Meghan Trainor á von á öðru barni Söngkonan Meghan Trainor og eiginmaður hennar, Spy Kid leikarinn Daryl Sabara, eiga von á sínu öðru barni. Lífið 30. janúar 2023 14:20
Leikkonan Annie Wersching er látin Leikkonan Annie Wersching lést í dag aðeins 45 ára gömul. Hún var þekktust fyrir leik sinn í þáttunum 24, Bosch og Timeless. Dánarorsök var krabbamein. Lífið 29. janúar 2023 21:16
Forsprakki hljómsveitarinnar Television er látinn Tom Verlaine, söngvari og gítarleikari bandarísku hljómsveitarinnar Television, er látinn. Verlaine lést 73 ára eftir skammvinn veikindi. Lífið 28. janúar 2023 23:25
Hrakfallabálkurinn Jay Leno á batavegi Þáttastjórnandinn Jay Leno er á batavegi eftir að hafa slasast illa í mótorhjólaslysi í síðustu viku. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan Leno brenndist illa í andliti. Lífið 28. janúar 2023 17:37
Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. Tónlist 28. janúar 2023 17:00
Nýjasta par Hollywood í kossaflensi á Hawaii Það virðist vera að hitna í kolunum hjá kvennabósanum og grínistanum Pete Davidson og leikkonunni Chase Sui Wonders. Lífið 27. janúar 2023 11:31
Fjólublátt mistur læðist yfir hjá Taylor Swift Nýtt tónlistamyndband söngkonunnar Taylor Swift við lagið „Lavander Haze“ kom út í morgun. Í myndbandinu má sjá fjólublátt mistur læðast yfir allt og gullfiska svífa um himingeiminn. Tónlist 27. janúar 2023 11:29
Allir reka Roiland eftir ákæru Flestöll þeirra fyrirtækja sem framleiða þætti sem Justin Roiland kemur að hafa slitið samstarfi sínu við hann. Roiland hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi en hann er þekktur fyrir þætti á borð við Rick and Morty og Solar Opposites. Erlent 26. janúar 2023 13:42
Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka. Lífið 26. janúar 2023 13:30
Svikakvendið segir eigin sögu við matarborðið í stofufangelsi Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey hefur nú landað sjónvarpsþáttasamning á meðan hún er í stofufangelsi. Bíó og sjónvarp 26. janúar 2023 12:33
Sagður hafa bjargað frænda sínum þegar slysið varð Bandaríski stórleikarinn Jeremy Renner er sagður hafa verið að reyna að koma í veg fyrir að snjótroðari rynni og rækist á eldri frænda sinn þegar hann varð sjálfur undir bílnum í slysi á fyrsta degi ársins. Lífið 26. janúar 2023 07:47
Ömurlegt að upplifa sig sem útlending á Íslandi „Það var ótrúlega gaman að sjá framan í fólkið, sem ég sé bara myndir af á netinu,“ segir Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona. Hún var að ljúka sínu fyrsta „sóló“ tónleikaferðalagi. Lífið 25. janúar 2023 13:30
Draga tilnefningu tólf ára barns til Razzie-verðlauna til baka Aðstandendur Razzie-verðlaunanna hafa ákveðið að draga tilnefningu hinnar tólf ára Ryan Kiera Armstrong til verðlaunanna til baka. Aðstandendur verðlaunanna hafa sætt mikilli gagnrýni vegna ákvörðunarinnar að tilnefna stúlkuna og hafa þeir verið sakaðir um að leggja barn í einelti. Þeir hafa nú beðist afsökunar á málinu. Lífið 25. janúar 2023 11:53
Paris Hilton orðin móðir Bandaríska raunveruleikastjarnan Paris Hilton og eiginmaður hennar Carter Reum hafa eignast sitt fyrsta barn saman. Lífið 25. janúar 2023 07:40
Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. Lífið 24. janúar 2023 16:20
Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. Lífið 24. janúar 2023 14:00
Dalvík verður að Ennis í nokkra daga Hluti Dalvíkur verður á næstu dögum að bænum Ennis í nokkra daga. Tökur á þáttunum True Detective fara þar fram um mánaðamótin. Bíó og sjónvarp 24. janúar 2023 13:25
Íslandsvinurinn Molly Sandén á von á sínu fyrsta barni Sænska söngkonan og Íslandsvinurinn Molly Sandén á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, gítarleikaranum David Larsson. Lífið 24. janúar 2023 13:11
Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. Bíó og sjónvarp 24. janúar 2023 11:00
Pamela Anderson segir Tim Allen hafa flassað sig Í nýrri bók Pamela Anderson, Love, Pamela, sakar hún leikarann Tim Allen um að hafa berað sig fyrir framan sig á tökustað þáttanna Home Improvement. Allen hefur neitað ásökunum Anderson. Lífið 23. janúar 2023 09:16
Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. Bíó og sjónvarp 23. janúar 2023 08:37
Minningarathöfn Lisu Marie Presley: Vinir, ættingjar og aðdáendur heiðra stjörnuna Minningarathöfn var haldin í dag á lóð Graceland setursins í Memphis í Tennessee til minningar um Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley og Priscillu Presley. Lisa Marie lést úr hjartastoppi þann 13. janúar síðastliðinn. Lífið 22. janúar 2023 22:36
Braut yfir þrjátíu bein en ætlar að koma sterkari til baka Leikarinn Jeremy Renner braut þrjátíu bein er hann lenti í slysi á nýársdag. Renner lenti undir sex tonna snjómoksturstæki. Hann er kominn heim af sjúkrahúsi og er nú í endurhæfingu. Lífið 22. janúar 2023 19:01
Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. Lífið 22. janúar 2023 10:00
Drengur Kylie Jenner loksins kominn með nafn Aðdáendur Jenner geta nú tekið gleði sína á ný því drengurinn er kominn með nafn, og það rétt fyrir eins árs afmælisdaginn. Lífið 21. janúar 2023 22:49
Fékk beinan stuðning frá Spotify Rapparinn Emmsjé Gauti trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með ástarlagið Klisja. Í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert var svo tónlistarmaðurinn Magnús Gunn mættur með nýjasta lagið sitt „I’ll Be Alright“ en lagið lenti inn á vinsælum lagalista hjá streymisveitunni Spotify. Tónlist 21. janúar 2023 17:00
Kvennabósinn kominn með nýja dömu upp á arminn Pete Davidson, einn umtalaðasti kvennabósi Hollywood þessa dagana, er kominn með nýja kærustu ef marka má slúðurmiðla vestanhafs. Lífið 20. janúar 2023 13:44
Kim Kardashian óþekkjanleg í nýju TikTok myndbandi Það er alltaf gaman þegar við fáum að sjá nýjar hliðar á stjörnunum, því þær eru jú bara mannlegar eins og við öll. Athafnakonan Kim Kardashian sýndi heldur betur á sér nýja hlið í TikTok myndbandi sem hún birti í vikunni. Lífið 20. janúar 2023 12:07
Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. Erlent 20. janúar 2023 07:46
Stofnandi Netflix hættir sem forstjóri Stofnandi Netflix hefur ákveðið að hætta sem einn af forstjórum fyrirtækisins. Hann hefur síðustu ár smátt og smátt komið verkefnum sínum yfir á aðra og er nú formlega hættur. Viðskipti erlent 19. janúar 2023 23:07