Fótbolti

Arnar heitur á fundinum: Um­ræðan eftir síðasta leik var ömur­leg á köflum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson fer yfir málin á blaðamannafundi fyrir leik á móti Frakklandi í undankeppni HM.
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson fer yfir málin á blaðamannafundi fyrir leik á móti Frakklandi í undankeppni HM. EPA/Jakub Kaczmarczyk P

Eitt besta fótboltalandslið heims mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem var í beinni hér á Vísi.

Íslenska liðið tapaði 5-3 á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið á meðan Frakkland vann Aserbaísjan 3-0.

Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum þar á meðal 2-1 sigur á Íslandi í París í september.

Franska liðið hefur misst nokkrar stórstjörnur í meiðsli en þar á meðal eru Kylian Mbappé, Ousmane Dembélé, Ibrahima Konaté, Bradley Barcola og Désiré Doué.

Það vantar hins vegar ekki upp á breiddina hjá franska landsliðinu. Sjá má fundinn í heild hér að neðan.

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Frökkum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×