

Golf
Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Perla Sól: „Markmiðið var að vinna mótið"
Perla Sól Guðbrandsdóttir fór með það að markmiði að vinna Íslandsmótið í golfi um nýliðna helgi þrátt fyrir að vera einungis 15 ára gömul. Það tókst hjá þessum frábæra kylfingi.

Perla og Kristján standa uppi sem sigurvegarar
Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi hefur ákveðið að fella niður lokaumferð mótsins en ekki er hægt að keppa í Vestmannaeyjum vegna veðurs.

Gera lokatilraun til að klára mótið síðdegis
Tilkynning barst frá mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi fyrir stundu. Frá síðustu tilkynningu hefur úrkoma verið mjög mikil og völlurinn er eins og sakir standa óleikhæfur vegna bleytu.

Keppni frestað vegna veðurs á Íslandsmótinu í golfi
Fresta hefur þurft keppni á Íslandsmótinu í golfi sem fram hefur farið í Vestmannaeyjum um helgina. Staðan verður tekin um framhald mótsins á hádeginu í dag.

Vallarmet og sviptingar á toppnum
Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er með tveggja högga forystu fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Vestmannaeyjavelli. Sigurður Bjarki Blumenstein jafnaði vallarmetið í Eyjum á hring dagsins.

Ólafía nálgast Perlu | Spennandi lokadagur fram undan
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórgóðan hring á þriðja degi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum í dag. Lengi vel var útlit fyrir að hún tæki forystu en hún er aðeins höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól Sigurbrandsdóttur sem hefur leitt mótið frá fyrsta degi.

Birgir leiðir eftir frábæran hring í Eyjum
Birgir Guðjónsson, kylfingur úr Golfklúbbnum Esju, leiðir Íslandsmótið í golfi eftir 36 holur. Hann lék hring dagsins á Vestmannaeyjavelli á sex höggum undir pari.

Perla Sól heldur forystunni
Perla Sól Sigurbrandsdóttir viðheldur forystu sinni á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Hún er með þriggja högga forystu.

Evrópumeistarinn með þriggja högga forskot á toppnum
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Evrópumeistari unglinga frá því á dögunum, er með þriggja högga forskot þegar keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum er hálfnuð.

Kristófer með tveggja högga forystu eftir fyrsta dag Íslandsmótsins
Kylfingurinn Kristófer Orri Gylfason úr GKG er með tveggja högga forystu í karlaflokki nú þegar fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi er lokið. Kristófer lék hringinn á 66 höggum, eða fjórum höggum undir pari.

Evrópumeistarinn leiðir eftir fyrsta dag Íslandsmótsins
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, kylfingur úr Golklúbbi Reykjavíkur og nýkrýndur Evrópumeistari 16 ára og yngri í golfi, er með tveggja högga forystu eftir fyrsta dag Íslandsmótsins í golfi sem hófst í dag.

Fór holu í höggi á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins
Arnar Snær Hákonarson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, átti sannkallaða draumabyrjun á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag.

Litríkur sex fugla dagur hjá bæði Bjarna og Svanberg í Eyjum
Keilismaðurinn Bjarni Sigþór Sigurðsson tók forystuna á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í Vestmannaeyjum í dag þegar hann kláraði fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari.

Mickelson og Poulter meðal þeirra LIV-kylfinga sem eru farnir í mál við PGA
Kylfingarnir sem stukku á peningavagninn og sömdu um að spila á mótaröðinni hjá Sádi-Arabönum ætla nú í hart til að berjast fyrir keppnisrétti sínum á bandarísku mótaröðinni.

Buðu Tiger Woods á milli 95 til 109 milljarða til að svíkja lit
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods fékk sannkallaða risatilboð frá nýju golfmótaröðinni í Sádí Arabíu samkvæmt framkvæmdastjóra hennar Greg Norman.

Luke Donald verður fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum
Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum í golfi eftir að Svíinn Henrik Stenson missti stöðuna í kjölfar þess að hafa gengið til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina.

Átján ára heimastrákur vann Einvígið á Nesinu
Bjarni Þór Lúðvíksson hélt upp á átján ára afmælið sitt fyrir nokkrum dögum og fylgdi því eftir með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag en þetta góðgerðamót fer alltaf fram á Frídegi Verslunarmanna.

Finau með yfirburði er hann vann annað mótið í röð: „Yndislegar tvær vikur“
Tony Finau er í miklu stuði á PGA-mótaröðinni í golfi þessa dagana. Hann vann mót helgarinnar nokkuð örugglega og hefur nú fagnað sigri á tveimur mótum í röð.

Bölvaði skotinu sínu en fór holu í höggi
Bandaríski kylfingurinn Mark Hubbard lék fyrsta hring á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi á fjórum höggum undir pari í gær. Hann situr í 21. sæti mótsins eftir fyrsta daginn, en það er ekki sýst holu í höggi á 11. holu að þakka að Hubbard kláraði hringinn á góðu skori.

Trump hæstánægður með LIV-mótaröðina og vini sína í Sádí-Arabíu
Ekki eru allir par hrifnir af sádí-arabísku LIV-mótaröðinni í golfi. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er ekki í þeim hópi.

Birgir Leifur, Ólafía Þórunn og nýi Evrópumeistarinn með í Einvíginu í ár
Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, fer fram í 26. sinn á mánudaginn. Mótið sem haldið er í samstarfi við STEFNI hf., fer fram á frídegi verslunarmanna.

Clarke aðeins sá fjórði í sögunni til að vinna bæði The Open og The Senior Open
Norður-írski kylfingurinn Darren Clarke tryggði sér sigur á The Senior Open, Opna breska meistaramótinu í flokki eldri kylfinga, þegar hann lauk leik á samtals tíu höggum undir pari. Með sigrinum kom hann sér í afar fámennan hóp kylfinga.

Sýndi gríðarlegan karakter og vann á lokaholunni
Hin kanadíska Brooke Henderson fagnaði í dag sigri á Evian-risamótinu í golfi á LPGA-mótaröðinni. Spennan var mikil á lokahringnum.

Perla Sól vann sögulegan sigur
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, kylfingur úr GR, gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi á Evrópumeistaramóti 16 ára og yngri í golfi, European Young Masters, sem fram fór í Finnlandi.

Henderson enn með forystu en spennan eykst
Hin kanadíska Brooke Henderson er enn í forystu á Evian-risamótinu í golfi sem fram fer í Frakklandi. Þriðji hringur LPGA-mótsins var leikinn í dag en forysta Henderson er höggi minni en eftir daginn í gær.

Henderson ein á toppnum á Evian meistaramótinu
Kanadíska golfkonan Brooke M. Henderson er með þriggja högga forystu á Evian meistaramótinu í golfi sem nú fer fram í Frakklandi.

Fékk sér humar, steik og kjúkling í matinn
Mikill hiti dregur orkuna úr kylfingum á Evian risamótinu í golfi sem nú stendur yfir í Frakklandi. Kylfingarnir gæta þess því að drekka og borða nóg en Lydia Ko segist hálfskammast sín yfir því magni af mat sem hún innbyrðir.

Úr skóm og sokkum til að bjarga pari: „Mjög ógeðslegt og slímugt“
Hin japanska Ayaka Furue er efst eftir fyrsta hring á Evian risamótinu í golfi en það voru tilþrif Nelly Korda, sem sló boltann úr vatni, sem vöktu meistara athygli.

Stenson gengur til liðs við LIV og verður ekki fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum
Sænski golfarinn Henrik Stenson hefur misst stöðu sína sem fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum. Búist er við því að Stenson gangi til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina í golfi á næstu dögum.

Fúll vegna spurningar blaðamanns: „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta“
Ástralinn Cameron Smith var að mestu kampakátur, eins og gefur að skilja, eftir að hafa unnið Opna breska mótið í golfi í gær. Ein spurninganna á blaðamannafundi fór þó augljóslega í taugarnar á honum.