Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar 15. október 2025 22:30 Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð. Þjáningin er að vísu þeirra hlutskipti en hverju skiptir það í lífsins ólgusjó því einhverjir verða að taka á sig byrðarnar sem af því hlýst að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi og búa auk þess við einokun íslenskra banka sem kætast yfir því að komast hjá að keppa við erlenda banka hér á landi. Þvílík gæfa fyrir eina þjóð við ysta haf! Þess vegna jaðrar það við grófan dónaskap þegar þessir góðu bankar hafa nú verið dæmdir fyrir að hafa í mörg ár haft ólöglega mikla fjármuni af viðskiptavinum sínum. Svo langt gengur þessi ósvinna að þeim er skylt að greiða eitthvað af þessum fúlgum til baka en sleppa að öðru leyti við refsingu enda myndi sjálfstæð þjóð ekki lifa af að sjá bankastjóra sína á bak við lás og slá eins og aðrir sakamenn þurfa að þola. Nú borga þeir bara eitthvað til baka úr digrum sjóðum bankanna en njóta sjálfir lífsins áfram sem aldrei fyrr. Þá ætti fullveldinu áreiðanlega að vera borgið og Ísland sannarlega áfram sjálfstæð þjóð! Samt sem áður eru við vitni að þeirri undarlegu staðreynd að nær öll stærri fyrirtæki í útflutningi láta sér ekki detta í hug nota íslensku krónuna í uppgjöri sínu. Hafa greinilega ekki skilning á töframætti hennar og þýðingu fyrir sjálfstæða þjóð. Þau geta aftur á móti nýtt sér lægri vexti til reksturs og frekari uppbyggingar og eru því í allt öðru rekstrarumhverfi. Þetta staðfestir forstjóri Alvotech í Morgunblaðinu (15.09.25) þegar hann segir: „Þetta samspil hentar okkur vel og hefur gert okkur kleift að lifa með krónunni.“ Enn fremur segir hann í þessari umfjöllun: „að Alvotech hafi komið sér þannig fyrir að íslenska krónan sé ekki hindrun í rekstrinum.“ Sem sagt: Með því að koma sér undan íslensku krónunni og láta aðra axla byrðar hennar sé hægt að stunda hér ágætis rekstur. Skrýtnast af öllu er þó þegar þessi ágæti maður leitar til fortíðarinnar og segir að hagsveiflur á Íslandi „ráðist af fiski, kvótum og afla á miðunum.“ Þetta var að vísu rétt en nú hafa fleiri öflugir og gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir bæst í hópinn og því ástæðulaust að dvelja að þessu leyti við fortíðina. Sú ósvinna að skilja unga fólkið, meðalstór og minni fyrirtæki lokuð inni í krónuhagkerfinu og kenna þeim um dýrtíðina og refsa þeim einum fyrir er ekki bara óréttlátt heldur bókstaflega þjóðarskömm. Svo brosa menn bara eins og sá sem hér er vitnað til og segist ekki láta sér detta í hug að vera algjörlega kominn upp á íslensku krónuna og bankakerfi sem er í einokunaraðstöðu. Hrollvekjandi er þó sá skilningur hans að öðrum löndum hans sé það hlutskipti ekki of gott þó hann segist hafa skilning á högum þeirra. En hvar er unga fólkið sem starfar í stjórnmálaflokkunum? Ekki heyrist mikið frá því þó það sitji flest í þessari ólystugu súpu og kvarti sífellt undan hærri kostnaði við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þau þegja – já, steinþegja. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð. Þjáningin er að vísu þeirra hlutskipti en hverju skiptir það í lífsins ólgusjó því einhverjir verða að taka á sig byrðarnar sem af því hlýst að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi og búa auk þess við einokun íslenskra banka sem kætast yfir því að komast hjá að keppa við erlenda banka hér á landi. Þvílík gæfa fyrir eina þjóð við ysta haf! Þess vegna jaðrar það við grófan dónaskap þegar þessir góðu bankar hafa nú verið dæmdir fyrir að hafa í mörg ár haft ólöglega mikla fjármuni af viðskiptavinum sínum. Svo langt gengur þessi ósvinna að þeim er skylt að greiða eitthvað af þessum fúlgum til baka en sleppa að öðru leyti við refsingu enda myndi sjálfstæð þjóð ekki lifa af að sjá bankastjóra sína á bak við lás og slá eins og aðrir sakamenn þurfa að þola. Nú borga þeir bara eitthvað til baka úr digrum sjóðum bankanna en njóta sjálfir lífsins áfram sem aldrei fyrr. Þá ætti fullveldinu áreiðanlega að vera borgið og Ísland sannarlega áfram sjálfstæð þjóð! Samt sem áður eru við vitni að þeirri undarlegu staðreynd að nær öll stærri fyrirtæki í útflutningi láta sér ekki detta í hug nota íslensku krónuna í uppgjöri sínu. Hafa greinilega ekki skilning á töframætti hennar og þýðingu fyrir sjálfstæða þjóð. Þau geta aftur á móti nýtt sér lægri vexti til reksturs og frekari uppbyggingar og eru því í allt öðru rekstrarumhverfi. Þetta staðfestir forstjóri Alvotech í Morgunblaðinu (15.09.25) þegar hann segir: „Þetta samspil hentar okkur vel og hefur gert okkur kleift að lifa með krónunni.“ Enn fremur segir hann í þessari umfjöllun: „að Alvotech hafi komið sér þannig fyrir að íslenska krónan sé ekki hindrun í rekstrinum.“ Sem sagt: Með því að koma sér undan íslensku krónunni og láta aðra axla byrðar hennar sé hægt að stunda hér ágætis rekstur. Skrýtnast af öllu er þó þegar þessi ágæti maður leitar til fortíðarinnar og segir að hagsveiflur á Íslandi „ráðist af fiski, kvótum og afla á miðunum.“ Þetta var að vísu rétt en nú hafa fleiri öflugir og gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir bæst í hópinn og því ástæðulaust að dvelja að þessu leyti við fortíðina. Sú ósvinna að skilja unga fólkið, meðalstór og minni fyrirtæki lokuð inni í krónuhagkerfinu og kenna þeim um dýrtíðina og refsa þeim einum fyrir er ekki bara óréttlátt heldur bókstaflega þjóðarskömm. Svo brosa menn bara eins og sá sem hér er vitnað til og segist ekki láta sér detta í hug að vera algjörlega kominn upp á íslensku krónuna og bankakerfi sem er í einokunaraðstöðu. Hrollvekjandi er þó sá skilningur hans að öðrum löndum hans sé það hlutskipti ekki of gott þó hann segist hafa skilning á högum þeirra. En hvar er unga fólkið sem starfar í stjórnmálaflokkunum? Ekki heyrist mikið frá því þó það sitji flest í þessari ólystugu súpu og kvarti sífellt undan hærri kostnaði við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þau þegja – já, steinþegja. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun