Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar 19. desember 2025 20:00 Hvað eigum við eiginlega að gera við afa og ömmu þegar þau geta ekki lengur séð um sig sjálf? Auðvitað er svarið einfalt: við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja afa og ömmu gott, öruggt og innihaldsríkt líf þau ár sem þau eiga eftir. Okkur þykir vænt um gamla fólkið okkar og viljum því vel. Samt er eins og málaflokkur aldraðra hafi verið skilinn eftir í jaðrinum hjá yfirvöldum undanfarin ár. Það er til fólk sem hefur helgað líf sitt umönnun eldri borgara, fólksins sem byggði upp samfélagið okkar og lagði grunninn að þeim réttindum og lífsgæðum sem við njótum í dag. Án þeirra værum við ekki þar sem við erum. Til að sinna þessu fólki af þeirri virðingu sem það á skilið þarf hins vegar meira en falleg orð. Það þarf raunverulegar breytingar. Vissulega er verið að byggja fleiri hjúkrunarheimili, sem er jákvætt, en það eitt og sér dugar ekki. Það vantar fleiri raunhæf og fjölbreytt úrræði í öldrunarþjónustu, bæði innan heimilis og utan. Undirrituð starfar hjá Heimþjónustunni í Reykjavík og upplifir daglega vanmátt gagnvart því að geta ekki sinnt fólki með miklar þjónustuþarfir eins vel og það á skilið. Það er sárt að fara frá fólki eftir vitjanir, vitandi að ekkert fullnægjandi úrræði bíður þeirra. Margir eru óöruggir heima, jafnvel hræddir, en hlutverk heimaþjónustunnar er oft bundið við ákveðin verk: koma inn, sinna þeim og fara aftur út. Aðstæður þjónustuþega eru mjög mismunandi og sumar þeirra hreint út sagt slæmar. Sem dæmi má nefna: ·98 ára kona, býr ein, er óáttuð, nærist illa og getur hvorki kveikt á sjónvarpi né útvarpi án aðstoðar. Lítið bakland. Hún fær synjun á færni- og heilsumati. ·94 ára kona, býr ein og er með töluverða heilabilun. Hún er óörugg, grætur mikið og líður illa ein heima. Hún hefur fengið samþykkt færni- og heilsumat en beðið mánuðum saman eftir hjúkrunarheimili. ·76 ára kona með lungnateppu, þarf að vera með súrefniskút allan sólarhringinn. Hún er skýr en algjörlega ósjálfbjarga heima. Hún hefur fengið samþykkt færni- og heilsumat en beðið í nærri ár eftir hjúkrunarheimili. ·95 ára karlmaður, býr einn, með mikla heilabilun og er mjög óstöðugur til gangs. Dóttir hans sinnir honum eins og hún getur en ræður ekki lengur við aðstæður. ·78 ára karlmaður, býr einn, þarf mikla stýringu vegna heilabilunar. Dóttir, sem er eini nákomni aðstandandinn, er kominn í veikindaleyfi frá vinnu vegna álags. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum. Kerfið bregst þessu fólki. Áherslan á að fólk búi heima hefur orðið of mikil. Fyrir marga er það einfaldlega ekki raunhæfur kostur. Sumir treysta sér ekki til að vera einir, eru hræddir við að deyja einir án þess að nokkur sé hjá þeim. Aðrir eru félagslega einangraðir og hitta kannski aðeins heimaþjónustustarfsmann einu sinni eða tvisvar í viku. Dagþjálfun er gott úrræði fyrir suma, en alls ekki alla. Við þurfum fjölbreyttari lausnir og heimaþjónustan þarf að hafa svigrúm til að sinna félagslegum stuðningi mun betur en nú er gert. Í umræðunni í fjölmiðlum heyrist oft að heimaþjónustan eigi að leysa þessi mál. Við sem störfum innan kerfisins upplifum að þeir sem halda því fram hafi ekki raunverulega kynnt sér hvernig þjónustan er skipulögð eða hversu takmarkað svigrúm starfsfólk hefur. Ég starfa í heimaþjónustunni vegna þess að mig langar að gera vel, en núverandi kerfi leyfir það ekki. Það þarf breytingar, raunverulegar breytingar, svo hægt sé að veita gamla fólkinu okkar þá umönnun, virðingu og öryggi sem það á skilið. Það er ekki boðlegt að vita af þessu fólki heima, oft í óöryggi og einangrun, án þess að geta gert meira. Við verðum að forgangsraða betur og tryggja að þeir sem virkilega þurfa á þjónustu að halda fái hana. Gamla fólkið okkar á betra skilið. