Nýtt verðmatsgengi Icelandair tæplega 40 prósentum hærra en markaðsgengið Verðmatsgengi Icelandair samkvæmt nýju verðmati Jakobsson Capital, sem Innherji hefur undir höndum, er 2,93 krónur á hlut og er því um 36 prósentum yfir markaðsgengi. Það hækkar um 18 prósent frá fyrra verðmati. Innherji 10. febrúar 2022 12:46
Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. Innlent 10. febrúar 2022 10:48
Anna Fríða ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Play Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Hún tekur við stöðunni af Steinari Þór Ólafssyni. Viðskipti innlent 10. febrúar 2022 10:09
Tuttugu og tveir kafarar taka þátt Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda. Innlent 9. febrúar 2022 19:08
Helga Vala furðar sig á feitum launum Boga í ljósi ríflegra ríkisstyrkja til Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group fékk launagreiðslur sem nema 67,5 milljónum á síðasta ári eða sem nemur 5,6 milljónum króna á mánuði. Viðskipti innlent 8. febrúar 2022 12:00
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. Innherji 7. febrúar 2022 18:13
Cessna 172 Skyhawk skipar einstakan sess í flugsögunni Flugvélar af gerðinni Cessna 172 Skyhawk, eins og sú sem fórst á Þingvallavatni fyrir helgi, skipa markverðan sess í flugsögunni. Tegundin er mest framleidda flugvél heims og því telja margir að hún geti með réttu borið titilinn vinsælasta flugvél sögunnar. Innlent 7. febrúar 2022 15:22
Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. Lífið 7. febrúar 2022 09:31
Öllu flugi Play á morgun aflýst Öllum flugferðum Play á morgun hefur verið aflýst, vegna ofsaveðursins sem útlit er fyrir að skelli á landinu í nótt. Innlent 6. febrúar 2022 15:20
Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa. Innlent 6. febrúar 2022 14:20
Fjallað um Play erlendis: „Nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um“ „Þetta eru nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um: Breeze, Aha, Avelo, Play. Þau bjóða upp á verð sem láta þig líklega staldra við.“ Viðskipti innlent 6. febrúar 2022 08:01
Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Innlent 5. febrúar 2022 18:17
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. Innlent 5. febrúar 2022 14:58
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. Innlent 5. febrúar 2022 13:45
Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. Innlent 5. febrúar 2022 10:41
Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Innlent 5. febrúar 2022 01:14
„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“ Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst. Innlent 4. febrúar 2022 20:11
Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. Innlent 4. febrúar 2022 12:02
Leit frestað til tíu í fyrramálið Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. Innlent 4. febrúar 2022 06:26
Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. Innlent 3. febrúar 2022 14:08
Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. Viðskipti innlent 1. febrúar 2022 22:37
Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Innlent 1. febrúar 2022 22:01
PLAY boðar lægsta verðið til New York, spara milljónir dala á lítt þekktum velli Flugfélagið PLAY getur boðið lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu eftir að hafa náð hagstæðum samningum við lítinn flugvöll í nágrenni borgarinnar. Flugfélagið tryggði sér þannig mun betri kjör en keppinautar þess fá á stærri og þekktari flugvöllum í New York. Innherji 1. febrúar 2022 08:00
Fá ekki bætur vegna flugferðar sem seinkaði vegna farþega sem ældi blóði Samgöngustofna hefur hafnað því að bandaríska flugfélagið United Airlines þurfi að greiða tveimur farþegum bætur fyrir seinkun á flugi félagsins frá Íslandi New York í Bandaríkjunum. Seinkunin varð vegna þess að snúa þurfti flugvél félagsins við á leið til Íslands eftir að farþegi ældi blóði skömmu eftir brottför. Innlent 31. janúar 2022 22:49
Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. Veður 30. janúar 2022 11:26
Vél frá Búdapest lent í Skotlandi vegna veiks farþega Flugvél á leið frá Búdapest til Keflavíkur var lent í Aberdeen í Skotlandi fyrr í kvöld vegna veiks farþega. Fjölmargir Íslendingar eru um borð á leið af EM en flugvélin var á vegum Wizz Air. Innlent 29. janúar 2022 20:33
Bandaríkjamenn reyna að bjarga herþotu úr sjó Bandaríkjamenn leita nú ráða til að bjarga F-35C herþotu úr Suður-Kínahafi eftir óhapp við lendingu á flugmóðurskipi. Flugmanninum tókst að skjóta sér út úr vélinni áður en hún hrapaði í hafið. Erlent 28. janúar 2022 23:55
Skiptar skoðanir netverja eftir laumumynd af Icelandair-þotu í nýja búningnum Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á meðal netverja sem svöruðu tísti belgísks flugáhugamanns þar sem sjá mátti eina af flugvélum Icelandair í nýjum einkennislitum flugfélagsins. Viðskipti innlent 27. janúar 2022 10:01
Akureyrarvél Icelandair snúið við á miðri leið vegna „tæknilegs atriðis“ Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Akureyrar í morgun, var snúið við og flogið aftur til Reykjavíkur þegar vélin var rúmlega hálfnuð á leið sinni norður. Innlent 26. janúar 2022 12:10
Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja. Innherji 26. janúar 2022 12:01