

Fótbolti
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Uppgjör: Stjarnan - FH 4-2 | Töfrar Óla Vals komu Stjörnunni á sigurbraut
Stjarnan lagði FH 4-2 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Með sigrinum fór Stjarnan upp fyrir gestina úr Hafnafirði.

Davíð segir Fylkismenn hafa beitt kynþáttaníði: „Rasísk ummæli í garð minna leikmanna“
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sársvekktur eftir 3-2 tap gegn Fylki í kvöld. Niðurstaða leiksins átti hlut að máli en aðrir, verri hlutir vógu þyngra. Hann segir leikmenn Fylkis hafa beitt sína menn kynþáttaníði.

Uppgjörið: Fylkir - Vestri 3-2 | Markmaðurinn reyndist hetjan í mikilvægum sigri
Fylkir vann gríðarlega torsóttan en mikilvægan sigur á nýliðum Vestra í fyrsta leik 10. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Áfall fyrir Serba
Einn af mikilvægasti hlekkur Serbíu er meiddur og verður ekki meira með á Evrópumóti karla í knattspyrnu.

Töfrar táningsins hjálpuðu Tyrklandi að leggja Georgíu
Tyrkland byrjar EM karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi á 3-1 sigri á Georgíu. Sigurinn var mun naumari en lokatölur gefa til kynna. Síðarnefnda þjóðin er að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í knattspyrnu.

Magni Fannberg ráðinn til Norrköping
Magni Fannberg hefur verið ráðinn til Norrköping í sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Um er að ræða mikið Íslendingafélag en þeir Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson spila með liðinu.

Ráðlagt að reka rakarann eftir hárígræðslu
Landon Donovan, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Everton og LA Galaxy, mætti með nýja hárgreiðslu er hann fjallaði um leik Frakklands og Austurríkis á EM í Þýskalandi.

Sjáðu Lindex-mótið: Stjörnur framtíðarinnar á Selfossi
Lindex-mótið fór fram á Selfossi á dögunum þar sem knattspyrnukonur framtíðarinnar sýndu listir sínar.

Valur og Stjarnan byrja á heimavelli en Breiðablik fer til Makedóníu
Íslensku liðin Breiðablik, Valur og Stjarnan fengu að vita í dag hverjum þeir mæta í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Margrét Lára: Breiðablik með öflugasta liðið
Blikakonur eru með fullt hús á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir átta sigra í fyrstu átta leikjum sínum. Bestu mörkin ræddu Blikaliðið og þá sérstaklega breiddina hjá sóknarmönnum liðsins.

West Ham þarf ekki að yfirgefa höfuðborgina fyrr en í nóvember
Leikjaniðurröðun tímabilsins 2024-25 í ensku úrvalsdeildinni var birt fyrr í dag. Ljóst er að ferðakostnaður West Ham verður ekki hár í upphafi tímabils.

Íslandsmeistarar Víkings mæta írsku meisturunum
Íslandsmeistarar Víkings fengu að vita það í hádeginu hverjum þeir mæta í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þeir mæta Shamrock Rovers frá Írlandi alveg eins og Blikar á sama tíma í fyrra.

Gagnrýndir fyrir Gullit gervið sitt
Stuðningsmenn hollenska landsliðsins vöktu athygli í sjónvarpsútsendingu frá leik Hollands og Póllands á EM í fótbolta um helgina en margir hafa fordæmi gervi þeirra á samfélagsmiðlum.

Fast skotið á blaðamannafundi Vals og Víkings: „Ég elska að skora á móti Val“
Valur tekur á móti Íslandsmeisturum Víkings í gríðarlega mikilvægum leik í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Nicolaj Hansen, fyrrverandi leikmaður Vals, segist elska að skora á móti sínu gamla félagi.

„Ef hún andar inn á vellinum þá skorar hún“
Sandra María Jessen varð um helgina sú fimmtánda í sögunni til að skora hundrað mörk í efstu deild kvenna í fótbolta.

Frammistaðan en ekki nafnið kom Ronaldo í EM-hópinn
Cristiano Ronaldo hefur réttilega unnið sér sæti í portúgalska landsliðinu en hann hefur í kvöld leik á sínu sjötta Evrópumóti á ferlinum.

„Hættiði að senda mér pening“
Landsliðsmarkvörður Singapúr þurfti að biðja stuðningsmenn kínverska landsliðsins sérstaklega um það að hætta að senda sér pening.

Chelsea-Man City í fyrstu umferð
Enska úrvalsdeildin gaf í morgun út leikjaniðurröðunina fyrir 2024-25 tímabilið.

Sjáðu mörkin sem voru dæmd af Lukaku og sjálfsmarkið sem reddaði Frökkum
Frakkar kláruðu sinn leik á Evrópumótinu í fótbolta í gær en ekki er hægt að segja það sama um nágranna þeirra í Belgíu.

Mbappé sleppur við aðgerð vegna nefbrotsins
Stórstjarna Frakka endaði kvöldið á sjúkrahúsi eftir fyrsta leik franska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi.

Lætur í sér heyra vegna umfjöllunar um Bestu deild kvenna
Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta, hefur ritað pistil á Facebook-síðu sinni vegna stöðu mála á leik Vals og Fylkis og nokkurra annarra leikja í deildinni.

Segir að Sara Björk gæti farið til Sádi-Arabíu
Samningur landsliðskonunnar Söru Björk Gunnarsdóttur við ítalska stórveldið Juventus rennur út í sumar. Talið er líklegt að hún gæti komið heim og samið við Val eða Breiðablik en einnig er orðrómur á kreiki að hún gæti farið til Sádi-Arabíu.

Ljóst hvaða liðum Breiðablik, Stjarnan, Valur og Víkingur geta mætt
Á morgun, þriðjudaginn 18. júní, kemur í ljós hvaða liðum Breiðablik, Stjarnan, Valur og Víkingur mæta í Evrópukeppnum karla í knattspyrnu. Hér að neðan má sjá mögulega móthejra liðanna.

Jón Dagur orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni
Það virðist sem mark Jóns Dags Þorsteinssonar á Wembley hafi kveikt áhuga þónokkurra liða í ensku úrvalsdeildinni á þessum flinka vængmanni.

Til Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona fyrir metfé
Ewa Pajor, samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg og stjörnuframherji pólsak landsliðsins, er gengin í raðir stórliðs Barcelona. Talið er að Börsungar borgi hálfa milljón evra fyrir leikmanninn eða 75 milljónir íslenskra króna.

Mbappé nefbrotnaði líklega í naumum sigri Frakklands
Frakkland byrjaði Evrópumót karla í fótbolta með naumum 1-0 sigri á Austurríki. Sigurinn var dýrkeyptur þar sem Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklands, nefbrotnaði að öllum líkindum undir lok leiks.

Yfirgefur Krít og segir laun ekki alltaf hafa skilað sér á réttum tíma
Guðmundur Þórarinsson verður ekki áfram í herbúðum gríska úrvalsdeildarfélagsins OFI Crete. Hann hefur spilað með félaginu undanfarin tvö tímabil.

Í tveggja leikja bann fyrir tæklinguna ljótu á Gündoğan
Ryan Porteous, varnarmaður Skotlands, hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik á EM karla í fótbolta.

Einn óvæntasti sigur EM staðreynd
Slóvakía vann heldur betur óvæntan 1-0 sigur á Belgíu í E-riðli Evrópumóts karla í fótbolta. Fyrr í dag vann Rúmenía 3-0 sigur á Úkraínu en fyrir fram voru Belgía og Úkraína talin líklegust til að komast upp úr riðlinum.

Man City sagt ekki ætla að styrkja sig með nýjum leikmönnum
Manchester City er tilbúið að fara inn í nýtt keppnistímabil með sama leikmannahóp og tryggði félaginu á dögunum fjórða enska meistaratitilinn í röð.