
Indónesar staðfesta að hafa boðið bæði Pútín og Xi á fund G20
Ráðgjafi forseta Indónesíu segir Xi Jinping, forseta Kína, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta munu sækja ráðstefnu G20 ríkjanna á Bali í nóvember.
Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.
Ráðgjafi forseta Indónesíu segir Xi Jinping, forseta Kína, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta munu sækja ráðstefnu G20 ríkjanna á Bali í nóvember.
Takmarkaður árangur virðist hafa náðst í viðræðum leiðtoga Tyrklands, Úkraínu og Sameinuðu þjóðanna í dag. Tyrklandsforseti hyggst ræða efni fundarins við Vladímir Pútín, forseta Rússlands.
Stjórnvöld í Eistlandi hafa ákveðið að fjarlægja alla sovéska minnisvarða úr almannarými í landinu.
Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks.
Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans.
Alls voru 60.171 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 8. ágúst síðastliðinn. Þeim hefur fjölgað um 5.192 frá 1. desember síðastliðnum. Þar munar mestu um 1.588 úkraínumenn sem hér búa en það er fjölgun um 1.349 prósent frá 1. desember.
Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust.
Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland.
Blaðamannafélaga Íslands fordæmir tölvuárás sem gerð var á Fréttablaðið í morgun sem og tilraunir rússneska sendiráðsins til að hafa áhrif á fréttaflutning íslenskra fjölmiðla af stríðinu í Úkraínu.
Netárás var gerð í morgun á vef Fréttablaðsins. Hótun barst ritstjórn blaðsins um að vefnum yrði lokað í kvöld verði hún ekki við beiðni um opinbera afsökun vegna myndar sem birtist í Fréttablaðinu í gær.
Þingmenn Lettlands samþykktu í morgun ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og aðgerðir Rússa í Úkraínu væru tilraunir til þjóðarmorðs á úkraínsku þjóðinni. Þingmennirnir kölluðu eftir því að önnur ríki lýsi því einnig yfir að Rússland sé hryðjuverkaríki.
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur vert að dusta rykið af lagafrumvarpi þar sem lagt er til að grein sem snýr að banni við því að móðga þjóðhöfðingja og smána fána þjóðríkja verði máð úr hegningarlögum.
Að minnsta kosti átta rússneskar herflugvélar virðast hafa skemmst eða eyðilagst í sprengingum sem urðu á Saky herstöðinni á Krímskaga á þriðjudag, ef marka má nýjar gervihnattamyndir af herstöðinni.
Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið.
Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar.
Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað.
Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar.
Torgið Kænugarður á horni Garðastrætis og Túngötu var formlega vígt við fjölmenna athöfn í morgun. Torgið nærri rússneska sendiráðinu.
Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir.
Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í innrás Rússa í Úkraínu. Innrásin hófst þann 24. febrúar en Bandaríkjamenn lýsa átökunum sem þeim erfiðustu fyrir Rússa frá seinni heimsstyrjöldinni.
Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að hún ætli styrkja úkraínska herinn með vopnasendingu að andvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, eða um 140 milljörðum íslenskra króna. Vopnasendingin er sú stærsta frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu til Úkraínu til þessa.
Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu.
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu.
Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar.
Fyrr í sumar birtist mjög áhugaverð grein á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian eftir dr. Jonathan Eyal, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Royal United Services Institute (RUSI), elztu hugveitu Bretlands á sviði öryggis- og varnarmála. Í greininni fjallar Eyal meðal annars um ástæður þess að stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi tóku ákvörðun um það að óska eftir aðild að NATO í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu.
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur miklar áhyggjur af aðstæðum í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu. Innviðir skemmdust töluvert í eldflaugaárásum fyrir helgi en verið er hið stærsta í Evrópu. Úkraínumenn og Rússar benda hver á annan.
Fjögur skip með korn innanborðs sigldu út á Svartahaf frá Úkraínu í morgun. Um tuttugu milljónir tonna bíða útflutnings frá Úkraínu en samanlagt voru um 160 þúsund tonn í skipunum fjórum.
Yfirvöld í Úkraínu hafa auknar áhyggjur af öryggi í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu eftir loftárás rússneskra hersveita hinn 5. ágúst síðastliðinn. Kjarnorkuverið er hið stærsta í Evrópu.
Þrjú flutningaskip með korn innanborðs lögðu úr höfn í Úkraínu í dag. Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra landsins, segir Úkraínumenn treysta því að öryggistryggingar frá Sameinuðu þjóðunum og Tyrklandi um örugga för skipanna frá Úkraínu haldi og að útflutningur kornvöru komist í stöðugan og fyrirsjáanlegan farveg.