

Alþingi
Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“
Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki.

Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra
Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum.

Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi.

Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí
Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé.

„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta“
"Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag.

Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur
Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí.

Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni.

Telja rétt að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir einstaklinga innan flokksins mjög andvíga fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þá vilji þingflokkurinn minnka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort og hversu miklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu.

Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum
Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur.

Fjölmiðlafrumvarpið lagt fram á Alþingi
Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis.

Ráðuneytið segir Harald fá 57 milljónir í stað 105
Kostnaður ríkisins vegna starfslokasamnings Haraldar Johannessens, fráfarandi ríkislögreglustjóra, er talinn verða 56,7 milljónir króna með launatengdum gjöldum.

Starfslokasamningur Haraldar upp á 57 milljónir
Svar hefur borist frá Dómsmálaráðuneytinu.

Ragnheiður og Páll takast á um Ríkisútvarpið
Stjórnarmaður Ríkisútvarpsins ohf. telur dótturfélög stofnunarinnar auka umfang á samkeppnismarkaði.

Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning
Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé

Efasemdir um að lækkun bankaskatts skili sér til almennings
Lækkun sérstaks bankaskatts í áföngum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær.

Smári, Kári og kvótakerfið
Gunnar Smári og Kári Stefánsson segja blasa við að kvótakerfið sé að færa útvöldum óheyrilega fjármuni.

Fjárlög næsta árs á einni mínútu
Nýsamþykkt fjárlög næsta árs sýna hversu vel er búið að umræðu og afgreiðslu mála sem tengjast efnahagsstjórn landsins.

Reiknaðu út hvað þú greiðir í tekjuskatt á næsta ári
Með nýsamþykktum lögum Alþingis um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda lækkar tekjuskattur í tveimur áföngum, annars vegar þann 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021.

Verið að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu
Óskað hefur verið eftir því að starfslokasamningur Haraldar Johannessen verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Ríkislögreglustjóri fær greiddar 47 milljónir króna eftir starflok.

Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan
Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu.

Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi.

Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag.

Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts
Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin.

Björn Leví flytur spillingarsögurnar
Nafnlausar spillingarsögur, sem Píratar hafa safnað undanfarinn hálfan mánuð, verða kynntar á málfundi flokksins í Iðnó á fimmtudag.

Baráttumál VG að verða að veruleika
Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns.

Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra.

„Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið.

Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur.

Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum
Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu.