

Íslenski boltinn
Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn
Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september.

Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra
Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0.

Umfjöllun og viðtal: KR - Valur 2-2 | Víkingar Íslandsmeistarar eftir jafntefli í Vesturbænum
Víkingur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að KR og Valur gerðu jafntefli í Vesturbænum í dag. Valsmenn geta því ekki lengur náð Víkingum að stigum.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-3 | Stjarnan komst upp fyrir FH í baráttunni um sæti í Evrópukeppni
Stjarnan lagði FH að velli með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust í 24. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag.

Umfjöllun: ÍBV - Fram 2-2 | Mikil dramatík í botnslag í Eyjum
ÍBV og Fram skildu jöfn í leik liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í dag.

Víkingar þakka þeim sem brugðust hratt við og segja stuðningsmanninn við góða heilsu
Undir lok leiks Víkings og KR í gærkvöld kom upp atvik þar sem áhorfandi í stúkunni þurfti á læknisaðstoð að halda. Sá er nú við góða heilsu.

Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi
Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu.

KR-ingar skemmdu veisluhöld Víkinga og KA skoraði fjögur
KR-ingar tóku sig til og skemmdu veisluhöld Víkinga en liðið hefði orðið Íslandsmeistari karla í knattspyrnu þegar þau mættust í Víkinni í gærkvöld, lokatölur 2-2. Þá skoraði KA fjögur í góðum sigri á Keflavík.

Rúnar: Tókst að fresta fagnaðarlátum Víkinga um einhverja daga
„Eitt stig gegn besta liði landsins er mjög gott en ég er svekktur að hafa ekki tekið öll þrjú því mér fannst við vera betra liðið með meiri möguleika,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR strax að leik loknum gegn Víkingi í kvöld.

„Sumir leikmenn þurfa að spila fyrir nýjum samningum“
KA vann 4-2 sigur á Keflavík á Akureyri í dag í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla. Hallgrímur Mar Steingrímsson kláraði leikinn á 88. mínútu með sínu öðru marki og gulltryggði KA stigin þrjú.

Mannlegt að gefa eftir
„Það er mikið undir hjá okkur í kvöld og það er ekki til betri staður heldur en Víkin í bongó og blíðu,“ segir Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í hádegisfréttum Bylgjunnar en liðið mætir KR í Bestu deild karla í kvöld.

Blikar mæta sigursælasta liði Ísrael sem er með þekktan markaskorara í brúnni
Vegferð karlaliðs Breiðabliks í fótbolta í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst í Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv, á fimmtudaginn kemur þegar að Blikar heimsækja sigursælasta lið Ísrael, Maccabi Tel Aviv sem þjálfað er af þekktum fyrrum markaskorara úr ensku úrvalsdeildinni.

Utan vallar: Steikjandi hiti Tel Aviv tekur á móti brautryðjendum Breiðabliks
Vegferð karlaliðs Breiðabliks í fótbolta í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst hér í Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv, á fimmtudaginn kemur þegar að Blikar heimsækja sigursælasta lið Ísrael, Maccabi Tel Aviv. Lið sem þjálfað er af þekktum fyrrum markaskorara úr ensku úrvalsdeildinni.

„Mjög sætt að hafa endað á toppnum“
„Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Lengjudeildarmeistara ÍA, en liðið tryggði sér um helgina sæti í Bestu deild karla sumarið 2024.

Sjáðu vítin og mörkin í Kórnum
HK og Fram skildu jöfn, 1-1, í Kórnum í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í gær. Frammarar fengu tvær vítaspyrnur í leiknum.

„Mann hefur dreymt um þessa stund“
„Fyrst og fremst algjörlega frábært að enda þetta tímabil svona, fara beint upp í efstu deild þar sem manni sem Skagamanni finnst að Skaginn eigi að vera og það sem maður ólst upp við,“ sagði Arnór Smárason um frábæran endi ÍA á tímabilinu en liðið leikur í Bestu deild karla í knattspyrnu að ári.

Ragnar Sigurðsson: Eitt það besta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Framarar náðu í stig í Bestu deild karla í fótbolta gegn HK í Kórnum í kvöld. Heimamenn komust yfir í byrjun fyrri hálfleiks en Framarar jöfnuðu leikinn á 77. mínútu úr vítaspyrnu. Fram kom sér þar með aftur úr fallsæti með þessum úrslitum.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK 1-1 Fram | Gestirnir upp úr fallsæti þökk sé umdeildri vítaspyrnu í Kórnum
Í kvöld fór fram einn leikur í Bestu deild karla þar sem HK tók á móti Fram inn í Kórnum. Var leikurinn fyrsti leikur beggja liða eftir að deildinni var skipt í tvennt en HK og Fram leika í neðri hluta deildarinnar. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Kjartan óbrotinn og bíður frekari rannsókna
Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var fluttur með sjúkrabíl af Kópavogsvelli í gær eftir harkalegt samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks, í 2-0 sigri FH-inga í gærkvöld. Hann er óbrotinn en bíður frekari rannsókna.

Skórnir á hilluna: „Tekur á að vera reiður sex daga vikunnar“
Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur lagt fótboltaskóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Facebook í dag. Hann lauk ferlinum á því að fara með ÍR upp í næstefstu deild.

Sjáðu mörkin úr langþráðum Blikasigri og góðri heimsókn Akureyringa í Laugardalinn
Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik Stjörnuna, 2-0, í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær.

Sjáðu jöfnunarmark nýliðans í Árbænum og öll hin úr Bestu deild karla
Þóroddur Víkingsson tryggði Fylki stig gegn ÍBV í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla með sínu fyrsta marki í efstu deild.

Víkingar strá salti í sár Blika
Víkingur varð á laugardag bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á KA. Eðlilega var sigurinn auglýstur við Fífunna, þar sem Breiðablik hefur aðsetur en liðin hafa eldað grátt silfur undanfarin misseri.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 2-0 | Valur sótti þrjú stig
Valsmenn styrktu stöðu sína í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu með 2-0 sigri á Stjörnunni.

Arnar eftir sigur á Stjörnunni: Alltaf ánægður að vinna og halda hreinu
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með 2-0 sigur liðsins á Stjörnunni í Bestu deild karla í knattspyrnu nú í kvöld. Liðin leika í efri úrslitakeppni deildarinnar og með sigrinum styrktu Valsarar stöðu sína í 2. sæti.

Heimir eftir höggið sem Kjartan Kári fékk: Fer auðvitað alltaf um mann þegar svona gerist
Heimir Guðjónsson var eðlilega sáttur með 2-0 útisigur FH á Kópavogsvelli, aðra umferðina í röð, í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann var spurður út í líðan Kjartan Kára Halldórssonar sem fór af velli eftir að fá högg aftan á höfuðið í fyrri hálfleik.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir 2-2 ÍBV | Allt jafnt í Árbænum
Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik beggja liða í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 0-2 FH | Aftur unnu FH-ingar tveggja marka sigur
FH hafði betur gegn Breiðablik aðra umferðina í röð í Bestu deild karla í kvöld.

Kjartan Kári fluttur af Kópavogsvelli með sjúkrabíl
Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var fluttur af Kópavogsvelli þar sem lið hans mætti Breiðabliki í Bestu deild karla eftir að hafa fengið högg aftan á höfuðið.

„Höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna“
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur á svip 0-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp fyrir Breiðablik og blanda sér í baráttuna um Evrópusætið.