Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar 10. nóvember 2025 21:32 Gervigreind er mikið í umræðunni þessa dagana. Á örfáum árum hefur hún farið úr því að vera sérhæfð tækni á færi örfárra sérfræðinga yfir í að verða almenn og alltumlykjandi. Þróunin er svo hröð að þekking getur úrelst á örfáum mánuðum, en nokkur grundvallaratriði eru stöðug og geta haft úrslitaáhrif á það hvort fólk nái að nýta gervigreind sér til framdráttar. Áskoranir sem við verðum að taka alvarlega Ég ætla ekki að halda því fram að gervigreind sé óumdeild. Hún krefst fjármagns, orku og vatns sem mætti nýta á annan hátt, og þjálfun hennar hefur vakið siðferðileg álitamál eins og spurningar um höfundarrétt og innbyggðan bjaga í líkönum. Þetta eru eðlilegar og mikilvægar spurningar sem ættu að fá ítarlega umræðu og lausnir á viðeigandi vettvangi. Samt sem áður er vert að hvetja fólk til að kynna sér þessa tækni betur, læra að greina niðurstöður gagnrýnið og beita henni með ábyrgð. Þannig má nýta þá byltingu sem gervigreind hefur í för með sér, án þess að horfa framhjá þeim áskorunum sem fylgja. Fyrstu kynni geta blekkt Við sem höfum prófað að nota ChatGPT spunagreindina (e. generative AI, sem er ein tegund gervigreindar) höfum flest lent í því að niðurstaðan er óhófleg notkun tjákna, hrós og hvatning úr takti, augljósar málfarsvillur og þankastrik sem troðið er alltstaðar þar sem komma væri við hæfi. Ef þín upplifun af gervigreind er sambærileg, er eðlilegt að þú skipir þér á bekk þeirra sem efast um ágæti hennar. Gefðu gervigreind séns Mig langar aftur á móti að skora á þig til þess að prófa nýja nálgun á efnið. ChatGPT frá OpenAI er algengasta viðmótið sem fólk notar til þess að kynnast gervigreind. Tólið hefur náð mikilli útbreiðslu, ekki síst vegna þess að það var hið fyrsta sinnar tegundar sem mætti notendum með vinalegum spjallglugga. ChatGPT er eitt verkfæri í kassanum Það má líta á ChatGPT sem traustan hamar, nauðsynlegt verkfæri í allar verkfæratöskur. Fleiri fyrirtæki bjóða upp á sambærilega hamra; Anthropic hefur Claude, hið evrópska Mistral framleiðir Le Chat, Google Gemini, og bæði Meta og X eiga sín líkön. Öll eru þau fær um að gera svakalega margt mismunandi. Rétt verkfæri fyrir rétt verkefni En þegar virkilega er þörf á því, þá er útkoman oftar en ekki einhvers konar sull með afar takmarkað notagildi. Stundum þarf að orða fyrirspurnina til gervigreindarinnar betur, að velja réttan nagla. Þegar það dugar ekki til hefur fólk fundið snjallar leiðir til þess að ná meiru úr spunagreindinni, með því að þróa fleiri verkfæri úr sama grunni. En í öðrum tilfellum er hamar ekki rétta verkfærið fyrir verkið. Eftirfarandi tól eru dæmi um fleiri birtingarmyndir gervigreindar: Verkefni Verkfæri Hvers vegna Dæmi Leit á netinu (í stað Google) Perplexity.ai Öflug leitarvél sem svarar strax og tilgreinir heimildir, í stað þess að sýna endalaust af auglýsingum og hlekkjum “Hvað er besta gervigreindarlíkanið fyrir íslensku?” “Hvað er opið lengi í Húsasmiðjunni á föstudögum?” Kynningar Gamma.app Búðu til 10 glæru kynningu á 10 mínútum Sendu inn skjal og láttu gervigreindina um að framleiða glærurnar Búa til einfalt app eða vefsíðu Lovable.dev Leyfðu hugmyndunum þínum að verða að veruleika “Búðu til vefviðmót sem hjálpar