, tækifærin og þröskuldana sem kerfið stendur frammi fyrir. Hún segir okkur nokkuð sem við sem störfum innan heilsutæknigeirans vitum vel. Hér eru sterkir innviðir, framúrskarandi fagfólk og mikill vilji til að nýta tæknina og heilbrigðistengda nýsköpun. Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að til standi að heilbrigðisgögnum skuli safnað í nýja miðlæga sjúkraskrá. Miðlæg sjúkraskrá mun tryggja að öll heilbrigðisgögn séu aðgengileg á einum stað, á miðlægu sniði, aðskilið frá ólíkum lausnum sem heilbrigðisþjónustan notar í daglegu starfi t.d. við skráningu upplýsinga og samskipti sín á milli. Sú breyting er afar þýðingarmikil fyrir heilbrigðiskerfið í heild, bæði fyrir þau sem veita þjónustuna og þau sem hana þiggja. Þetta gefur öllu vistkerfi heilsutækninnar ný tækifæri til innleiðinga og þróunar á nýsköpun. Tæknin mun tala betur saman og heilbrigðisstarfsfólk fær heildstæðari mynd af heilsufari sjúklinga. Skýrslan er stórt skref í stefnumótun hins opinbera varðandi stafræna heilsutækni og getur haft mótandi áhrif á þá aðila sem þróa hugbúnaðarlausnir innan kerfisins - ef rétt er haldið á spöðunum. Betri upplýsingar um eigin heilsu Samhliða þessu stendur til á næstu árum mikilvæg innleiðing á evrópskum reglum sem tryggja einstaklingum sjálfum aukinn aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Með þeim breytingum skapast tækifæri til að setja einstaklinginn í forgrunn. Gögnin munu geta fylgt okkur á öruggan hátt milli heilbrigðisstofnana og yfir landamæri. Þetta gefur okkur aukið sjálfstæði yfir eigin heilsu og bætir heilsulæsi landsmanna. Miðlæg sjúkragögn skipta þarna höfuðmáli og tryggja að allar okkar upplýsingar séu til staðar á stöðluðu formi sem nýtist þeim sem þurfa, hvort sem er innan heilbrigðisþjónustunnar til þess að auka yfirsýn og flæði mikilvægra upplýsinga eða hjá einstaklingnum sjálfum sem hefur þá aðgang að öllum sínum upplýsingum á einum stað. Við erum að færast í átt að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og þróun heilsutækni og hagnýting gagna spilar þar lykilhlutverk. Sú þróun ætti að miða heilbrigðisþjónustuna meira að hverjum og einum en ekki einstaka heilbrigðisstofnunum eða spítölum. Heilsutækni framtíðarinnar verður hönnuð í kringum þarfir sjúklinga og gögnin þurfa að styðja við það. Undirbúningur miðlægrar sjúkraskrár er mikilvægt skref í þá átt. Ráðstefna ráðuneytanna sýndi skýrt að það er sameiginlegur vilji allra; heilbrigðisyfirvalda, heilsutæknifyrirtækja og þjónustuveitenda að róa í sömu átt að hagkvæmari og öruggari heilbrigðisþjónustu. Nú er tækifæri fyrir Ísland að sýna að við getum staðið fremst í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu eins og erlendir fyrirlesarar ráðstefnunnar tóku sérstaklega fram. Vegna smæðar, stuttra boðleika og hugvitsins sem hér býr er litla Ísland í lykilstöðu til að vera ,,test tube” fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Látum verkin tala. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið og menningar, - nýsköpunar - og háskólaráðuneytið héldu í gær ráðstefnu þar sem fjallað var um hvernig heilsutæknilausnir og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins geta stuðlað að betri og skilvirkari heilbrigðisþjónustu. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá og ber þar sérstaklega að nefna erindi Markus Lingman sem fjallaði um gagnamiðaða heilbrigðisþjónustu. Lykillinn að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar liggur nefnilega að stórum hluta í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu þar sem árangur, þarfir og rétt nýting heilbrigðisþjónustu er keyrð áfram af gögnum. Miðlæg heilbrigðisgögn mikilvægt framfaraskref Í aðdraganda ráðstefnunnar gaf heilbrigðisráðuneytið út skýrslu um stafræna þróun heilbrigðiskerfisins. Skýrslan tekur saman stöðu stafrænnar þróunar, tækifærin og þröskuldana sem kerfið stendur frammi fyrir. Hún segir okkur nokkuð sem við sem störfum innan heilsutæknigeirans vitum vel. Hér eru sterkir innviðir, framúrskarandi fagfólk og mikill vilji til að nýta tæknina og heilbrigðistengda nýsköpun. Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að til standi að heilbrigðisgögnum skuli safnað í nýja miðlæga sjúkraskrá. Miðlæg sjúkraskrá mun tryggja að öll heilbrigðisgögn séu aðgengileg á einum stað, á miðlægu sniði, aðskilið frá ólíkum lausnum sem heilbrigðisþjónustan notar í daglegu starfi t.d. við skráningu upplýsinga og samskipti sín á milli. Sú breyting er afar þýðingarmikil fyrir heilbrigðiskerfið í heild, bæði fyrir þau sem veita þjónustuna og þau sem hana þiggja. Þetta gefur öllu vistkerfi heilsutækninnar ný tækifæri til innleiðinga og þróunar á nýsköpun. Tæknin mun tala betur saman og heilbrigðisstarfsfólk fær heildstæðari mynd af heilsufari sjúklinga. Skýrslan er stórt skref í stefnumótun hins opinbera varðandi stafræna heilsutækni og getur haft mótandi áhrif á þá aðila sem þróa hugbúnaðarlausnir innan kerfisins - ef rétt er haldið á spöðunum. Betri upplýsingar um eigin heilsu Samhliða þessu stendur til á næstu árum mikilvæg innleiðing á evrópskum reglum sem tryggja einstaklingum sjálfum aukinn aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Með þeim breytingum skapast tækifæri til að setja einstaklinginn í forgrunn. Gögnin munu geta fylgt okkur á öruggan hátt milli heilbrigðisstofnana og yfir landamæri. Þetta gefur okkur aukið sjálfstæði yfir eigin heilsu og bætir heilsulæsi landsmanna. Miðlæg sjúkragögn skipta þarna höfuðmáli og tryggja að allar okkar upplýsingar séu til staðar á stöðluðu formi sem nýtist þeim sem þurfa, hvort sem er innan heilbrigðisþjónustunnar til þess að auka yfirsýn og flæði mikilvægra upplýsinga eða hjá einstaklingnum sjálfum sem hefur þá aðgang að öllum sínum upplýsingum á einum stað. Við erum að færast í átt að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og þróun heilsutækni og hagnýting gagna spilar þar lykilhlutverk. Sú þróun ætti að miða heilbrigðisþjónustuna meira að hverjum og einum en ekki einstaka heilbrigðisstofnunum eða spítölum. Heilsutækni framtíðarinnar verður hönnuð í kringum þarfir sjúklinga og gögnin þurfa að styðja við það. Undirbúningur miðlægrar sjúkraskrár er mikilvægt skref í þá átt. Ráðstefna ráðuneytanna sýndi skýrt að það er sameiginlegur vilji allra; heilbrigðisyfirvalda, heilsutæknifyrirtækja og þjónustuveitenda að róa í sömu átt að hagkvæmari og öruggari heilbrigðisþjónustu. Nú er tækifæri fyrir Ísland að sýna að við getum staðið fremst í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu eins og erlendir fyrirlesarar ráðstefnunnar tóku sérstaklega fram. Vegna smæðar, stuttra boðleika og hugvitsins sem hér býr er litla Ísland í lykilstöðu til að vera ,,test tube” fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Látum verkin tala. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar