Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar 9. desember 2025 06:31 Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Í skólastarfinu felst oft ósýnileg vinna sem heldur kerfinu gangandi, jafnvel þegar álagið er mikið og aðstæður krefjandi. Á sama tíma er mikilvægt að minna á að við stöndum frammi fyrir kennaraskorti. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif á íslenska skóla, bæði leik- og grunnskóla, og í Kópavogi er skorturinn víða orðinn áþreifanlegur. Ef ekkert verður að gert má búast við versnandi stöðu á næstu árum þar sem óvenju stór hópur kennara er að nálgast eftirlaunaaldur. Menntaðir kennarar skipta sköpum fyrir námsárangur, vellíðan og stöðugleika í skólastarfi. Kópavogur á að vera bær sem laðar að sér og heldur í fagfólk og sýnir virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem kennarar sinna daglega. Við verðum að skapa raunhæfar leiðir til að fjölga kennurum, þannig að fólk geti menntað sig samhliða starfi án þess að missa tekjur eða þurfa að hætta störfum. Reynslan úr leikskólum Kópavogs er sterk fyrirmynd. Þar hafa leiðbeinendur fengið tækifæri til að mennta sig með stuðningi vinnuveitanda, svigrúmi á vinnutíma og tryggu starfi að námi loknu. Þetta hefur skilað sér í aukinni fagþekkingu, meira öryggi og stöðugleika í starfsemi leikskólanna. Á sama tíma nýtur sveitarfélagið starfskrafta fólksins allan þann tíma sem námið stendur. Það væri eðlilegt næsta skref að bjóða leiðbeinendum í grunnskólum bæjarins upp á sambærilega leið. Í grunnskólum starfar fjölbreyttur hópur leiðbeinenda sem sinnir kennslu af heilindum og fagmennsku og oft vantar aðeins raunhæfa leið til að ljúka leyfisbréfi. Það væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að sinna námi samhliða starfi og tryggja þeim svo starf að námi loknu. Slík leið gæti líka laðað að nýtt, menntað starfsfólk sem hefur áhuga á að koma inn í skólakerfið og bæta við sig kennsluréttindum á sveigjanlegan hátt. Þá væri eðlilegt að fara í samstarf við háskólana og bjóða reyndum leiðbeinendum upp á raunfærnimat en margir búa yfir færni sem getur stytt námstíma þeirra verulega. Með því að virkja fólkið sem þegar vinnur í skólunum og bjóða upp á raunhæfar og sveigjanlegar menntunarleiðir getum við byggt upp sterka kennarastétt til framtíðar. Það myndi ekki aðeins mæta þeim skorti sem við stöndum frammi fyrir heldur styrkja allt skólasamfélagið og gera Kópavog að sveitarfélagi sem setur menntamál í forgrunn. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs og foreldri tveggja barna í leik- og grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Kópavogur Skóla- og menntamál Leikskólar Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Í skólastarfinu felst oft ósýnileg vinna sem heldur kerfinu gangandi, jafnvel þegar álagið er mikið og aðstæður krefjandi. Á sama tíma er mikilvægt að minna á að við stöndum frammi fyrir kennaraskorti. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif á íslenska skóla, bæði leik- og grunnskóla, og í Kópavogi er skorturinn víða orðinn áþreifanlegur. Ef ekkert verður að gert má búast við versnandi stöðu á næstu árum þar sem óvenju stór hópur kennara er að nálgast eftirlaunaaldur. Menntaðir kennarar skipta sköpum fyrir námsárangur, vellíðan og stöðugleika í skólastarfi. Kópavogur á að vera bær sem laðar að sér og heldur í fagfólk og sýnir virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem kennarar sinna daglega. Við verðum að skapa raunhæfar leiðir til að fjölga kennurum, þannig að fólk geti menntað sig samhliða starfi án þess að missa tekjur eða þurfa að hætta störfum. Reynslan úr leikskólum Kópavogs er sterk fyrirmynd. Þar hafa leiðbeinendur fengið tækifæri til að mennta sig með stuðningi vinnuveitanda, svigrúmi á vinnutíma og tryggu starfi að námi loknu. Þetta hefur skilað sér í aukinni fagþekkingu, meira öryggi og stöðugleika í starfsemi leikskólanna. Á sama tíma nýtur sveitarfélagið starfskrafta fólksins allan þann tíma sem námið stendur. Það væri eðlilegt næsta skref að bjóða leiðbeinendum í grunnskólum bæjarins upp á sambærilega leið. Í grunnskólum starfar fjölbreyttur hópur leiðbeinenda sem sinnir kennslu af heilindum og fagmennsku og oft vantar aðeins raunhæfa leið til að ljúka leyfisbréfi. Það væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að sinna námi samhliða starfi og tryggja þeim svo starf að námi loknu. Slík leið gæti líka laðað að nýtt, menntað starfsfólk sem hefur áhuga á að koma inn í skólakerfið og bæta við sig kennsluréttindum á sveigjanlegan hátt. Þá væri eðlilegt að fara í samstarf við háskólana og bjóða reyndum leiðbeinendum upp á raunfærnimat en margir búa yfir færni sem getur stytt námstíma þeirra verulega. Með því að virkja fólkið sem þegar vinnur í skólunum og bjóða upp á raunhæfar og sveigjanlegar menntunarleiðir getum við byggt upp sterka kennarastétt til framtíðar. Það myndi ekki aðeins mæta þeim skorti sem við stöndum frammi fyrir heldur styrkja allt skólasamfélagið og gera Kópavog að sveitarfélagi sem setur menntamál í forgrunn. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs og foreldri tveggja barna í leik- og grunnskóla.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun