Stjarnan minnkaði forystu Þór/KA | Spenna á botninum 16. umferð Pepsi-deildar kvenna fór fram í kvöld og ljóst að það er spennandi barátta fram undan í lokaumferðum deildarinnar. Íslenski boltinn 29. ágúst 2012 20:36
Arna Sif: Þurfum líka aðeins að hefna okkar Kvennalið Þór/KA getur orðið Íslandsmeistari í fótbolta í kvöld þegar liðið heimsækir ÍBV í Eyjum en fyrsti Íslandsmeistaratitilinn mun fara norður vinni þær leikinn á sama tíma og Stjarnan tapar stigum í Mosfellsbænum. Íslenski boltinn 29. ágúst 2012 16:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þór/KA 1-1 | Titillinn þarf að bíða Þór/KA náði ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þar sem að liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. Íslenski boltinn 29. ágúst 2012 13:29
Þór/KA getur orðið Íslandsmeistari í kvöld Sjö félög hafa orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu kvenna en það gæti breyst eftir 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Lið Þór/KA á nefnilega möguleika á því að verða Íslandsmeistari í Vestmannaeyjum í kvöld. Íslenski boltinn 29. ágúst 2012 10:15
Stjörnugleði í Laugardal - myndir Stjörnustúlkur tryggðu sér sigur í bikarkeppni KSÍ í dag með góðum 1-0 sigri. Það var fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sem tryggði liðinu sigur með glæsilegu marki. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 20:36
Harpa: Spilaðist eins og við vildum "Þetta er frábært, það var frábært að vinna. Þær eru með gott lið og við vissum að við kæmum hingað í hörkuleik, sem varð raunin. Við fórum varfærnislega inn í fyrri hálfleik og áttum seinni hálfleikinn og allar þeirra sóknaraðgerðir. Þetta spilaðist eins og við vildum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í leikslok. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 20:28
Valskonur búnar að vinna fjórtán bikarleiki í röð Valskonur geta unnið bikarinn fjórða árið í röð í dag þegar þær mæta Stjörnunni í úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Valsliðið er búið að vinna 14 síðustu bikarleiki sína eða alla bikarleiki síðan liðið steinlá 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 10:00
Nýtt nafn ritað á bikarinn í dag? Valur og Stjarnan eigast við í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Valur hefur langoftast unnið bikarinn, alls þrettán sinnum, en Stjörnukonur eiga í dag möguleika á að vinna þessa keppni í fyrsta sinn. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan bikarmeistari Stjarnan varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn með 1-0 sigri á Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tryggði sigurinn með ótrúlegu marki af 30 metra færi níu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 00:01
Gunnar Jarl dæmir úrslitaleikinn Það kemur í hlut Gunnars Jarls Jónssonar að dæma úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli á morgun. Honum til halds og trausts verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Jóhann Óskar Þórólfsson. Íslenski boltinn 24. ágúst 2012 16:30
Þorlákur: Þetta verður erfitt og dýrt ferðalag Dregið var í 32- og 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu í gær. Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum og drógust gegn FK Zorkiy frá Rússlandi. Íslenski boltinn 24. ágúst 2012 06:00
Þór/KA færist nær titlinum Þór/KA steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þór/KA er þar með komið með 38 stig verður með minnst sex stiga forystu á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir. Fótbolti 21. ágúst 2012 20:36
Öruggt hjá ÍBV á Selfossi ÍBV gerði góða ferð á Selfoss í Pepsí deild kvenna í kvöld þar sem liðið vann öruggan 6-0 sigur. ÍBV komst þar með upp í 31 stig og tímabundið a.m.k. í annað sæti deildarinnar. Selfoss er sem fyrr í 7. sæti með 13 stig. Fótbolti 21. ágúst 2012 19:52
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 3-1 Stjarnan vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur á Breiðablik í Pepsi deild kvenna. Róðurinn varð þungur þegar þær misstu Önnu Maríu Baldursdóttir af velli eftir 28. mínútur en frábær mörk Hörpu Þorsteinsdóttir skildi liðin að í dag. Íslenski boltinn 21. ágúst 2012 13:06
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Sex stiga forskot Þór/KA Þór/KA er komið með sex stiga forskot á toppi Pepsi deildar kvenna eftir 2-1 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvellinum í kvöld. Breiðablik komst yfir í upphafi leiks en Þór/KA liðinu tókst að jafna í lok fyrri hálfleik og sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 16. ágúst 2012 17:30
Nær Þór/KA sex stiga forskoti? Þór/KA getur stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í kvöld þegar liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöllinn. Þór/KA, sem er búið að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum, nær sex stiga forskoti á Íslandsmeistara Stjörnunnar með sigri en aðeins fjórar umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 16. ágúst 2012 06:00
Elín Metta með sína aðra þrennu í fjórum leikjum - sjáið mörkin Hin 17 ára gamla Elín Metta Jensen hefur farið mikinn í Pepsi-deild kvenna í sumar og skoraði í gær þrennu í 7-1 stórsigri á KR á Vodafonevellinum. Þetta var önnur þrenna Elínar Mettu í fjórum síðustu deildarleikjum Vals en hún er alls búin að skora 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. Íslenski boltinn 15. ágúst 2012 15:45
Þrír stórsigrar í Pepsi-deild kvenna Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Staða liðanna í deildinni breyttist lítið við þessa leiki enda úrslit eftir bókinni. Körfubolti 14. ágúst 2012 21:04
Eyjakonur upp í þriðja sætið eftir stórsigur ÍBV er komið upp í 3. sæti í Pepsi-deild kvenna í fótbolta eftir 6-1 stórsigur á Aftureldingu á Hásteinsvelli í Eyjum í kvöld í lokaleik þrettándu umferðar. ÍBV fór upp fyrir Val og Breiðablik með þessum sigri og er nú aðeins einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Stjörnunnar sem sitja í öðru sætinu. Íslenski boltinn 10. ágúst 2012 20:03
Guðlaug búin að taka aftur fram skóna á 41. aldursári Guðlaug Jónsdóttir, snéri aftur í úrvalsdeild kvenna í kvöld, þegar þessi fyrrum landsliðsmaður og margfaldur meistari með KR, kom inn á sem varamaður þegar KR vann 3-2 sigur á Fylki. Guðlaug hafði góð áhrif á Vesturbæjarliðið sem vann sinn fyrsta sigur í sumar. Íslenski boltinn 9. ágúst 2012 22:31
Langþráður sigur á hjá KR-konum | Blikar töpuðu stigum á Selfossi Botnliðin í Pepsi-deild kvenna bitu frá sér í 13. umferðinni í kvöld. KR vann 3-2 heimasigur á Fylki og Selfoss gerði 3-3 jafntefli við Blikakonur sem eru í 3. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 9. ágúst 2012 21:26
Þór/KA gefur ekkert eftir og vann stórsigur á FH Þór/KA-konur gefa ekkert eftir á toppi Pepsi-deildar kvenna en þær náðu sex stiga forskoti eftir 6-0 sigur á FH í fyrsta leik 13. umferðar á Akureyri í kvöld. Stjörnukonur geta minnkað forskotið aftur niður í þrjú stig seinna í kvöld. Íslenski boltinn 9. ágúst 2012 20:29
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 2-3 | Elín Metta hetja Valskvenna Elín Metta Jensen skoraði sigurmark Valskvenna í viðbótartíma er liðið vann 3-2 útisigur á Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan tapaði dýrmætum sigur í titilbaráttunni en Valur stimplaði sig inn í toppbaráttuna á nýjan leik. Íslenski boltinn 9. ágúst 2012 17:06
Metfjöldi félagaskipta í seinni glugganum - 104 skiptu um lið á lokadeginum Það var nóg að gera á Skrifstofu Knattspyrnusambands Íslands á lokadegi félagsskiptagluggans á þriðjudaginn en ekki er hægt að hafa félagskipti innanlands eða til landsins eftir þann dag. Á heimasíðu KSÍ segir að nýtt met hafi verið sett í fjölda félagaskipta í seinni glugganum. Íslenski boltinn 3. ágúst 2012 22:30
Jóni Páli sagt upp störfum hjá Fylki Jóni Páli Pálmasyni, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Fylki, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ásgrímur Helgi Einarsson og Kjartan Stefánsson stýra liði Fylkis út tímabilið. Íslenski boltinn 2. ágúst 2012 15:03
Bilið á toppnum aðeins þrjú stig | Fallbaráttan harðnar Ashley Bares skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna í 3-0 sigri á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú aðeins þremur stigum á eftir Þór/KA sem gerði jafntefli gegn Val fyrr í kvöld. Íslenski boltinn 31. júlí 2012 21:20
Sænskur framherji til Þór/KA Topplið Þór/KA í Pepsi-deild kvenna hefur fengið liðsstyrk í titilbaráttunni. Sænski framherjinn Rebecca Johnson hefur gengið til liðs við félagið. Íslenski boltinn 31. júlí 2012 17:17
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 2-2 | Norðankonur stálu stigi Tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu toppliði Þór/KA 2-2 jafntefli gegn Val á Hlíðarenda. Valskonur réðu lögum og lofum á vellinum en ólíkt gestunum nýttu þær ekki færi sín. Íslenski boltinn 31. júlí 2012 15:58
Shaneka hetja Eyjakvenna gegn Blikum Shaneka Gordon skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 útisigri á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Sigurmarkið kom í viðbótartíma en Blikar höfðu ráðið gangi mála lengst af í leiknum. Íslenski boltinn 31. júlí 2012 15:48
Heil umferð í Pepsi-deild kvenna | Breiðablik - ÍBV á Stöð 2 sport Heil umferð fer fram í kvöld í Pepsi-deild kvenna í fótbolta. Leikur Breiðabliks og ÍBV verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og einnig á Vísi. Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 23 stig en Þór/KA er í efsta sæti með 28 stig. ÍBV er í fimmta sæti með 19 stig. Íslenski boltinn 31. júlí 2012 13:00