Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Að setja varalit á þingsályktun

Gallinn við fræðin er að þau geta verið flókin. Gallinn við sérfræðinga er að þeir eiga oft erfitt með að útskýra fræðin fyrir öðrum en sérfræðingum á sama sviði. Sérstaklega á einfaldan hátt. Þetta býður hættunni heim.

Skoðun
Fréttamynd

Siðareglur til endurskoðunar

Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn. Málið á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar. Endurskoða á framkvæmd og umgjörð reglnanna fremur en hátternisreglurnar sjálfar.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi siðareglur fyrir alþingismenn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Frá degi til dags

Þau Haraldur Benediktsson og Steinunn Þóra Árnadóttir hafa ekki verið öfundsverð af hlutskipti sínu sem sjöundi og áttundi varaforsetar Alþingis.

Skoðun
Fréttamynd

Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar.

Innlent
Fréttamynd

Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum

Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd.

Innlent
Fréttamynd

Lúsmý sækir í Vinstri græn en forðast Pírata

Rúmur fimmtungur landsmanna hefur verið bitinn af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum samkvæmt nýrri könnun. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru mun líklegri til að hafa verið bitnir af lúsmýi heldur en stuðningsmenn Pírata.

Innlent
Fréttamynd

Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu

Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn tapa til Miðflokks

Rúmlega fimmtungur þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 2017 mundu nú kjósa Miðflokkinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki ánægður með að mælast undir kjörfylgi en þetta séu dæmigerðar sveiflur á miðju kjörtímabili.

Innlent