notandanum að velja rétt tól fyrir verkefni með aðstoð gervigreindar.” Ítarlegar upplýsingar ChatGPT með DeepResearch Hér skiptir máli að orða spurninguna vel “Hvers vegna telst plútó ekki lengur til pláneta sólarinnar?” Tónlist Suno Búðu til lag með því að lýsa því. “Búðu til klisjukennt jólalag á íslensku sem kennir hlustandanum á stórhátíðir annarra trúarbragða. Dúett sunginn af karlmanni með djúpa rödd og konu með autotune.” Þau sem valdefla starfsfólk uppskera mest Spunagreind er nefnilega til margs nytsamleg. Þetta hafa stjórnendur fjölmargra fyrirtækja þegar áttað sig á. Þau sem taka markviss skref til þess að hjálpa starfsfólki sínu að nýta sér gervigreind eru farin að sjá af því gríðarlegan ávinning. Skrefin fela í sér að valdefla starfsfólk og þróa verkfæri til þess að gera ávinninginn aðgengilegan öllum í fyrirtækinu. Komandi misseri verður áhugavert að fylgjast með þessum fyrirtækjum og bera saman við þau sem ákveða að taka ekki slaginn. Forskotið fæst með forvitni Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir hefur gervigreind orðið að ófrávíkjanlegum hluta af verkfærakistu nútímans á örskömmum tíma. Hvernig fólk notar hana mun hafa úrslitaáhrif á hvort það nái að nýta sér hana, hvort tilvera gervigreindar verði til aukins álags eða raunverulegs ávinnings. Besta leiðin til þess að halda í við þróunina er að prófa sig áfram núna. Að læra á tólin og kynnast þeim með því að nota þau. Þau sem temja sér þetta munu eiga auðveldara með að nýta tæknina og hafa forskot á þau sem gera það ekki. Höfundur er fjármálafræðingur með 10 ára reynslu í fyrirtækjum sem nýta sér gervigreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Gervigreind er mikið í umræðunni þessa dagana. Á örfáum árum hefur hún farið úr því að vera sérhæfð tækni á færi örfárra sérfræðinga yfir í að verða almenn og alltumlykjandi. Þróunin er svo hröð að þekking getur úrelst á örfáum mánuðum, en nokkur grundvallaratriði eru stöðug og geta haft úrslitaáhrif á það hvort fólk nái að nýta gervigreind sér til framdráttar. Áskoranir sem við verðum að taka alvarlega Ég ætla ekki að halda því fram að gervigreind sé óumdeild. Hún krefst fjármagns, orku og vatns sem mætti nýta á annan hátt, og þjálfun hennar hefur vakið siðferðileg álitamál eins og spurningar um höfundarrétt og innbyggðan bjaga í líkönum. Þetta eru eðlilegar og mikilvægar spurningar sem ættu að fá ítarlega umræðu og lausnir á viðeigandi vettvangi. Samt sem áður er vert að hvetja fólk til að kynna sér þessa tækni betur, læra að greina niðurstöður gagnrýnið og beita henni með ábyrgð. Þannig má nýta þá byltingu sem gervigreind hefur í för með sér, án þess að horfa framhjá þeim áskorunum sem fylgja. Fyrstu kynni geta blekkt Við sem höfum prófað að nota ChatGPT spunagreindina (e. generative AI, sem er ein tegund gervigreindar) höfum flest lent í því að niðurstaðan er óhófleg notkun tjákna, hrós og hvatning úr takti, augljósar málfarsvillur og þankastrik sem troðið er alltstaðar þar sem komma væri við hæfi. Ef þín upplifun af gervigreind er sambærileg, er eðlilegt að þú skipir þér á bekk þeirra sem efast um ágæti hennar. Gefðu gervigreind séns Mig langar aftur á móti að skora á þig til þess að prófa nýja nálgun á efnið. ChatGPT frá OpenAI er algengasta viðmótið sem fólk notar til þess að kynnast gervigreind. Tólið hefur náð mikilli útbreiðslu, ekki síst vegna þess að það var hið fyrsta sinnar tegundar sem mætti notendum með vinalegum spjallglugga. ChatGPT er eitt verkfæri í kassanum Það má líta á ChatGPT sem traustan hamar, nauðsynlegt verkfæri í allar verkfæratöskur. Fleiri fyrirtæki bjóða upp á sambærilega hamra; Anthropic hefur Claude, hið evrópska Mistral framleiðir Le Chat, Google Gemini, og bæði Meta og X eiga sín líkön. Öll eru þau fær um að gera svakalega margt mismunandi. Rétt verkfæri fyrir rétt verkefni En þegar virkilega er þörf á því, þá er útkoman oftar en ekki einhvers konar sull með afar takmarkað notagildi. Stundum þarf að orða fyrirspurnina til gervigreindarinnar betur, að velja réttan nagla. Þegar það dugar ekki til hefur fólk fundið snjallar leiðir til þess að ná meiru úr spunagreindinni, með því að þróa fleiri verkfæri úr sama grunni. En í öðrum tilfellum er hamar ekki rétta verkfærið fyrir verkið. Eftirfarandi tól eru dæmi um fleiri birtingarmyndir gervigreindar: Verkefni Verkfæri Hvers vegna Dæmi Leit á netinu (í stað Google) Perplexity.ai Öflug leitarvél sem svarar strax og tilgreinir heimildir, í stað þess að sýna endalaust af auglýsingum og hlekkjum “Hvað er besta gervigreindarlíkanið fyrir íslensku?” “Hvað er opið lengi í Húsasmiðjunni á föstudögum?” Kynningar Gamma.app Búðu til 10 glæru kynningu á 10 mínútum Sendu inn skjal og láttu gervigreindina um að framleiða glærurnar Búa til einfalt app eða vefsíðu Lovable.dev Leyfðu hugmyndunum þínum að verða að veruleika “Búðu til vefviðmót sem hjálpar notandanum að velja rétt tól fyrir verkefni með aðstoð gervigreindar.” Ítarlegar upplýsingar ChatGPT með DeepResearch Hér skiptir máli að orða spurninguna vel “Hvers vegna telst plútó ekki lengur til pláneta sólarinnar?” Tónlist Suno Búðu til lag með því að lýsa því. “Búðu til klisjukennt jólalag á íslensku sem kennir hlustandanum á stórhátíðir annarra trúarbragða. Dúett sunginn af karlmanni með djúpa rödd og konu með autotune.” Þau sem valdefla starfsfólk uppskera mest Spunagreind er nefnilega til margs nytsamleg. Þetta hafa stjórnendur fjölmargra fyrirtækja þegar áttað sig á. Þau sem taka markviss skref til þess að hjálpa starfsfólki sínu að nýta sér gervigreind eru farin að sjá af því gríðarlegan ávinning. Skrefin fela í sér að valdefla starfsfólk og þróa verkfæri til þess að gera ávinninginn aðgengilegan öllum í fyrirtækinu. Komandi misseri verður áhugavert að fylgjast með þessum fyrirtækjum og bera saman við þau sem ákveða að taka ekki slaginn. Forskotið fæst með forvitni Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir hefur gervigreind orðið að ófrávíkjanlegum hluta af verkfærakistu nútímans á örskömmum tíma. Hvernig fólk notar hana mun hafa úrslitaáhrif á hvort það nái að nýta sér hana, hvort tilvera gervigreindar verði til aukins álags eða raunverulegs ávinnings. Besta leiðin til þess að halda í við þróunina er að prófa sig áfram núna. Að læra á tólin og kynnast þeim með því að nota þau. Þau sem temja sér þetta munu eiga auðveldara með að nýta tæknina og hafa forskot á þau sem gera það ekki. Höfundur er fjármálafræðingur með 10 ára reynslu í fyrirtækjum sem nýta sér gervigreind.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun