Tvær leiðir Nú er svo komið að stór hluti íslenskra heimila getur ekki borgað af lánunum sínum og skuldar meira en sem nemur eignum. Það felur í sér að heimilin verða annað hvort gjaldþrota eða fólk er dæmt í skuldafangelsi á eigin heimili. Þá er huggun harmi gegn að eiga þó flatskjá. Bakþankar 21. mars 2009 00:01
Lífeyrissjóði til eigenda sinna Við verðum að taka lífeyrissjóðakerfið til endurskoðunar. Afkoma lífeyrissjóðanna eftir hrunið sýnir að í fjárfestingum þeirra var leitað helst til langt í fjárfestingum, ekki aðeins í fjármálastofnunum þar sem þeir eru að tapa verulegum fjármunum eigenda sinna, heldur líka með þátttöku þeirra í fjármögnun fyrirtækja. Fastir pennar 20. mars 2009 06:00
Ekki aftur Jenga Nýlega kynntist ég skemmtilegu borðspili sem nefnist Jenga. Spilið samanstendur af 54 ílöngum trékubbum sem er raðað upp þremur og þremur saman í átján stæður, sem liggja þvert hver á aðra. Leikurinn gengur út á að leikmenn, sem geta verið nokkrir, skiptast á að fjarlægja einn kubb úr undirstöðunni og leggja hann ofan á stæðuna. Markmiðið er að láta stæðuna ná sem hæst. Hængurinn er sá að eftir því sem blokkin hækkar og kubbunum í undirstöðunum fækkar, því óstöðugri verður stæðan og fellur að lokum um koll. Bakþankar 20. mars 2009 04:00
Hvað er til ráða? Fjármálakreppan úti í heimi hefur reynzt dýpri og erfiðari viðfangs en flesta óraði fyrir. Í febrúar 2007 sagði Ben Bernanke, þá nýorðinn seðlabankastjóri Bandaríkjanna, að efnahagslíf landsins væri í góðu jafnvægi: „hvorki of heitt, með verðbólgu, né of kalt, með vaxandi atvinnuleysi.“ Nokkru síðar byrjaði að hrikta í fjármálakerfinu þar vestra og einnig í Evrópu. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú meira en það hefur verið þar síðan 1983. Hvað kom fyrir? Hvað er til ráða? Fastir pennar 19. mars 2009 04:00
Lygasaga um lýðræði Þegar ég var ungur drengur vestur á fjörðum fannst mér ég eiga ráð undir rifi hverju þegar lífið sneri verri hliðinni að mér. Ég brást oft hinn versti við þegar óréttlætið varð á vegi mínum og ef svo bar undir fór ég í rógsferð mikla gegn þeim sem sýndu mér óréttlæti. Það bar ekki nógu skjótfengan árangur svo ég brá einnig á það ráð að svara líku með líku og svindlaði eins og ég frekast gat á svindlurunum. Knattspyrnuleikir gátu orðið afar skoplegir þegar þannig bar við þar sem hendur urðu að fótum og mörkin, sem voru samansett af tveimur steinum, stækkuðu og minnkuðu eftir því hver átti í hlut. Bakþankar 18. mars 2009 08:00
Hófleg bjartsýni Rétt er að halda til haga inntaki erindis Dr. Pedro Videla, prófessors í hagfræði-við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona, á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, undir lok síðustu viku. Fastir pennar 18. mars 2009 05:00
Valdaskiptin staðfest Kenning Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um búsáhaldabyltinguna er athyglisverð. Hann hefur lýst því að mótmælendur á Austurvelli hafi knúið fram valdaskipti á Íslandi og kosningar fram undan séu í raun bara viðurkenning á gerðum hlut: „skríllinn“ eins og sumir talsmenn í Sjálfstæðisflokknum kölluðu mótmælendur, hafi náð fram í friðsamlegum mótmælum eftirtöldum stefnumiðum: ríkisstjórn fór frá, Alþingi var rofið, skipt um stjórn í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti – og nú sé að rætast fimmta krafan um stjórnlagaþing. Bakþankar 17. mars 2009 00:01
Brotinn er baugur Baugur þýðir hringur. Þetta er hátíðlegt orð, hefur á sér fornan blæ, næstum skáldlegan, enda höfðu skáld til forna ást á fyrirbærinu sem þau fengu iðulega að kvæðalaunum hjá konungum. Baugurinn er djásn karlmannsins og getur táknað dyggðir sem karlmenn sjá stundum í eigin fari: algjöra hollustu, einbeitni, styrk. Orðið vekur hugrenningatengsl um góðmálm sem höfðingjum hæfir: baugur var eftirlætisdjásn hinna glysgjörnu víkinga. Fastir pennar 16. mars 2009 12:21
Fjárþörf svissnesks bankamanns Fréttastofa RÚV flutti áhugaverða frétt á mánudagsmorgun. Þar var skýrt frá því að glaumgosi hefði verið dæmdur fyrir að hafa haft fé út úr ríkustu konu Þýskalands. Hann hafði farið í rúmið með henni, látið taka myndir af þeim á meðan og hótað henni að gera þær opinberar fengi hann ekki greitt. Honum hafði þegar tekist að ná fáheyrðum upphæðum út úr konunni áður en hún leitaði til yfirvalda. Það sem vakti athygli mína var að maðurinn skyldi hafa verið sagður glaumgosi. Bakþankar 16. mars 2009 03:30
Kosningasvik Forseti Alþýðusambandsins lýsti á dögunum vonbrigðum með viðtal við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í því hafði komið fram að óskýrar áætlanir eru um hvernig koma má landinu úr fjötrum gjaldeyrishafta. Þetta var réttmæt athugasemd í því ljósi að nú skiptir tvennt mestu máli: Að varða þær leiðir sem fylgja á til að endurreisa peningakerfið og ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Fastir pennar 14. mars 2009 07:15
Burt með leiðindin Það bregst ekki að einhvern tíma um mitt sumar sýnir Ríkissjónvarpið myndir frá nautahlaupinu í Pamplona í fréttatímanum. Nautahlaupið er einn af þessum viðburðum sem rata árlega í fréttirnar og alltaf verð ég jafn hissa á að heilt ár sé liðið frá því síðast. Það sama á við um fréttir af tómataslagnum í spænska bænum Bunol, kjötkveðjuhátíðinni í Ríó og krossfestingum filippeyskra píslarvotta á föstudaginn langa. Mér finnst þessir atburðir alltaf vera í fréttunum þó ég viti mætavel að frá þeim er aðeins sagt einu sinni á ári. Bakþankar 13. mars 2009 06:00
Mat sem ætti að vera í sívinnslu Fyrsta opinbera skýrslan sem ríkisstjórn Íslands hefur látið vinna um áhættumat fyrir landið var kynnt í utanríkisráðuneytinu á miðvikudag. Hana vann sérskipaður starfshópur sem Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fór fyrir. Fastir pennar 13. mars 2009 06:00
Vöndum til verka Ýmsar af þeim breytingum sem nú eru ræddar á grundvallarskipan samfélagsins eru góðra gjalda verðar. Það er ennfremur eðlilegt að við núverandi aðstæður séu margir hugsi yfir því hvort leita megi ástæðna fyrir stöðunni í grunngerð íslensks samfélags. En það er mikilvægt að vandað sé vel til umræðna og að innantómir frasar séu ekki látnir duga. Skoðun 13. mars 2009 06:00
Vanskil og virðing Þjóðir geta aldrei orðið gjaldþrota í venjulegum skilningi þess orðs. Allt tal um „þjóðargjaldþrot" á Íslandi eða annars staðar er út í bláinn. Þjóðríki geta að vísu ákveðið að standa ekki skil á skuldum sínum við önnur ríki, en það eru vanskil, ekki gjaldþrot. Þess eru dæmi frá nýliðinni tíð, að þjóðríki kjósi að vanefna skuldbindingar sínar. Skoðum fyrst gjaldþrot, síðan vanskil. Fastir pennar 12. mars 2009 06:00
Úrelt prentlög Stjórn Blaðamannafélags Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem afhjúpar fádæma þekkingarleysi á starfsumhverfi meðlima félagsins. Tilefni yfirlýsingarinnar er nýfallinn dómur í Hæstarétti, þar sem blaðamaður Vikunnar var dæmdur fyrir ærumeiðandi ummæli um Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfingers. Ummælin voru höfð eftir nafngreindum viðmælanda, en niðurstaða Hæstaréttar er að samkvæmt prentlögum teljist blaðamaðurinn, sem var skrifaður fyrir greininni, bera ábyrgð á þeim sem höfundur greinarinnar. Fastir pennar 12. mars 2009 06:00
Má fara aðra leið? Tvö framboð hafa sprottið úr grasrótinni. Úr röðum beggja hefur komið fram snörp gagnrýni á frumvörp til breytinga á kosningalögum og stjórnarskrá. Hún vekur aftur spurningu um jarðsamband forystu ríkisstjórnarinnar. Fastir pennar 10. mars 2009 06:30
Að vera sparkað úr bóli Þó að kreppan sé vissulega farin að taka á sig bölvanlegar myndir þá er ég enn þeirrar skoðunar að ekkert sé svo með öllu illt að ei boði gott. Þar sem ég er alinn upp í Arnarfirði við sögur um ástir og örlög fólks á árum og öldum áður þar í firðinum þykist ég geta með fullri vissu sagt að hinar mestu hremmingar geti leitt til mikillar gæfu. Bakþankar 10. mars 2009 06:00
Jöfnuður og réttlæti Á köldu haustkvöldi í fyrndinni féll ég á einni svipstundu kylliflöt fyrir kennaranum mínum, síðhærðum gaur með hornspangagleraugu. Bakþankar 9. mars 2009 12:45
Ákvarðana er enn beðið Fyrir helgi fjölluðu Samtök iðnaðarins um þá stöðu sem hér er kominn upp í hagkerfinu og leiðir til úrlausnar á árvissu Iðnþingi sínu. Þar kom meðal annars fram í máli manna að Evrópusambandið væri ekki valkostur, heldur nauðsyn. Undir lok þessarar viku er önnur árviss samkoma af svipuðum meiði, en þá blæs Viðskiptaráð Íslands til Viðskiptaþings 2009. Fastir pennar 9. mars 2009 06:00
Að kjósa hrunið Kannanir segja okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú um það bil 30% fylgi landsmanna, og virðist ýmist stærsti flokkurinn eða sá næst stærsti. Þetta er vissulega við neðri mörk fylgis þessa flokks sem yfirleitt hefur verið nær fjörutíu prósentunum, en eins og háttar er maður samt hálf hvumsa yfir öllu þessu fylgi. Fastir pennar 9. mars 2009 06:00
Breytt þjóð Fyrir nokkru rakst ég á mynd á vefsíðu af viðskiptamógul íslenskum í þyrlu sinni árið 2007. Sá sat skælbrosandi á myndinni innan um vellystingar sínar. Þarna var t.d. gert ráð fyrir kampavíni í sérstökum sérsniðnum kæli á milli sætanna. Mjög flott. Bakþankar 7. mars 2009 00:01
Góðverkin tala Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins vöktu strax athygli þegar þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2006. Með árunum hafa þau náð að festa sig æ betur í sessi. Fastir pennar 6. mars 2009 10:22
Ég veit af hverju krókódíllinn í púltinu grætur Það stirndi af þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Birni Thors í hlutverkum bræðranna Coleman og Valene, í Vestrinu eina sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur. Bræðurnir búa í krummaskuði á Írlandi og lifa fyrir það eitt að gera hvor öðrum lífið leitt. Sóknar-presturinn hefur hins vegar einsett sér að sýna þeim villur síns vegar, en þegar örvæntingin ber sálusorgarann ofurliði styttir hann sér aldur með þeim skilaboðum að eina leiðin til að forða sálu hans úr víti sé sú að bræðurnir fyrirgefi hvor öðrum hið liðna. Bakþankar 6. mars 2009 06:00
Pólitískur og ólöglegur Fyrir skömmu var Jóhanna Sigurðardóttir dæmd fyrir valdníðslu í félagsmálaráðherratíð sinni. Hún hafði rekið mann ólöglega úr trúnaðarstöðu vegna stjórnmálaskoðana hans. Þessi frétt vakti furðulitla athygli í fjölmiðlum, sem höfðu þó jafnan sýnt gagnrýni á aðra ráðherra áhuga. Jóhanna notaði síðan fyrstu dagana í minnihlutastjórn, sem var mynduð í því skyni einu að sjá um kosningar, til að reka Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Með því braut hún þá reglu, sem hún hafði sjálf mælt með áður, að Seðlabankinn skyldi vera sjálfstæður. Flausturslegt og vanhugsað seðlabankafrumvarp var keyrt í gegnum þingið. Fastir pennar 6. mars 2009 06:00
Munu ekki hafa raunveruleg áhrif Stuttu fyrir kosningar þarf að fara varlega í að breyta kosningalögum. Sérstaklega þegar kosningaundirbúningur er í raun hafinn. Mun eðlilegra og lýðræðislegra væri að slíkum lögum væri breytt, að undangenginni mikilli undirbúningsvinnu, í upphafi kjörtímabils, áður en þeir sem sitja á þingi og bera fram lagafrumvarpið verða helsjúkir af kosningaskjálfta. Fastir pennar 5. mars 2009 06:00
Tíu lærdómar Fjármálakreppan úti í heimi heldur áfram að dýpka og ógnar framleiðslu og atvinnu mikils fjölda fólks. Þetta átti ekki og á ekki að geta gerzt, því að ríkisvaldið býr yfir stjórntækjum, sem eiga að duga til að vinna bug á djúpri kreppu eða kæfa hana í fæðingu. Ósætti í röðum stjórnmálamanna í Bandaríkjunum og Evrópu hefur tafið og truflað mótvægisaðgerðir, en Bandaríkjastjórn hefur nú ráðizt gegn kreppunni með róttækum inngripum af hálfu ríkisins, úr því að einkageirinn liggur sem magnvana af völdum kreppunnar. Evrópa, Japan og Kína hljóta að grípa til svipaðra ráðstafana. Þetta er enginn áfellisdómur yfir blönduðum markaðsbúskap. Almannavaldið þarf stundum að hlaupa í skarðið fyrir einkaframtakið og öfugt. Fastir pennar 5. mars 2009 06:00
Ástandsmat í sturtu Ég hitti kunningja í sturtunni. Við þurrkuðum fagurlega skapaða líkama okkar og ræddum um (bætið við hryllingsáhrifamúsik í huganum) Ástandið. Bakþankar 5. mars 2009 06:00
Er hægt að læra af mistökum annarra? Finnar gengu í gegn um djúpa efnahagskreppu í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og lentu líka í hruni fjármálakerfis síns. Landið stendur um margt sterkara á eftir, en leiðin í batann var þyrnum stráð. Fastir pennar 4. mars 2009 07:00
Þegar svör fást Þegar ríkisstjórnin var mynduð lofaði forsætisráðherra kosningum 25. apríl. Nú íhugar forsætisráðherra að ganga á bak þeirra orða sinna fyrir þá sök að ríkisstjórnin hafi of mikið að gera. Eru það gild rök? Fastir pennar 4. mars 2009 06:00
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun