Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar 9. desember 2025 06:31 Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Í skólastarfinu felst oft ósýnileg vinna sem heldur kerfinu gangandi, jafnvel þegar álagið er mikið og aðstæður krefjandi. Á sama tíma er mikilvægt að minna á að við stöndum frammi fyrir kennaraskorti. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif á íslenska skóla, bæði leik- og grunnskóla, og í Kópavogi er skorturinn víða orðinn áþreifanlegur. Ef ekkert verður að gert má búast við versnandi stöðu á næstu árum þar sem óvenju stór hópur kennara er að nálgast eftirlaunaaldur. Menntaðir kennarar skipta sköpum fyrir námsárangur, vellíðan og stöðugleika í skólastarfi. Kópavogur á að vera bær sem laðar að sér og heldur í fagfólk og sýnir virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem kennarar sinna daglega. Við verðum að skapa raunhæfar leiðir til að fjölga kennurum, þannig að fólk geti menntað sig samhliða starfi án þess að missa tekjur eða þurfa að hætta störfum. Reynslan úr leikskólum Kópavogs er sterk fyrirmynd. Þar hafa leiðbeinendur fengið tækifæri til að mennta sig með stuðningi vinnuveitanda, svigrúmi á vinnutíma og tryggu starfi að námi loknu. Þetta hefur skilað sér í aukinni fagþekkingu, meira öryggi og stöðugleika í starfsemi leikskólanna. Á sama tíma nýtur sveitarfélagið starfskrafta fólksins allan þann tíma sem námið stendur. Það væri eðlilegt næsta skref að bjóða leiðbeinendum í grunnskólum bæjarins upp á sambærilega leið. Í grunnskólum starfar fjölbreyttur hópur leiðbeinenda sem sinnir kennslu af heilindum og fagmennsku og oft vantar aðeins raunhæfa leið til að ljúka leyfisbréfi. Það væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að sinna námi samhliða starfi og tryggja þeim svo starf að námi loknu. Slík leið gæti líka laðað að nýtt, menntað starfsfólk sem hefur áhuga á að koma inn í skólakerfið og bæta við sig kennsluréttindum á sveigjanlegan hátt. Þá væri eðlilegt að fara í samstarf við háskólana og bjóða reyndum leiðbeinendum upp á raunfærnimat en margir búa yfir færni sem getur stytt námstíma þeirra verulega. Með því að virkja fólkið sem þegar vinnur í skólunum og bjóða upp á raunhæfar og sveigjanlegar menntunarleiðir getum við byggt upp sterka kennarastétt til framtíðar. Það myndi ekki aðeins mæta þeim skorti sem við stöndum frammi fyrir heldur styrkja allt skólasamfélagið og gera Kópavog að sveitarfélagi sem setur menntamál í forgrunn. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs og foreldri tveggja barna í leik- og grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Kópavogur Skóla- og menntamál Leikskólar Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Í skólastarfinu felst oft ósýnileg vinna sem heldur kerfinu gangandi, jafnvel þegar álagið er mikið og aðstæður krefjandi. Á sama tíma er mikilvægt að minna á að við stöndum frammi fyrir kennaraskorti. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif á íslenska skóla, bæði leik- og grunnskóla, og í Kópavogi er skorturinn víða orðinn áþreifanlegur. Ef ekkert verður að gert má búast við versnandi stöðu á næstu árum þar sem óvenju stór hópur kennara er að nálgast eftirlaunaaldur. Menntaðir kennarar skipta sköpum fyrir námsárangur, vellíðan og stöðugleika í skólastarfi. Kópavogur á að vera bær sem laðar að sér og heldur í fagfólk og sýnir virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem kennarar sinna daglega. Við verðum að skapa raunhæfar leiðir til að fjölga kennurum, þannig að fólk geti menntað sig samhliða starfi án þess að missa tekjur eða þurfa að hætta störfum. Reynslan úr leikskólum Kópavogs er sterk fyrirmynd. Þar hafa leiðbeinendur fengið tækifæri til að mennta sig með stuðningi vinnuveitanda, svigrúmi á vinnutíma og tryggu starfi að námi loknu. Þetta hefur skilað sér í aukinni fagþekkingu, meira öryggi og stöðugleika í starfsemi leikskólanna. Á sama tíma nýtur sveitarfélagið starfskrafta fólksins allan þann tíma sem námið stendur. Það væri eðlilegt næsta skref að bjóða leiðbeinendum í grunnskólum bæjarins upp á sambærilega leið. Í grunnskólum starfar fjölbreyttur hópur leiðbeinenda sem sinnir kennslu af heilindum og fagmennsku og oft vantar aðeins raunhæfa leið til að ljúka leyfisbréfi. Það væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að sinna námi samhliða starfi og tryggja þeim svo starf að námi loknu. Slík leið gæti líka laðað að nýtt, menntað starfsfólk sem hefur áhuga á að koma inn í skólakerfið og bæta við sig kennsluréttindum á sveigjanlegan hátt. Þá væri eðlilegt að fara í samstarf við háskólana og bjóða reyndum leiðbeinendum upp á raunfærnimat en margir búa yfir færni sem getur stytt námstíma þeirra verulega. Með því að virkja fólkið sem þegar vinnur í skólunum og bjóða upp á raunhæfar og sveigjanlegar menntunarleiðir getum við byggt upp sterka kennarastétt til framtíðar. Það myndi ekki aðeins mæta þeim skorti sem við stöndum frammi fyrir heldur styrkja allt skólasamfélagið og gera Kópavog að sveitarfélagi sem setur menntamál í forgrunn. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs og foreldri tveggja barna í leik- og grunnskóla.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun