Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti. Lífið 29. júlí 2022 12:02
Beyoncé sendir frá sér nýja plötu og þakkar aðdáendum sínum Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé var að senda frá sér sína sjöundu stúdíó plötu sem ber nafnið RENAISSANCE, eða Endurreisn. Er um að ræða sextán laga breiðskífu sem kom út á miðnætti og er þetta fyrsti hluti af þremur sem Beyoncé hyggst gefa út sem seríu. Tónlist 29. júlí 2022 11:00
Segjast ekki hafa klippt gamla þætti á ný Höfundar þáttanna Stranger Things segjast ekki hafa klippt gamla þætti eftir að þeir voru gefnir út til þess að þeir litu betur út miðað við hvernig þættirnir þróuðust. Áhorfendur hafa greint frá því að þegar þeir horfa á gamla þætti séu einhver atriði sem vantar. Bíó og sjónvarp 28. júlí 2022 08:27
Kourtney birtir áður óséðar myndir frá hjónavígslunni í Santa Barbara Í tilefni af 88 ára afmæli ömmu sinnar MJ deildi Kourtney Kardashian Barker áður óséðum myndum frá hjónavígslu sinni og trommarans Travis Barker frá því í maí síðastliðnum. Lífið 27. júlí 2022 21:16
Will Smith skeit á skó Chris Rock Leikarinn Kevin Hart gaf uppistandaranum Chris Rock geitina Will Smith að gjöf þegar þeir héldu uppistand saman nýverið. Á sviðinu tók geitin upp á því að gera nýjum eiganda sínum grikk og skíta á hvíta skó hans. Lífið 27. júlí 2022 17:11
Brendan Fraser nær óþekkjanlegur sem Hvalurinn Endurkoma leikarans Brendan Fraser í Hollywood heldur áfram. Í vikunni birtist fyrsta myndin af Fraser í hlutverki hins 270 kílóa Charlie í myndinni The Whale eftir Darron Aronofsky. Hlutverkið er fyrsta aðalhlutverk Fraser í kvikmynd frá 2013. Bíó og sjónvarp 27. júlí 2022 14:10
Britney Spears og Elton John sameina krafta sína Söngkonan Britney Spears virðist ætla að gefa út nýja tónlist og það með engan annan en Elton John sér við hlið. Samkvæmt heimildum Page Six hafa þau sameinað krafta sína í endurútgáfu af laginu „Tiny Dancer“ sem kom upphaflega út árið 1971. Lífið 26. júlí 2022 13:30
Paul Sorvino er látinn Leikarinn Paul Sorvino lést í gær, 83 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Goodfellas. Lífið 26. júlí 2022 11:19
The Omen og Titanic-leikarinn David Warner er látinn Leikarinn David Warner er látinn, áttatíu ára að aldri. Warner er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Omen, Titanic, Tron og sjónvarpsmyndinni A Christmas Carol. Lífið 26. júlí 2022 08:35
Stinnandi krem og brúðkaupsferð í París Söngdívan Jennifer Lopez er 53 ára í dag og í tilefni þess tilkynnti hún um komu húðlínunnar sinnar en fyrsta kremið í henni er hannað til þess að stinna bossann. Hún segir í tilkynningunni að almennt einbeiti fólk sér að því að huga vel að andlitinu en líkaminn eigi það til að gleymast. Lífið 25. júlí 2022 15:01
Kennir háskólaáfanga út frá þróun tónlistarferils Harry Styles Brátt mun háskóli í Texas ríki í Bandaríkjunum bjóða upp á sagnfræðiáfanga sem einblínir á söngvarann Harry Styles. Kennarinn segir áfangann vera þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hefst hann á vorönn 2023. Lífið 24. júlí 2022 15:18
Dæma snyrtivörufyrirtæki Hailey Bieber í vil Dómstólar í Bandaríkjunum hafa dæmt Hailey Bieber í vil en hún getur nú haldið áfram rekstri á húðvörumerki sínu „Rhode“ án vandkvæða. Lífið 23. júlí 2022 14:57
H.E.R. mun leika Fríðu Söngkonan Gabriella Sarmiento Wilson, betur þekkt sem H.E.R. mun fara með hlutverk Fríðu í sérútgáfu sjónvarpsstöðvarinnar ABC af klassísku Disney myndinni „Fríða og Dýrið.“ Bíó og sjónvarp 23. júlí 2022 13:04
Elvis leikkonan Shonka Dukure fannst látin á heimili sínu Leik- og tónlistarkonan Shonka Dukureh, sem fór með hlutverk Big Mama Thornton í nýrri mynd um Elvis, fannst látin á heimili sínu í gær. Lífið 22. júlí 2022 13:19
Stranger Things stjarna snýr aftur á Broadway Gaten Matarazzo gjarnan þekktur sem Dustin Henderson í sjónvarpsþáttunum „Stranger things“ snéri aftur á Broadway á dögunum sem Jared Kleinman í söngleiknum „Dear Evan Hansen.“ Lífið 22. júlí 2022 12:19
Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. Lífið 21. júlí 2022 23:36
Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. Lífið 21. júlí 2022 10:58
Spielberg leikstýrði fyrsta tónlistarmyndbandi ferilsins á síma Þrátt fyrir feril sem spannar meira en hálfa öld hefur Steven Spielberg aldrei leikstýrt tónlistarmyndbandi, þar til nú. Í vikunni kom út tónlistarmyndbandið fyrir Cannibal, nýjasta lag Marcus Mumford, sem Spielberg leikstýrði og tók upp á síma. Lífið 20. júlí 2022 14:03
Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma. Lífið 19. júlí 2022 13:02
Ben Affleck og Jennifer Lopez orðin hjón Leikarinn Ben Affleck og söngkonan Jennifer Lopez giftu sig í gær. Samkvæmt hjónavígsluvottorði mun Lopez bæta eftirnafni Affleck við sitt nafn. Lífið 17. júlí 2022 19:20
Einn handritshöfunda Big Mouth látinn Grínistinn og leikarinn Jak Knight er látinn. Knight er þekktastur fyrir að hafa verið einn af handritshöfundum teiknimyndaþáttanna Big Mouth sem eru afar vinsælir á Netflix. Lífið 16. júlí 2022 22:47
Kodak Black enn og aftur handtekinn Bill Kahan Kapri, betur þekktur sem Kodak Black, var handtekinn í gær í Flórída-ríki. Þetta er í áttunda skiptið sem þessi 25 ára rappari er handtekinn og í annað sinn á þessu ári. Lífið 16. júlí 2022 19:43
Ricky Martin sakaður um sifjaspell og heimilisofbeldi Ungur frændi söngvarans Ricky Martin hefur kært hann fyrir heimilisofbeldi. Hann segist hafa átt í sjö mánaða ástarsambandi með söngvaranum Lífið 16. júlí 2022 14:25
Ben Stiller í Flatey með Ólafi Darra Stórleikarinn Ben Stiller virðist vera staddur á landinu og samkvæmt Eiríki Jónssyni sást hann í Flatey á Breiðarfirði með vini sínum og samstarfsfélaga Ólafi Darra leikara. Lífið 14. júlí 2022 11:14
Annað barn á leiðinni hjá Kardashian og Thompson Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian á von á öðru barni með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson. Samkvæmt erlendum miðlum var barnið getið í nóvember á síðasta ári en staðgöngumóðir gengur með það. Lífið 14. júlí 2022 08:52
Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Stjórnendur Netflix hafa ákveðið að fá Microsoft til liðs við sig við að hanna áskriftarleið þar sem áskrifendur horfa á auglýsingar. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Netflix býður upp á slíka áskrift. Bíó og sjónvarp 13. júlí 2022 21:19
Kevin Bacon rifjar upp fótafimi í Footloose-áskorun á TikTok Stórleikarinn Kevin Bacon kom fylgjendum sínum skemmtilega á óvart þegar hann tók þátt í Footloose dans-áskorun á TikTok á dögunum ásamt eiginkonu sinni leikkonunni Kyru Sedgwick. Lífið 12. júlí 2022 13:40
Kastar öllu frá sér þegar Kim býður honum með sér í sturtu Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna The Kardashians er væntaleg á Hulu í lok september en í þáttunum er fylgst með lífi og leik fjölskyldumeðlima hinnar ofurfrægu Kardashian fjölskyldu sem fólk virðist bara ekki fá nóg af. Lífið 12. júlí 2022 12:19
Lea Michele mun leika Fanny Brice Arftaki Beanie Feldstein sem Fanny Brice í Funny Girl á Broadway var kynntur í gær. Leikkonan Lea Michele tekur við hlutverkinu 6. september næstkomandi. Lífið 12. júlí 2022 11:20
Höfundur James Bond-stefsins er látinn Monty Norman, höfundur James Bond-stefsins, er látinn 94 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skömm veikindi samkvæmt tilkynningu á vefsíðu hans. Lífið 11. júlí 2022 17:49