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, í þeirri von að reynsla mín og sjónarhorn úr heimaþjónustunni sem og öðrum störfum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar geti stuðlað að raunverulegum breytingum. Höfundur er iðjuþjálfi, teymisstjóri heilabilunarteymis Reykjavíkurborgar og teymisstjóri hjá heimastuðningi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Eldri borgarar Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hvað eigum við eiginlega að gera við afa og ömmu þegar þau geta ekki lengur séð um sig sjálf? Auðvitað er svarið einfalt: við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja afa og ömmu gott, öruggt og innihaldsríkt líf þau ár sem þau eiga eftir. Okkur þykir vænt um gamla fólkið okkar og viljum því vel. Samt er eins og málaflokkur aldraðra hafi verið skilinn eftir í jaðrinum hjá yfirvöldum undanfarin ár. Það er til fólk sem hefur helgað líf sitt umönnun eldri borgara, fólksins sem byggði upp samfélagið okkar og lagði grunninn að þeim réttindum og lífsgæðum sem við njótum í dag. Án þeirra værum við ekki þar sem við erum. Til að sinna þessu fólki af þeirri virðingu sem það á skilið þarf hins vegar meira en falleg orð. Það þarf raunverulegar breytingar. Vissulega er verið að byggja fleiri hjúkrunarheimili, sem er jákvætt, en það eitt og sér dugar ekki. Það vantar fleiri raunhæf og fjölbreytt úrræði í öldrunarþjónustu, bæði innan heimilis og utan. Undirrituð starfar hjá Heimþjónustunni í Reykjavík og upplifir daglega vanmátt gagnvart því að geta ekki sinnt fólki með miklar þjónustuþarfir eins vel og það á skilið. Það er sárt að fara frá fólki eftir vitjanir, vitandi að ekkert fullnægjandi úrræði bíður þeirra. Margir eru óöruggir heima, jafnvel hræddir, en hlutverk heimaþjónustunnar er oft bundið við ákveðin verk: koma inn, sinna þeim og fara aftur út. Aðstæður þjónustuþega eru mjög mismunandi og sumar þeirra hreint út sagt slæmar. Sem dæmi má nefna: ·98 ára kona, býr ein, er óáttuð, nærist illa og getur hvorki kveikt á sjónvarpi né útvarpi án aðstoðar. Lítið bakland. Hún fær synjun á færni- og heilsumati. ·94 ára kona, býr ein og er með töluverða heilabilun. Hún er óörugg, grætur mikið og líður illa ein heima. Hún hefur fengið samþykkt færni- og heilsumat en beðið mánuðum saman eftir hjúkrunarheimili. ·76 ára kona með lungnateppu, þarf að vera með súrefniskút allan sólarhringinn. Hún er skýr en algjörlega ósjálfbjarga heima. Hún hefur fengið samþykkt færni- og heilsumat en beðið í nærri ár eftir hjúkrunarheimili. ·95 ára karlmaður, býr einn, með mikla heilabilun og er mjög óstöðugur til gangs. Dóttir hans sinnir honum eins og hún getur en ræður ekki lengur við aðstæður. ·78 ára karlmaður, býr einn, þarf mikla stýringu vegna heilabilunar. Dóttir, sem er eini nákomni aðstandandinn, er kominn í veikindaleyfi frá vinnu vegna álags. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum. Kerfið bregst þessu fólki. Áherslan á að fólk búi heima hefur orðið of mikil. Fyrir marga er það einfaldlega ekki raunhæfur kostur. Sumir treysta sér ekki til að vera einir, eru hræddir við að deyja einir án þess að nokkur sé hjá þeim. Aðrir eru félagslega einangraðir og hitta kannski aðeins heimaþjónustustarfsmann einu sinni eða tvisvar í viku. Dagþjálfun er gott úrræði fyrir suma, en alls ekki alla. Við þurfum fjölbreyttari lausnir og heimaþjónustan þarf að hafa svigrúm til að sinna félagslegum stuðningi mun betur en nú er gert. Í umræðunni í fjölmiðlum heyrist oft að heimaþjónustan eigi að leysa þessi mál. Við sem störfum innan kerfisins upplifum að þeir sem halda því fram hafi ekki raunverulega kynnt sér hvernig þjónustan er skipulögð eða hversu takmarkað svigrúm starfsfólk hefur. Ég starfa í heimaþjónustunni vegna þess að mig langar að gera vel, en núverandi kerfi leyfir það ekki. Það þarf breytingar, raunverulegar breytingar, svo hægt sé að veita gamla fólkinu okkar þá umönnun, virðingu og öryggi sem það á skilið. Það er ekki boðlegt að vita af þessu fólki heima, oft í óöryggi og einangrun, án þess að geta gert meira. Við verðum að forgangsraða betur og tryggja að þeir sem virkilega þurfa á þjónustu að halda fái hana. Gamla fólkið okkar á betra skilið. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, í þeirri von að reynsla mín og sjónarhorn úr heimaþjónustunni sem og öðrum störfum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar geti stuðlað að raunverulegum breytingum. Höfundur er iðjuþjálfi, teymisstjóri heilabilunarteymis Reykjavíkurborgar og teymisstjóri hjá heimastuðningi í Reykjavík.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar